Þjóðlíf - 01.06.1988, Page 67

Þjóðlíf - 01.06.1988, Page 67
UPPELDISMÁL Öldurót unglings- áranna Það er engan veginn sjálfsagt að skella hurð- um og segja helvítis kelling við mömmu sína þótt maður sé unglingur. Það er hægt að komast í gegnum gelgjuskeiðið án þess að fá geðvonskuköst og standa í illdeilum við for- eldrana. U.þ.b. helmingur unglinga fer í gegnum gelgjuskeiðið að því er virðist án stórra sviptinga. En það logn er bara á yfir- borðinu, því innst inni eru unglingar óörugg- ir og berjast við að koma jafnvægi á mót- sagnakenndar tilfinningar. Tilfinningasveiflur unglingsáranna stafa fyrst og fremst af því það er svo mikið að gerast í senn. Líkaminn er að breytast og nýjar kenndir sækja á. Unglingurinn fer að sjá sig og heiminn í nýju ljósi og finnur sig til þess knúinn að hugsa allt upp á nýtt. Hann er að byrja að skynja stöðu sína í samfélaginu og sjálfan sig sem sjálfstæðan og sérstakan einstakling. Og þegar hann sér sig í þessu nýja samhengi finnst honum sem hann þekki ekki sjálfan sig og þá byrjar leitin. „Hver er ég? Hvernig er ég í raun og veru?“ Kannski erum við öll alltaf að reyna að svara einmitt þessari spurningu og e.t.v. er hún hluti af sjálfri lífsgátunni. En á þessum árum verður hún sérstaklega áleitin og knýjandi. Oft gengur unglingurinn út frá fullyrðingu í þessari leit sinni. „Svona er ég.“ „Þetta sem þið sjáið hérna núna er ég.“ Það sem við sjáum verður þó aldrei nema yfirborð og til þess að hægt sé að ráða í það verður það náttúrlega að vera nokkuð áberandi og túlk- anlegt. Hin svokallaða unglingatíska er að hluta til, til komin vegna samkenndar með öðrum unglingum og að hluta til til að undir- strika eigin sérstöðu. En þessari áleitnu spurningu, hver er ég, verður að sjálfsögðu ekki svarað með ein- hliða yfirlýsingu. Svarsins er ekki bara að leita innra með okkur, heldur liggur það að einhverju leyti í samskiptunum á milli okkar eða í n.k. samkomulagi sem við gerum við „Þessi unglingsár verða að hafa sinn gang...“ (Mynd Marissa Arason) okkur sjálf og aðra. Þess vegna eru opin og heiðarleg samskipti unglingum afar mikil- væg á þessum umbrotatímum í sálinni. En forsenda slíkra samskipta er gagnkvæmt taust. í samskiptum unglinga við foreldra og aðra fullorðna hvílir ábyrgðin á slíku trausti að sjálfsögðu fyrst og fremst á herðum hinna fullorðnu. Öldurót í sálinni Þótt unglingarnir sýnist öruggir með sig og geri ýmislegt til að undirstrika sérstöðu sína er ekki óalgengt að þeir hugsi hver fyrir sig. „Ég er ekki eins og aðrir. Kannski er ég ekki eðlilegur." Slíkum hugsunum fylgir öryggis- leysi. Og að vissu leyti sakna þeir bernskunn- 67

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.