Þjóðlíf - 01.06.1988, Page 40
Sykurmolarnir hafa verið á hvers manns vör-
um síðan það spurðist að Ammæli hefði
verið valið lag mánaðarins í breska tónlistar-
blaðinu Melody Maker síðasta haust. Þá fór
skriðan af stað ytra og íslenskir fjölmiðlar
tóku þá margir eftir því að Sykurmolarnir
voru hljómsveit sem mark var á takandi. í
dag hafa Molarnir náð lengra á alþjóða-
markaði en nokkur íslensk hljómsveit og eins
og mál standa eru miklar líkur á að hljóm-
sveitin eigi eftir að ná enn lengra. Það er
ekkert smámál að selja kannski 6-700.000
plötur á einu ári og reyndar ekki á færi nema
ráðsettra poppsveita erlendra.
Sú sem þetta ritar er ein þeirra lánsömu
sem áttuðu sig snemma á Sykurmolunum og
gerði sér því far um að sjá þá á sem flestum
tónleikum sér til skemmtunar. Þegarþetta er
ritað hef ég séð Sykurmolana sautján sinnum
frá því í ársbyrjun 1987 og staðan því 17-0,
því aldrei hefur hljómsveitin komið að sjá
mig. Frammistaða sveitarinnar hefur verið
misgóð á þeim tíma, sem vonlegt er, en þó
alltaf á þann veg að fáar eða engar sveitir
standa henni á sporði.
Af þessum sautján tónleikum eru allmarg-
ir sem eru eftirminnilegir í meira lagi, s.s.
tónleikar á Hótel Borg 30. júlí, í Town and
Country Club 14. október, í Hart rokk kaffi
22. október, í Casablanca 30. október 1987, í
Town and Country Club 11. desember, í Hót-
el íslandi 17. mars, í Duus 27. og 28. apríl ogí
Cambridge Theater 21. maí. A öllum þeim
tónleikum sem taldir eru hér að framan hafa
Sykurmolarnir staðið sig með slíkum ágæt-
um að ekki verður um villst að það fer ein
fremsta tónleikasveit Vestur-Evrópu.
Hér verður reynt að segja eilítið frá tón-
leikum Sykurmolanna í Cambridge Theater,
en þeir tónleikar voru punkturinn yfir i-ið í
tónleikaför Molanna um endilangt Bretland.
Tveimur kvöldum áður hafði sveitin leikið í
Astoria tónleikastaðnum í Lundúnum og
tryllt þar um 2.000 áheyrendur. Á Astoria-
tónleikunum voru þeir sem féllu fyrir Mol-
unum þegar í upphafi í Bretlandi; þeir sem
láta sig ekki vanta á fyrstu Lundúnatónleik-
ana en koma kannski ekki á aðra tónleikana,
„lausafylgið". í Cambridge Theater voru aft-
ur á móti annarskonar áheyrendur, í flestu
settlegri og venjulegri áheyrendur, sem telja
má næstu bylgjuna, næsta hóp sem fellur
fyrir tónlist Molanna (uppar?). Cambridge
Theater er ólíkt glæsilegri tónleikastaður en
Astoria, enda voru þetta fyrstu rokktónleik-
arnir sem haldnir voru í húsinu. Það er allt
hlaðið skrauti og dyraverðir einkennis-
klæddir.
Á undan Molunum þetta kvöld lék drep-
leiðinlegur breskur dúett, Sleeping Dogs
Wake, og í kjölfar hans sigldi síðan ein
þekktasta neðansjávarsveit Breta, The Jesus
and Mary Chain, sem kölluð hefur verið Da-
isy Hill Puppy Farm Bretlands. Jesús og Ma-
ríukeðjan er þekkt fyrir það að halda yfirleitt
ekki tónleika en að þessu sinni lék sveitin ein
fjögur lög nær órafmögnuð. Það kom mörg-
um á óvart þegar það spurðist út að Jesus and
Mary Chain léki sem upphitunarhljómsveit
fyrir Molana, en forfallnir Molaaðdáendur
kippa sér ekki upp við slíkt.
Tónleikarnir Sykurmolanna hófust á því
að Einar og Björk komu fram á sviðið og
buðu fólk velkomið á íslensku. Þau ræddu
við áheyrendur'um stund á íslensku og báðu
fólk að láta fara vel um sig á allan hátt, enda
myndi sveitin kappkosta að leika sem þægi-
legasta tónlist og bentu fólki á að reykingar
væru ekki leyfðar í tíu fremstu sætaröðun-
um. Einar bætti því við að hljómsveitin væri
komin alla leið frá íslandi til að láta áheyr-
40