Þjóðlíf - 01.06.1988, Síða 46

Þjóðlíf - 01.06.1988, Síða 46
MENNING „Lesið Kaldaljós. Pað verður enginn svikinn af því.“ Eiríkur Brynjólfsson, Alþýðublaðið. Kaldaljós eftir Vigdísi Grímsdóttur 453 bls. Verð kr. 2.290.- „Þessi fyrsta skáldsaga Vigdísar Grímsdóttur er mikið verk og vel unnið. Hæfileikar hennar njótasín hér mjög vel. Kaldaljósersaga sem er skrifuð af miklum næmleik; tilfinningarík. sterk og snertir mann." Margrél Eggertsdóttir, Þjóðviljinn. „Frásagnarandinn í bókinni er einstakur. Mér fannst ég ekki vera að lesa heldur var eins og einhver hvíslaði að mér. Hún talar við les- andann, þessi bók, því hún á við okkur erindi. Bókin byggir á sannsögulegum atburðum en þeir eru færðir til í tíma og rúmi þannig að þær fyrirmyndir skipta ekki máli lengur. Aðeins örlög fólksins skipta máli, og manni er ekki sama um Grím Hermundsson en verður samt að játa fyrir sér í lokin að öðruvísi gat ekki farið." Eiríkur Brynjólfsson, Alþýðublaðið. „Kaldaljós er óður til fegurðar, trúnaðar, grimmdar, óvenjulega margslungin saga, saga ástar og dulúðar og þó raunsæis. Unnin af mikilli list. Henni skal ekki líkt við neitt. Um sumar bækur á ekki að nota of mörg orð. f>ví að eins og Vigdís Grímsdóttir skilur manna bezt; orð geta verið hættuleg. Og stöku höf- undum tekst svo að það er sálarbætandi að lesa orðin og allt sem að baki þirra felst. Þannig er Kaldaljós fyrir mér. Listaverk eftir Grím sem ég vildi hafa upp á vegg.“ Jóhanna Krisljónsdóttir, Morgunblaðið. J----------------------- ^vort á frntu 5------------------------r síðan var það frumflutt á sunnudegi í Kópa- vogi, en þar héldum við eina tónleika áður en við fórum utan. Ég var svo heppinn í þessari ferð, að hafa með mér öndvegisfólk, konsertmeistarar voru Sigrún Eðvaldsdóttir og Gréta Guðnadóttir og meðal einsöngvara var Sigríður Gröndal, sem þá hafði nýverið sigrað í söngkeppni Sjónvarpsins." Frá Danmörku hélt Gunnsteinn rakleiðis til Vínar í Austurríki og hafði í hyggju að halda þar áfram námi. Svo varð þó ekki. „Mér leist ekki á borgina, hún var eins og risasafn. Ég fór aftur heim til íslands og þá beið þar eftir mér bréf frá tónlistarakademí- unni í Búdapest, en þangað hafði ég skrifað af rælni um veturinn. Mér var boðin þar skólavist og ákvað að slá til. Ég hélt svo utan haustið 1983.“ Nám Gunnsteins í Búdapest gekk í fyrstu ekki átakalaust fyrir sig. „Það var áfall að koma inn í þessa rót- grónu tónlistarakademíu, sem Franz Liszt setti sjálfur á stofn á síðustu öld. Þarna kem ég inn í kerfi, sem er þrælskipulagt, en allir nemendurnir höfðu verið í sérstökum „tón- listarmenntaskóla" sem tekur fjögur ár. Ég var samt settur í sérstaka undirbúningsdeild, þar sem voru mjög efnilegir nemendur, flest- ir 6 eða 7 árum yngri en ég. Þarna kunni ég í rauninni minnst af öllum enda þótt ég væri elstur. Tónlistaruppeldi er til fyrirmyndar í Ung- verjalandi og miklu betra en á Vesturlönd- um. Ungverska þjóðin er gífurlega hæfileik- arík. Segja má að menningin og ekki síst tónlistin sé kapítal þeirra; eitt Tsjérnóbíl-slys getur kippt fótunum undan efnahagskerfi þeirra — en ekkert getur kippt fótunum und- an tónlistinni. Þegar ég kom síðar til Þýska- lands varð mér ljóst hverslags yfirborðs- mennska tíðkast oft í tónlist hér á Vestur- löndum. í Ungverjalandi, og víðar í Austur-Evrópu, er tónlistin hluti af fólkinu og lífi þess; en hér er það markmið margra að láta tónlistina upphefja þá sjálfa. Lítið ber á mörgum ungverskum tónlistarmönnum, enda þótt þeir séu í fremstu röð, vegna þess að þeir kunna ekki að trana sér fram, en eru tónlistinni trúir. Ég þroskaðist í þessu and- rúmslofti í fjögur ár— að vera tónlistinni trúr; og tel það vera besta veganesti, sem tónlistarmanni getur hlotnast.“ „Margt af því sem glímt er við á tónlistar- háskólum Vesturlanda, sérstaklega í tón- fræði og tónheyrn, fást Ungverjar við á gelgjuskeiði. Hins vegar er námið í Ung- verjalandi of bundið við hinn klassíska skóla — skóla síðustu aldar. Gróandina vantar. Segja má að þjóðfélagið sjálft sé að mörgu leyti eins og á síðustu öld, sem er bæði já- kvætt og neikvætt. Kosturinn er sá, að það sér í það fyrir nútíma auglýsingaskiltum; kjarni þjóðfélagsins er ekki byrgður með kapítalískum frýjuorðum. En miðstýringin, ok kommúnismans er þrúgandi, líka í tónlistinni. Það skortir fram- takssemina. Ungverjar eru vanir því að vera undir járnhæl einhverra annarra; Fyrst Tyrkja, síðan Habsborgara — nú Sovétríkj- anna og kommúnismans. Ég ákvað því að færa mig um set, ákvað að komast í skóla þar sem frjórri hugsun ríkti í tónsmíðum. Mig langaði að komast til Þýskalands, enda eiga Þjóðverjar ýmis þýð- ingarmestu tónskáld samtímans. Éinn þekktasti tónsmíðakennari í Þýskalandi er prófessor Klaus Huber í Freiburg. Ég ákvað að freista þess að komast að hjá honum og tókst það. Tónlistarháskólinn hér í Freiburg hefur á sér mjög alþjóðlegan blæ. Til dæmis er tón- smíðakennari minn, prófessor Huber, svissneskur, söngkennarinn er danskur og kennari minn í hljómsveitarstjórn búlgarsk- ur, auk þýskra kennara. Sömuleiðis hefur Freiburg þann kost að vera mjög miðsvæðis og flestar menningarborgir í Mið-Evrópu innan seilingar. Ég hyggst ljúka hér prófi í tónsmíðum og hljómsveitarstjórn. Vinnur að barnaóperu Gunnsteinn Ólafsson hefur nýverið lokið við samningu Sjakonnu fyrir einleiksfiðlu og vinnur nú að verki fyrir kammerhljómsveit. Sömuleiðis vinnur hann að gerð mikils tón- verks, barnaóperu fyrir einsöngvara, barna- kór og hljómsveit. Hann hefur notið styrks frá Kópavogsbæ til að vinna að barnaóper- unni. „Óperan gerist uppi á öræfum Islands, á þeim stað, þar sem ég uni mér best. Verk sem gerist á slíkum stað getur engan veginn byggst á borgaralegri tónhugsun Mið- Evrópu og því verð ég að skapa þá stemmn- ingu sem ríkir á fjöllum uppi, þá tónaveröld, sem sprettur upp úr landslagi íslands en verður aldrei fengin að láni frá Evrópuskag- anum. Ég er mjög þakklátur Kópavogsbæ fyrir stuðninginn og til fyrirmyndar að opinbert fé skuli veitt til listsköpunar. Vonandi að þetta verði öðrum fordæmi. Það nægir ekki að berja sér á brjóst á Alþingi ef athafnirnar skortir. Tónlist á íslandi er að mörgu leyti óplægður akur. Ýmsu er ábótavant en lík- lega vantar þó helst öflugan tónlistarhá- skóla. Fleiri hæfa kennara vantar úti á lands- byggðinni og stofnun raunverulegs atvinnu- mannakórs, til dæmis í tengslum við Ríkisútvarpið, er löngu orðin tímabær.“ Framtíðaráformin? Eigum við eftir að heyra Gunnstein Ólafsson stjórna Níundu sinfóníunni á Islandi? „Auðvitað væri gaman að fá að stjórna slíku öndvegisverki," svarar hann en bætir svo við og glottir — „annars vildi ég ekki síður stjórna flutningi á minni eigin níundu .sinfóníu ... En umfram allt — vera tónlist- inni trúr.“ Einar Heimisson/Freiburg

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.