Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 35

Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 35
MENNING Óðinn snýr aftur Arthúr Björgvin spjallar við leiðtoga Asatrúarsafnaðar í Þýskalandi og segir frá fjölbreyttu félagslífi heiðingja og tengslum við nasiska hugmyndafrœði Sviðið er tvflyft timburhús í Ammerlandi, litlum bæ við Starnbergvatnið í Bæjaralandi. Húsið stendur á skógi vaxinni hæð og útsýni úr garðinum er vítt og fagurt. í gegnum limið glittir í stilltar öldur Starnbergvatnsins, dreyrrauðar af kvöldsól. Það er farið að halla degi og rökkurslæður liðast um hvolfið. Fugl upphefur lágróma aftansöng á grein og í fjarska heyrist klukkukólfur slá. Þegar horft er yfir þetta rómantíska náttúrusvið er und- arlegt að hugsa til þess, að hér skuli vera altari þeirra Óðins, Þórs og annarra þeirra herskáu guða, sem forfeður okkar blótuðu á víkingaöld. Tvflyfta húsið á hæðinni er nefnilega ekki venjulegt íbúðarhús, heldur hof eða hörgur í senn, þar sem andi löngu liðinnar aldar er á sveimi. Á þessum stað skýtur upp í hugskot- inu hendingum úr kvæði Steins: „í tvflyftu timburhúsi / býr trúuð kona með sjal . . .“ Konan sem ræður húsum á þessum blótstað við Starnbergvatnið er að vísu hvorki með sjal né trúuð í þeirri merkingu, sem kristnir leggja í það orð. Samt á hún líka sína trú, „Víkingarnir" Blóðöx og Birgit á samkomu í Þýsklandi. þótt sú sé nokkuð annars eðlis. í þeirri trú er ekki rúm fyrir heilagar jómfrúr og Hvíta- krist, heldur sitja þar vöðvastæltir arískir guðir í öndvegi. Þeir eru tákn hins norræna kyns, ljóshærðir, bláeygðir og bjartir á hör- und. Þessi bæverska ástkona goðanna, Sig- rún Schleipfer eða von Schlichting eins og hún kallar sig nú, er „stórmeistari" Arman- areglunnar, sem er einn af atkvæðamestu ásatrúarsöfnuðum í Vestur-Þýskalandi. Sigrún hefur reyndar ekki einungis blótað goðin í orði, heldur hefur hún einnig sýnt frjósemisguðinum Frey hollustu sína í verki. Hún hefur alið 8 börn og er orðin þreföld amma. Þegar hún hefur boðið til stofu og við er- um búin að koma okkur í þægilegar rabbstellingar, fáum við að kynnast einum yngsta afspring fjölskyldunnar, sem er ber- sýnilega í náðinni hjá ömmu sinni. mér verð- ur hugsað til þess, að þessi brosmilda barna- gæla var kölluð ýmsum ónöfnum, svo sem norn og nýnasisti í vestur-þýska sjónvarpinu á dögunum. Sigrún og maður hennar Adolf Schleipfer fóru í mál og fengu þessi uppnefni dæmd ómerk, auk þess sem sjónvarpsstöðin varð að borga þeim miskabætur. Ég færi í tal við frúna, að margir líti ásatrú hornauga í Þýskalandi, ekki síst vegna þeirra vinsælda sem hún naut á sokkabandsárum nasista. Menn eigi bágt með að trúa því, að slíkir söfnuðir séu lausir við brúna litinn. Sigrún er bersýnilega vön að svara slíkri gagnrýni. Hún fræðir mig á því, að þess konar tilraunir til að klekkja á heiðingjum eigi sér langa sögu. Á öldum áður hafi kirkjan alið á þeirri trú, að heiðnir menn tryðu á djöfla. Á síðari tímum hafi fulltrúar kirkjuvaldsins reynt að beygja þýska ásatrúarmenn í duftið með því að koma þeirri kviksögu á kreik, að þeir trúi á nasista. Átyllan hafi verið sú, að Ármanir og fleiri söfnuðir ímyndi sér guðina hávaxna, ljóshærða og bláeygða. Að fengnum þessum upplýsingum um útlit goðanna hef ég orð á því, að ýmsir hafi haft horn í síðu Armana fyrir að hefja aríska kynið á stall og talið þá vilja kynda undir kynþáttahatri. Sigrún „stórmeistari" segir það rétt, að Armanir 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.