Þjóðlíf - 01.06.1988, Qupperneq 42

Þjóðlíf - 01.06.1988, Qupperneq 42
MENNING Sykurmolarnir á Lundúnatímabilinu komu sáu og sigruðu. Dagskrá tónleikanna var sú sama og í Ast- oria og fyrsta lagið var því Bensín. Tónleik- arnir fóru því rólega af stað og áheyrendur komu sér fyrir í sætunum utan tíu til fimmtán manns sem stóðu í ganginum á milli sætanna. Þegar næsta lag, Mótorslys, hófst fór þó allur salurinn á ið og skyndilega var gangurinn orðinn fullur af fólki sem dansaði og hopp- aði. Öryggisverðir héldu þó hópnum frá sviðinu og hleyptu engum framfyrir nema ljósmyndara. Nýtt lag fylgdi á eftir slysinu, Dísill og síðan annað nýtt lag, Pláneta, sem hefur reyndar heyrst á tónleikum heima á íslandi. Þessi lög flutti sveitin einnig í Astor- ia og þá á íslensku, enda á víst eftir að þýða textana yfir á ensku. Kábboj, sem segir frá Kringlukúrekum, var næst, lag sem áheyr- endur virtust kunna vel við, þrátt fyrir undir- ölduna í því, en það kom út á „remix“ plöt- unni með Deus í Bretlandi. Bylting var næst, með einu versi á ensku; það var eins og Einar gleymdi sér um stund, en hann áttaði sig þegar Björk kom inní á íslensku. Mér finnst viðlagið í Kaldur sviti alltaf vera tíu sinnum betra í íslensku útgáfunni en þeirri ensku og svo fór í þetta sinn eins og svo oft áður að ég fékk gæsahúð þegar Einar og Björk orguðu heitt kjöt. Enn var nýtt lag á ferðinni, Vatn- ið, lag sem hljómaði mjög vel. Veik í leik- föng var sungið á ensku og með nýjum texta, sem þarfnast smá útskýringar. Svo var að í þessari Bretlandsför áttu Mol- arnir í erfiðleikum með þá sem sáu um hljóð- kerfi það sem leigt var til fararinnar. Molarn- ir höfðu með sér hljóðmann að heiman, Jón Skugga, en bresku hljóðmennirnir, sem starfað höfðu lengi með téð hljóðkerfi, ýttu honum til hliðar, enda vildu þeir ekki að einhver utanaðkomandi væri að ráðskast með „þeirra" tæki. Textinn í Veik í leikföng, sagði því frá hljóðmönnunum sem væru veik- ir í leikföng og einnig sagði hann frá Sykur- molunum, sem væru ekki síður veikir í leik- föng. Að þessu innskoti loknu kom Am- mæli, sem Björk söng í rauðu „spot“-ljósi á meðan aðrir hljómsveitarmeðlimir voru í myrkri. Ammæli vakti einna mesta hrifningu áheyrenda líkt og svo oft áður og ekki er að merkja að breskir séu að fá leið á því þó til séu íslenskir uppskafningar sem segjast hafa fengið nóg. Sjónvarp, nýtt lag, kom næst og síðan þrjú fyrirtakslög, hvert á fætur öðru, Tekið í takt og trega, Mamma og Heilagur skratti. Áður en þessi syrpa, sem átti að vera lokasyrpa tónleikanna, hófst brast stíflan framan við sviðið og öryggisverðirnir forð- uðu sér á hlaupum til að verða ekki troðnir undir. Pvagan stóð síðan þétt upp við sviðið og í henni voru nokkrir karlmenn sem voru að bjóða Björku faðminn í tíma og ótíma, auk þess sem þeir reyndu að fá hana til að gefa þeim gaum. Ekki bar á öðru en að áheyrendur gerðu sér ljóst frá hverju Björk var að segja er hún lýsti heimkomu fráskildrar konu sem finnur nakinn mann í íbúinni sinni í laginu Tekið í takt og trega þó textinn væri á íslensku og kösin tókst á loft þegar kom að viðlaginu. Mamma var vel yfir meðallagi en Heilagur skratti var framúrskarandi gott með tilheyr- andi skrattalátum Bjarkar og Einars. Lagavalið í lokasyrpunni er einkar vel til þess fallið að fá fólk til að vilja meira og það brást ekki nú frekar en endranær; á annað þúsund manns hrópaði „more, more“, sem útleggst meira meira á því ástkæra, ylhýra, og þegar Molarnir gengu inn á sviðið til að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið, sagði Björk í hljóðnemann, á íslensku, að sér liði sem væri hún stödd í herbergi fullu af útlendingum. Einar Örn kom inn á sviðið með rafgítar mikinn á öxlinni og þegar hann setti hann í samband stóðu allir áheyrendur í salnum, sem ekki voru þegar á fótum, upp, því þessu vildu þeir ekki missa af. Einar lék síðan af fingrum fram í 41 sekúndu, Björk tók tí- mann, og tilburðirnir voru slíkir að Johnny Triumph léki þá vart eftir. Við svo búið lék sveitin lagið Dælan, framúrskarandi gott lag og eitt af bestu lögum Molanna, síðan kom lag sem ekki hefur heyrst í háu herrans, Af hverju ekki að skjóta hann, gott innlegg í umræðuna um umburðarlyndi með fólki, en slíkt vill gjarnan gleymast. Lokalag tónleik- anna var Bláeygt popp og að því loknu hvarf sveitin af sviðinu. Baksviðs voru menn öllu kátari en verið hafði í Astoria, enda var mun léttara yfir tónleikunum. í þeim margsýndi sveitin líka það hví Sykurmolarnir hafa náð jafn langt og raun ber vitni og hvað það er sem gerir það að verkum að sveitin mun ná enn lengra. Molarnir eru íslensk hljómsveit og um leið alþjóðleg, ólíkt öllum íslensku hermisveitun- um í gegn um tíðina sem semja enska tónlist og enska texta í því markmiði einu að slá í gegn ytra og grípa á tíðum til ótrúlegrar lág- kúru. Texti og myndir: Björg Sveinsdóttir 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.