Þjóðlíf - 01.06.1988, Síða 56

Þjóðlíf - 01.06.1988, Síða 56
UMHVERFI Linda May og Ron Coronado, eftir að hafa sloppið úr fangelsi vegna aðgerðanna gegn ioðdýraverslunum. Coronado virðist ekki að neinu leyti hafa orðið fyrir óþægindum vegna hvalbátanna í Reykjavíkurhöfn. Aðgerðir gegn loðdýraverslun jafn vel í geð vegna þess að iðnaðurinn virð- ist ekki bera neina virðingu fyrir dýrunum. 21. september 1987 voru þau Rod Corona- do, David Howitt og Linda May handtekin í Vancouver í Kanada í lok tveggja mánaða herferðar, sem ýmsir fjölmiðlar kölluðu „ baráttu gegn loðdýraversluninni“. Að sögn kanadísku lögreglunnar hefur fjöldi loðdýra- verslana orðið fyrir efnahagslegu tjóni, t.d. vegna rúðubrota, málningarsletta, innbrota, og aðgerða hópa til að fæla frá viðskiptavini. Þess eru dæmi að ráðist hafi verið að sömu verslun 11 sinnum á sl. tveimur árum. Tvö loðskinnafyrirtæki að minnsta kosti hafa til- kynnt að þau hætti starfsemi sinni í kjölfar þessara aðgerða. Coronado, Howitt og May eru sökuð um að hafa brotist inn í verslanir, eyðilagt og skemmt fyrir 30 þúsund dollara. „Peta hefur ákveðið að styrkja þau með 5 þúsund dollara framlagi", segir loks í frétt- inni. í blaðinu segir einnig frá „sjóði til vamar skemmdarverkamönnum", sem tímaritið sjálft virðist hafa komið á laggirnar árið 1983. Enn fremur fylgir eins konar yfirlýsing frá Coronado svohljóðandi: „ Á okkur er ekki lengur litið sem fámenna einangraða hópa sem beijast eingöngu fyrir hunda, ketti og kópa, heldur er litið á okkur sem hreyfingu hundruð þúsunda einstaklinga sem em þeirrar skoðunar að lífið sé heilagt. Það ber að vernda lífverur gegn hvers konar pynd- Mennirnir sem sökktu hvalbátunum í Reykjavíkurhöfn handteknir í Kanada fyrir skemmdarverk á loödýraverslunum í tímariti sem ein stærstu dýraverndunar- samtök Bandaríkjanna gefa út, „Peta News“ segir frá aðgerðum nokkurra einstaklinga, sem brutust inn í loðkápuverslun í Vancou- ver í Kanada. Meðai þeirra sem koma við sögu eru „góðkunningjar“ íslendinga, mál- vinir lögreglunnar, Coronado og Howitt. sem sökktu hvalbátunum í Reykjavíkurhöfn í hitteðfyrra. Þeir eru meðal herskárra loð- dýravina vestra. Tímaritið Peta mun vera gefið út í 600 þúsund eintökum. í fréttinni segir: „í miðju samfélagi okkar blómstrar iðnaður sem velt- ir milljörðum dollara á ári. Það byggir gróða sinn á ómannúðlegri slátmn á milljónum loð- dýra á ári hverju. Þessi fyrirtæki selja marg- víslega vöru af ýmsum dýrum. Aukin um- svif loðdýraiðnaðarins hafa ekki fallið öllum Diana prinsessa er liðsmaður loðdýra- vinanna og í myndatexta í tímaritinu seg- ir að hún neiti að notast við loðdýr í klæðnaði og að talsmaður Buckingham- hallarinnar hafi sagt:„Prinsessan kaupir aldrei loðdýraskinn, hefur aldrei gert það og mun aldrei kaupa slíkt skinn“ r ACTIVISTS' DEFENSE FUND ln 1983 PETA establishec, Ihe Activisls' Deíense Fund for legal fees associated with accused animal ríghts activists. Contríbutions may be earmarked for the Activists' Defense Fund. Margvíslegar myndskreytingar fylgja frá- sögnini í tímaritinu Petu. Maðurinn með lambhúshettuna fylgir áminningu um „ sjóðinn til verndar skemmdarverka- mönnum". ingum og þjáningu. Við munum ekki lengur þola neyðaróp nánustu ættingja okkar,,, prímatanna". Dauði þeirra þjónar engum öðrum tilgangi en verðlags á loðdýramark- aði eða að dýrin eru deydd í tilraunaskyni. Við erum tilneydd til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir áfram- hald þessa og til að stokka upp heiminn í þágu lífsins. Tíminn er fullkomnaður; algert hrun loðdýraiðnaðarins er framundan. í þágu vina okkar, loðdýranna, hefur þessari baráttu verið hrundið af stað, og það er skylda okkar að sjá um framhald baráttunn- ar. Ef til vill munu hinir alvöru glæpamenn, þeir sem veiða og drepa dýrin, verða settir á bak við rimlana, en þangað til verðum við að berjast af hörku fyrir frelsun allra loðdýra. Þetta er eitt mikilvægasta baráttumál jarðar- búa í dag“. *óg 56

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.