Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 50

Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 50
UMHVERFI veiðar eru þó sem betur fer að leggjast af þar að mestu. Bæði kemur þar til samþykkt Al- þjóða Hvalveiðiráðsins um stöðvun hvala- veiða og eins hreinlega hitt að hvalastofnarn- ir eru orðnir svo smáir að það borgar sig varla að vera að eltast við þessu fáu dýr sem eftir eru. Það er t.d. ástæða þess að Sovét- menn eru að hætta hvalveiðum. Það fannst mér ákaflega sláandi hvað við sáum fáa hvali í leiðangrinum. Við ferðuðumst um svæði sem voru þekkt fyrir hvalavöður, t.d. Ger- lacsundið og Le Maire sundið, auk þess sem’ ég flaug oft langar vegalengdir yfir opnu hafi í þyrlu, en við sáum nánast enga hvali. Fjórir hnúfubakar og nokkrir háhyrningar var allt sem við sáum á meira en tveim mánuðum. — Eitthvað þykist ég líka hafa séð um að áhyggjur væru af ailmiklu minna dýri en hin- um ágætu hvölum. — Já veiðar Sovétmanna og Japana á krilli valda umhverfisverndarmönnum tölu- verðum áhyggjum. Krill, sem er smákrabbi sem helst minnir á rækju í útliti, er undir- staða fæðukeðjunnar á Suðurskautslandinu. Vistfræði krillsins er lítið þekkt, menn vita t.d. ekki hve gömul dýrin verða eða hversu hratt þau fjölga sér. Ef krillstofnarnir yrðu fyrir áfalli myndi það hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir allt dýralíf á svæðinu. Sovét- menn og Japanir gera út stóra flota til krill- veiða og virðast ekki hafa af því stórar áhyggjur þó þeir hugsanlega stefni öllu dýra- lífi svæðisins í hættu. Þær raddir hafa meira að segja heyrst að mörgæsirnar séu í raun bara til vandræða því þær éti alltof mikið krill, og því væri réttast að fækka þeim með veiðum! Þetta er svipuð röksemdafærsla og heyra má frá hringormanefnd á íslandi þegar verið er að réttlæta seladráp með því að sel- urinn éti alltof mikinn fisk sem annars mætti veiða og selja á erlendum mörkuðum. Það er þessi afstaða, að láta ævinlega efnahagslega hagsmuni ganga fyrir umhverfisvernd, sem hefur orsakað útrýmingu dýrategunda og stóran hluta þeirra mengunarvandamála sem heimurinn á við að glíma í dag. Stærstur hluti krillsins sem veiddur er fer til bræðslu og er notaður til húsdýrafóðurs. Það má því segja að dýralífi Suðurskauts sé stefnt í hættu til að geta fóðrað beljur í Rússlandi. Með alþjóðasamningi um eftirlit og takmarkanir á nýtingu auðlinda á og við Suðurskautslandið væri auðveldara að grípa til ráðstafana ef dýralífi svæðisins væri ógnað. — Finnst þér að íslendingar eigi að vera með í þessari samvinnu um Suðurskauts- landið eða er það e.t.v. ekki hægt? — íslendingar hafa ekki bolmagn til að stunda þarna sjálfstæðar rannsóknir en þeir gætu verið með sem ráðgefandi meðlimir sem þýðir að þeir fengju allar upplýsingar og hefðu málfrelsi og tillögurétt á fundum og ráðstefnum. Mér finnst alveg sjálfsagt að svo verði gert en finnst jafnframt að það þyrfti að tengjast allsherjar stefnumótun í náttúru- Suðurskautsiandið er kaldasti staður á jörðinni: meðalárshiti köldustu svæðanna djúpt inná meg- inlandinu er undir 50 C, og meðalhiti kaldasta mánað- arins (júlí) undir -70 C. Mesta frost sem mælst hef- ur er -89,6 C. verndarmálum á íslandi. Mér virðist ekki vera nein samstaða um náttúruvernd á ís- landi og öll stefnumótun mjög í skötulíki. Ég vil minna á að hálendið er að blása útá haf, en það er ekki hægt að sameinast um þær róttæku aðgerðir sem þarf til að spyrna við fótum. Takmarka beit og traðk sauðfjár og hrossa. íslendingar eru sennilega einir vest- rænna þjóða um að hafa lagasetningu sem miðast að útrýmingu villtra dýrategunda. Nú og svo er útrýmingarherferðin á hendur seln- um sem nefnd hagsmunaaðila úr sjávarút- vegi og fiskvinnslu blés til, annað dæmi um fornaldarleg viðhorf til náttúruverndar á ís- landi. Þá sýnist mér algerlega vanta stefnu- mótun til lengri tíma í mengunarmálum. Meðferð á sorpi, skólpi og iðnaðarúrgangi getur ekki leitt til annars en alvarlegra vandamála í framtíðinni. Öskuhaugar Reykjavíkur í Gufunesi eru tímasprengja, fullir af þungmálmum og eitri. Og þetta fær- um við börnum okkar og barnabörnum í arf. Síðast en ekki síst má benda á hvernig stjórn- völd og fjölmiðlar hafa gert efnahagslega hagsmuni Hvals h/f að nýju sjálfstæðismáli, en horfa algerlega framhjá kjarna málsins sem er sá að hvalastofnarnir eru ofveiddir og tímabundin stöðvun hvalveiða nauðsynleg. Áður stóðu íslendingar í fararbroddi þjóða sem vildu standa vörð um fiskistofna sína og vernda þá fyrir rányrkju, en í dag eru þeir þess vafasama heiðurs aðnjótandi að standa í fararbroddi náttúruníðinga sem iðka „vís- Suðurskautslandið er líka stormasamasti hluti jarðar- innar: Það eru til svæði á Suðurskautslandinu sem hafa storma að jafnaði 340 daga á ári. Við austurströnd álfunnar hefur vindhraðinn nokkrum sinnum mælst yfir 80 m/sek. indaveiðar í hvalveiðaskyni". Ég held að for- senda þess að íslendingar verði teknir alvar- lega í umhverfismálum sé sú að þeir hafi eitthvað fram að færa, en eins og ástandið er í dag spila þeir í fjórðu deild. — En svo við víkjum nú að sjálfri ferðinni hvernig var að þessu staðið? — Ferðin var farin í samvinnu við Vestur- Þjóðverja en þeir hafa góða rannsóknarað- stöðu á svæðinu ekki hvað síst í krafti rann- sóknarskipsins Polarstern sem var bækistöð okkar meðan við dvöldumst þar. (Sjá hliðar- grein). Við flugum til Brasilíu og fórum þar um borð og síðan tók siglingin til Suður- skautsskagans, eða Grahamslands, eina viku. Með í ferðinni voru um 50 vísindamenn frá 12 þjóðlöndum með hinar margvíslegustu sérgreinar. Það var því margt skeggrætt á leiðinni og þá var nú ekki töluð vitleysan eins og Óli Maggadon sagði. Síðan var það ýmist að við bjuggum um borð og fórum daglega í land með þyrlu eða þá við settum upp tjald- búðir og vorum þetta 7-12 daga í landi. Sú dvöl varð nú á stundum lengri en til stóð þegar náttúruöflin létu að sér kveða svo hvorki var veður til flugs né vinnu. Ekkert annað að gera en binda sig við ísexina og standa af sér storminn. — Þú nefndir áðan að pólitískir hagsmun- ir hefðu m.a. staðið að baki þessum leið- angri. En verkefni ykkar voru þó strang- fræðileg? — Það er ef til vill rétt að segja að þetta hafí verið könnunar- og undirbúningsleiðang- ur. Heildarverkefnið er að auka skilning á jöklunarsögu Suðurskautslandsins m.a. með tilliti til þess hvort jökla- og veðurfarsbreyt- ingar séu samstíga á norður- og suðurhveli. Jöklafarssaga norðurheimskautsins síðast- liðin 250000 ár er þokkalega vel þekkt en því fer fjarri að hægt sé að segja hið sama um suðurskautið. En til að hægt sé að sinna þessu verkefni af einhverju viti var nauðsyn- legt að kanna fyrst allar aðstæður og reyna að finna svæði þar sem unnt væri að safna gögnum. Við þurftum að finna staði þar sem væri hægt að komast að fornum jökulminjum og sjávarseti á landi til að kanna hvaða upp- lýsingar jarðlögin geyma um jöklabreytingar og veðurfar síðustu árþúsundin og ártugþús- undin. Við fórum því á staði, sem við vissum frá loftmyndum og landkönnun að væru ís- lausir, til að kanna möguleika til jarðfræði- kortlagningar. í ljósi þess að 98% Suður- skautslandsins er hulið ís og snjó og oft hundruðir kflómetra milli auðra bletta má ljóst vera að þetta kostar töluverða snún- inga. Við teljum okkur þó geta vel við árang- urinn unað. Við fundum tvö svæði við Suð- urskautsskagann með útbreiddum jökul- minjum og fornu sjávarseti með steingerðum skeljum sem við getum notað til aldursgrein- inga. Næstu mánuðir munu fara í gagnaúr- vinnslu en ég er sannfærður um að þegar við snúum aftur næsta vetur verðum við vel und- 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.