Þjóðlíf - 01.06.1988, Síða 59
VIÐSKIPTI
Samvinnuhreyfing
á tímafresti
Á aðalfundi SÍS sem haldinn var á dögunum
í Bifröst kom í ljós að tapið á Sambandinu í
fyrra hefur ekki numið staðar um áramótin,
heldur hefur það haldið áfram á þessu ári af
engu minni hraða en á síðasta ári. t>ung und-
iralda er innan samvinnuhreyfingarinnar
gegn stjórnendum Sambandsins og eru báðir
„armar“ gerðir ábyrgir fyrir vondri efna-
hagsstöðu og slæmri ímynd samvinnuhreyf-
ingarinnar um þessar mundir. Virtist ríkja
nokkur einhugur um að stjórnin og stjórn-
endurnir hefðu frest til að snúa núverandi
þróun við.
Tap varð á flestum rekstrarþáttum sam-
vinnuhreyfingarinnar á síðasta ári, samtals
um 500 milljóni króna, og sér ekki fyrir end-
ann á því enn. Þannig á ullariðnaðurinn í
vanda, verslunardeildin, búnaðardeild og
reyndar blasir hvarvetna við kreppa í rekstr-
inum. Kaupfélögin eiga flest í miklum
rekstrarörðugleikum og var samanlagt
rekstrartap samvinnufélaganna um 500 mill-
jónir í fyrra. Heildarskuldir Sambandsins
eru 6.6 milljarðar og þrátt fyrir gífurlega
sterka eignastöðu gæti komið að því að fyrir-
tækið gæti ekki staðið við skuldbindingar
sínar, ef tapið heldur áfram.
Flestir telja að þeir efnahagserfiðleikar
sem samvinnuhreyfingin á við að etja, séu
einfaldlega þeir sömu og annað atvinnulíf í
landinu þarf að fást við. Peningastefna
stjórnvalda er talin hafa valdið miklum erfið-
leikum en í samvinnuhreyfingunni er fleira
tínt til. Margir lita þá aftur í tímann og segja
að útþensla Sambandsins hafi verið of mikil
á of skömmum tíma án þess að eðlileg eigna-
myndun — hlutafé — stæði að baki. En það
breytir engu um niðurstöðuna, kröfur
manna úr öllum áttum á aðalfundinum um
endurskipulagningu rekstrarins og hagnað.
Enn fremur virðast menn sammála um að
samskiptum milli deilda og manna innan
hreyfingarinnar sé mjög ábótavant. Á hinn
bóginn var minna um það á aðalfundinum að
menn bentu á lausnir út úr vandanum, enda
heldur ekki á eitt sáttir um leiðir til lausnar.
Valur Arnþórsson stjórnarformaður Sam-
bandsins krafðist þess að forstóri og fram-
kvæmdastjórn legðu fram áætlanir um breyt-
ingar og fleiri tóku í sama streng. Guðjón B.
Ólafsson forstjóri íjaði m.a. að því að þyrfti
að koma til uppsagna starfsfólks, niður-
skurðar á ýmsum rekstraþáttum og samein-
ingar annarra við fremur dræmar undirtekt-
ir. Hann kvartaði einnig undan því að erfitt
hefði reynst að ná fram sækilegum breyting-
um á ýmsum rekstrarþáttum áður en væri um
seinan. I viðtali við Morgunblaðið kaðst
hann standa og falla með því hvernig gengi
að ráða fram úr vandamálunum. Þar sagði
hann einnig að ekki væri mikill tími til stefnu
við að rétta hag samvinnuverslunarinnar,
„ég myndi segja að það yrði að vera búið að
snúa afkomunni á samvinnuversluninni við
fyrir lok næsta árs“. Þannig er ljóst að sam-
vinnuhreyfingin hefur sett sjálfri sér ákveð-
inn frest — og heimildamenn Þjóðlífs á aðal-
fundi SÍS kváðu það hafa verið niðurstöðu
fundarins.
—óg
Öryggi
fyrirtækja
Hefur fyrirtæki
þitt orðið fyrir
innbroti,
skemmdum
sökum vatns
eða elds?
Þurfa vélar og
tæki sem eru í
gangi á
nóttinni
örugglega ekki
eftirlit?
Öryggis-
miðstöðin
veitir þér þessa
þjónustu.
Leitaðu tilboða
þér að kostn-
aðarlausu.
ÖRYGGISMIÐSTÖÐIN
Hamraborg 1, 200 Kópavogi,
sími 641332, box 202-487
59