Þjóðlíf - 01.06.1988, Page 62
VIÐSKIPTI
Islendingar breyta
um ferðamáta
Eftir Maríu
Sigurðardóttur
Gömlu pakkalandarnir komnir meö riffla í
safaríferðir, íslenskur bifvélavirki á ljóna-
veiðum, verslunarstúlka að klifra í Kletta-
fjöllum? Þannig hljóma hugmyndirnar um
breyttan ferðamáta íslendinga. Viðmælend-
ur Þjóðlífs í ferðabransanum segjast merkja
ákveðnar grundvallarbreytingar á viðhorf-
um margra íslendinga til ferðalaga.
Það fer nú að verða liðin tíð að þyki ýkja
merkilegt hér á landi að hafa þvælst um
auðnir Nebraska í fleiri vikur eða rutt sér
leið, með tilheyrandi sveðjum gegnum
myrkustu frumskóga Afríku og Suður-Am-
eríku. Halla Linker getur jafnvel ekki mikið
lengur státað af því að vera eini íslendingur-
inn sem þvælst hefur með ungt barn í flottum
safari-búningi í hita- raka-svækju um Aust-
urlönd fjær.
Nei, hinn venjulegi meðal-jón á íslandi
lætur sér ekki lengur nægja að lesa Uppgjör
konu eða Svaðilfarir í Sambíu og láta sig
dreyma ofan í koddann sinn með straufría
verinu. Hann keyrir bara á japanska bílnum
sínum á næstu ferðaskrifstofu og pantar sér
flugfar til Thailands, Suður-Ameríku eða
jafnvel Indlands og flýgur á vit sinna eigin
ævintýra, frjáls og óháður.
Fyrir u.þ.b. tíu árum eða svo þegar venju-
leg fjölskylda á íslandi fór á ferðaskrifstofu
til að kaupa sér sumarfrí í útlöndum, eftir að
vera búin að reikna út að það væri ekkert mál
að borga víxilinn sem taka þyrfti til að gera
drauminn að veruleika, gekk hún út með
farseðil til Costa del Sol eða Mallorka upp á
vasann. Tíminn sem leið fram að brottför var
svo notaður til að safna upp í gjaldeyri, fá sér
nógu mikið af ljósu efni og sauma sólfatnað
og kaupa ný sundföt og sólgleraugu. Það
voru kannski keyptar vasabrotsbækur með
einföldustu kurteisisfrösum uppá spænsku
og fólk æfði sig samviskusamlega á Muchas
gracias! Buenas noches! og Buenos días!,
sem það kom svo að sjálfsögðu aldrei til með
að geta nýtt sér nokkuð því að flestir töluðu
að sjálfsögðu ensku í þjónustugeiranum á
Spáni.
Þegar brottfarardagurinn rann upp var
farið eldsnemma morguns út í Keflavík og
þar rann fjölskyldan saman við allstóran hóp
bleikfölra, hvítklæddra sólgleraugnagláma
íslenskra sem voru tilbúnir í strandhögg, eða
réttarasagt strandfall á hvítum sólríkum
ströndum Spánar.
Meðan beðið var í gömlu, óvistlegu flug-
stöðinni í Keflavík hófst bjórdrykkjan, einn
af mikilvægari þáttum ferðarinnar og eins
gott að taka það mjög alvarlega og nýta sér
sjensinn að hella í sig sem mestu af þessum
bráðnauðsynlega þætti þessarar nýju lífs-
reynslu á sem stystum tíma. Enda vildi það
verða þannig hjá ýmsum þeim víxlatökurum
sem eyddu tveim til þrem vikum á Mallorka
eða Costa del Sol, að eina minningin sem
þeir áttu eftir ferðina voru 3 filmur af Kodak
slides-myndum og afborganir af víxli.
Þetta átti nú reyndar alls ekki við alla,
margir áttu dýrlega daga flatmagandi í sól-
inni, milli þess sem þeir skemmtu sér í grísa-
veislum og siglingum, og hinum ýmsustu
rútuferðum og jafnvel siglingum til villi-
mannastaða eins og Norður-Afríku, þar sem
fólk betlaði og reyndi að selja því allavega
skrautlitar ábreiður og gólfteppi. Margar
sögur voru til um það að þessir afríkanar
væru mjög á höttunum eftir ljóshærðu kven-
fólki til að stela og selja í kvennabúr ýmissa
konunga eða fursta niðri í svörtustu Afríku.
Það var eins gott að halda hópinn, og alltaf
vöktu hinir óþreytandi íslensku fararstjórar
yfir öllu, leiðbeindu fólki, voru alltaf nær-
tækir til að aðstoða við prúttið, tóku öllum
umkvörtunum hins óreynda íslenska ferða-
langs með miklu jafnaðargeði, héldu kvöld-
fundi til að útskýra rútuferð næsta dags ítar-
lega, svo enginn misskildi nú neitt eða lenti í
erfiðleikum, hömruðu á mikilvægi þess að
fólk héldi nú hópinn svo enginn týndist, fólki
var kennt nákvæmlega hvernig það ætti að
passa sem best uppá alla peningana sína,
hvað það ætti að varast að borða og fleira og
fleira. Fararstjórarnir voru oftast tveir eða
fleiri saman í hópferðunum og vöktu eins og
hirðar yfir hjörð sinni. Þvílíkt öryggi, fólk gat
bara slappað af og notið sín, engar áhyggjur,
allt í lagi.
Þessar sólarlandaferðir hættu að heita
Spánarferðir, ferðaskrifstofurnar tóku að
bjóða upp á ferðir í ríkara mæli til annarra
staða, t.d. á frönsku rívíeruna og til Flórída í
Bandaríkjunum, Portúgal og fleiri landa. En
ennþá var mjög svipaður háttur hafður á.
Hvítklæddi föli íslendingahópurinn bland-
aðist í Keflavík og eyddi, undir öruggri for-
ystu hinna myndarlegu útiteknu ljúfu ís-
lensku fararstjóra, tímanum í Sangria-veisl-
ur og skoðunarferðir. Sólbað á ströndinni.
Fáir létu það hvarfla að sér að reyna ótroðn-
ar slóðir, hvað þá að fara með sína litlu
tungumálakunnáttu á eigin vegum eitt eða
neitt, nema þá ef vera kynni til að heimsækja
ættingja eða vini í útlöndum nær.
Þetta tók svo að breytast ofurlítið þegar
ferðaskrifstofurnar fóru að bjóða upp á „flug
og bfl“. Þá gat fólk flogið til Luxemburgar
eða einhvers Norðurlandanna, þar beið
þeirra bflaleigubfll, sem það keyrði á eftir
korti um Evrópu, réð sínum tíma nokkuð
mikið sjálft. Þá keyrði fólk oft frá norður-
Evrópu og jafnvel suður til Frakklands eða
Ítalíu og gisti á hótelum sem viðkomandi
ferðaskrifstofa hafði pantað fyrir það.
Og viti menn, fólkið sem hélt að það yrði
að búa við mikið öryggi í þessum hræðilegu
stóru útlöndum, og var alveg visst um að það
gæti aldrei bjargað sér á sinni skólaútlensku
aleitt erlendis, það ók nú um eins og heims-
hornaflakkarar og allt gekk eins og í sögu.
Sumir héldu sig nú innan landamæra eins
lands í Evrópu, fengu sinn bfl í Þýskalandi,
óku beint í sumarhúsið í Karlsruhe og bjuggu
þar eins og í sumarbústað á íslandi, versluðu
í hverfabúðinni og keyrðu í Tívolí eða sund-
laug með vatnsrennibraut, og nutu svo góða
veðursins og slöppuðu af. Það var oftast fjöl-
skyldufólkið, með öll börnin með.
Um tíma datt aðsóknin í sólarlandafeðirn-
ar jafnvel nokkuð niður á kostnað „flug og
bfll“ ferðanna, að sögn íslaugar Aðalsteins-
dóttur starfsmanns hjá Ferðamiðstöðinni.
Hún er nú reyndar að aukast aftur, en lítils-
háttar er að draga úr eftirspurn í akstursferð-
ir og leigu á sumarhúsum í Evrópu.
Hvað veldur? Ætla íslendingar nú að skríða
aftur inn í öryggið með stóra hópnum og
brosmildu fararstjórunum á sólarströndum
Spánar og Portúgals?
Nei, það er ekki raunin. Raunin er sú að
íslendingar ætla enn lengra í þróuninni til
aukins sjálfstæðis og nýrra ævintýra. Þeir eru
bara farnir að minna heilmikið á landkönn-
uðina forfeður sína. Þau lönd sem nú eru á
góðri leið með að verða eftirsóknarverðust
hjá íslendingum að ferðast til, og það íslend-
ingum á öllum aldri, meira að segja hjá heilu
fjölskyldunum, eru lönd eins og Thailand,
Astralía, S-Ameríka, og Arizona í Banda-
ríkjunum, svo nokkur dæmi séu nefnd. Og
það sem meira er, fólk vill ferðast um þessi
fjarlægu lönd á eigin vegum meira og minna.
Það ræðir við starfsfólk á ferðaskrifstofunum
og skipuleggur oftast þá leið sem það vill
ferðast í viðkomandi landi, lætur ferðaskrif-
stofuna annast hótelpantanir, en er síðan
yfirleitt á eigin vegum þegar á staðinn er
komið. Engir fararstjórar, nema að sjálf-
sögðu þurfa menn að fara með innlendum
fararstjóra í flóknar og erfiðar Safari-ferðir
og svona erfiðari fjallaklifur, annað væri
ómögulegt.
Dæmið lítur sem sagt þannig út í dag að
62