Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 5

Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 5
ATSKÁK — Eru styttri skákir það sem koma skal? Venjuleg kappskák tekur yfirleitt 3-6 tíma og ein- staka skákir verða mun lengri. Nú á tímum hraða og spennu þykir sumum þetta fullmikil ró- legheit og hinn alltumlykjandi miðill sjónvarpið lítur ekki við svo silalegu sporti. Það var með þetta í huga sem sú ákvörðun var tekin hjá Alþjóðlega skáksa- mbandinu, FIDE, að hvetja til út- breiðslu nýs keppnisforms sem á íslensku hefur verið kallað at- skák.... 18-19 K.K. SEGIR SÖGUR Undanfarna mánuði hefur mað- ur sem kallar sig K.K., en það stendur fyrir Kristján Kristjáns- son, verið töluvert áberandi í tónlistarflóru Reykjavíkur. K.K. er blúsari að atvinnu en tónlist- arkennari að mennt. Til að fræð- ast örlítið meira um manninn fór tíðindamaður Þjóðlífs á stúfana og hitti K.K.... 44-45 tölvugagnabönkum fyrir almenning. Um 1500 notendur eru að íslenska gangaflutningsnetinu sem Póstur og sími rekur ............................. 50 NÁTTÚRA/VÍSINDI Standandi vandræði og spanskflugan .. 54 Traust er að hafa tólin tvenn...... 55 Kjötát og krabbamein .............. 55 Megrun dregur úr háum blóðþrýstingi 56 Ný lyf gegn æxlisvexti............. 56 Ferðamáti framtíðar fyrir hjólreiða- menn............................... 56 Magnýl örvar gróður ............... 57 ýmislegt Smáfréttir erlent fólk............. 26 Smáfréttir úr heimi viðskipta ..... 52 Krossgátan ........................ 62 Næsti forsætisráðherra — og baráttan um ímyndina íslensku stjórnmálaflokkarnir eru að breytast. Umhverfi þeirra hefur á fáum árum tekið stakkaskiptum. Þannig skiptir miklu í komandi kosningum að flokkarnir tala í öðru samhengi en fyrir síðustu kosningar. Frá þeim tíma hefur heimurinn breyst; heims- kommúnisminn er úr sögunni, sem m.a. hefur þær afleiðingar að „vinstrið" hefur verið að hugsa upp á nýtt. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn þýðir hrun kommúnismans m.a. að hann á með tímanum erfiðara með að sannfæra kjósendur um að hann þurfi að halda áfram að vera brjóstvörn gegn haettulegri hugmyndafræði, hugmyndafræði sem ekki er til. Samtímis hafa orðið miklar breytingar innanlands sem hafa áhrif á alla flokka; Sambandsveldið —kaupfélagaveldið er hrunið, gerjun meðal frjálslyndra vinstri manna leiddi til uppstokkunar í síðustu borgarstjórnarkosningum. Og landamæri flokkanna eru orðin mun óljósari en áður. Núverandi ríkisstjórn hefur stigið margvísleg spor í frjálsræðisátt á viðskiptasviðinu og ímyndir flokkanna allra hafa breyst mikið. Allir íslensku stjórnmálaflokkarnir hafa aðra „ímynd“ en fyrir síðustu kosningar. Reynd- ar standa þeir allir einnig í „ímyndarkreppu" af einhverjum toga. I stórum dráttum eru íslensku stjórnmálaflokkarnir sammála um meginmarkmið; meiri velsæld þjóðar með góöri reisn, -markaðsþjóðfélag með félagslegu öryggisneti og ríkjandi mannúð og mildi. Þeir deila á hinn bóginn um hraða á vegferðinni og um leiðir. Hins vegar er ekki síður ágreiningur um hraðann og leiðirnar innan flokkanna en á milli þeirra. Þetta á m.a. við um álmálið, nálgunina við Evrópu o.s.frv. Helst að Kvennalistinn standi gegn hugmyndum í þessa veru. Allir eru hins vegar sammála um að feta leiðina af öryggi og gætni. Síðustu árin hefur borið nokkuð á blokkaskiptingu í íslenskum stjórnmálum. Annars vegar fer Framsóknarflokkur með Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi og hins vegar Sjálfstæðisflokkur. Aðrir flokkar svífa þar á milli. Og aðal átökin um fylgi fara fram á milli þessara tveggja fylkinga. Á bakvið eru auðvitaö miklir hagsmunir launafólks og atvinnurekenda og auðsjáanlegur blæbrigðamunur í pólitískum áherslum. Líklegt verður að telja að kosningabaráttan muni fara fram á milli þessara fylkinga. Breytingarnar sem hér var minnst á í upphafi hafa ýtt undir þá þróun að tekist er í auknum mæli á um „ímyndir" stjórnmálaflokka og leiðtoga þeirra. Skoðanakönnunin sem Félagsvísindastofnun Háskóla (slands gerði fyrir Þjóðlíf um forsætisráðherraefni segir einmitt til um styrk ímyndar hinna ýmsu stjórnmálaleiðtoga. Til að stjórnmálamaður nái þeim árangri að fá á sig ímynd þjóðarleiðtoga meðal kjósenda þarf hann að hafa sannað sig með margvíslegum hætti. Hann þarf að ná aldri og reynslu, hafa jafnvel lent í harkalegum mótbyr og áföllum, —og tala þannig að venjulegt fólk skilji, —hann þarf að vera sammannlegur, og afla sér trausts utan eigin flokks sem innan. Meðal stjórnmálamanna sem líklegir eru til að hafa náð þessum árangri fyrr á árum eru ÓlafurThors, Bjarni Benediktsson, Lúðvík Jósepsson, Ólafur Jóhannesson, Gylfi Þ. Gíslason og GunnarThoroddsen. Og meðal stjórnmálamanna sem standa í atinu í dag er Steingrímur Hermannsson einn með þessa stöðu eins og sjá má í skoðana- könnun Þjóðlífs. Hann einn hefur sterka ímynd þjóðarleiðtoga meöal kjósenda. Davið Oddson kemur næstur honum, töluvert fyrir neðan, —en er samt sá eini sem virðist einhvern tíma geta ógnað stöðu Steingríms. Frá þessum sjónarhóli gæti kosningabaráttan sem nú er hafin orðið barátta um ímyndir. í því Ijósi skiptir miklu hver verður formaður Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar virðist einboðið að ímynd ríkisstjórnarflokkanna verði ímynd Steingríms Hermanns- sonar. Óskar Guðmundsson. Útgefandi: Þjóðlíf h.f. Vallarstræti 4, box 1752, 121 Reykjavík, sími 621880. Stjórn: Kristinn Karlsson, Svanur Kristjánsson, Ásgeir Sigurgestsson, Hrannar Björn, Jóhann Antonsson, Margrét S. Björnsdóttir, Hallgrímur Guðmundsson, Guðmundur ólafsson, Halldór Grönvold og Helgi Hjörvar. Framkvæmda- stjóri: Garðar Vilhjálmsson. Ritstjóri Þjóðlífs: Óskar Guðmundsson. Setn o.fl.: María Sigurðardóttir. Próförk.: Sigurlaug Gunnarsdóttir. Fréttaritarar: Einar Heimisson (Freiburg) Guðni Th. Jóhannesson, Guðmundur Jónsson (London), Bjarni Þorsteinsson (Danmörku), Guðrún Helga Sigurðardóttir (Finn- landi), Guðbjörg Linda Rafnsdóttir (Lundi), Jón Ásgeir Sigurðsson (New Haven), Þorfinnur Ómarsson (París). Forsíða,hönnun: Erlingur Páll Ingvarsson. Skrifstofa m.m.: Pétur Björnsson. Bókhald: Jón Jóhannesson. Auglýsingastjóri: Þórir Gunnarsson. Prentvinnsla: Prentstofa G. Benediktssonar Kópa- vogi. Áskriftasími: 621880. Framkvæmdastjóri 623280. Auglýsingasímar: 26450 og 28149. Ritstjóri: 28230. ÞJÓÐLÍF 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.