Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 20

Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 20
TYNDA ÞJOÐIN í STRÍÐUNUM Viðtal við Erlend Haraldsson um sögu Kúrda og sjálfstœðisbaráttu þeirra. 12 milljónir Kúrda eiga sér fáa málsvara á alþjóðavettvangi „Af öllum þeim einræðisherrum sem ríkt hafa í Irak hefur Saddam Hussein leikið Kúrda verst. Uppbyggingu og uppgang hersins í Irak má að nokkru leyti rekja til stöðugra erja við Kúrda.“ Þetta segir Erlendur Haraldsson prófessor í sál- fræði við Háskóla Islands en hann er sá Islendingur sem mest hefur haft kynni af Kúrdum í Austurlöndum nær. Erlendur VILBORG DAVÍÐSDÓTTIR heimsótti Kúrdistan fyrst árið 1962 sem blaðamaður en hann var þá við nám í sálfræði í Þýskalandi. ann hafði komist í kynni við kúr- díska námsmenn í Berlín sem buð- ust til að smygla honum til Kúrdistan þannig að hann gæti fært umheiminum fréttir af voðaverkum íraska hersins gegn Kúrdum. Á þessum tíma ríkti stríðs- ástand í Kúrdistan og stjórnarher íraks reyndi að berja uppreisn Kúrda niður af mikilli hörku. Ritskoðun og öðrum ámóta aðferðum var beitt til þess að hindra að heimurinn vissi hvað væri að gerast og Erlendur var einn örfárra blaðamanna sem tókst að ná tali af uppreisnarmönn- um. Eftir ævintýralegt ferðalag sneri Erl- endur til Vesturlanda aftur og skrifaði bókina „Með uppreisnarmönnum í Kúrd- istan“ auk fjölda greina í íslensk og erlend blöð. Bókin kom seinna út á þýsku í end- urskoðaðri útgáfu. Erlendur fór aftur til Kúrdistan um Bagdad árið 1964 og dvaldi þar í nokkrar vikur. Það ár komu Kúrdar á fót sjálf- st jórn og þjóðþingi og lýstu yfir sjálfstæði í íraska hluta Kúrdistan. Erlendur komst aftur í hann krappan og var handtekinn í íran af hinni illræmdu leyniþjónustu ír- anskeisara, Savak. Hann slapp þó með skrekkinn. Árið 1966 fór hann í þriðja sinnið til Austurlanda en komst aldrei yfir landamærin milli íran og íraks en náði þó sambandi við leiðtoga uppreisnarmanna. Til skýringar er rétt að geta þess fyrir þá sem ekki eru kunnugir sögu Kúrda að Kúrdistan nær yfir hluta af írak, íran, Tyrklandi, Sýrlandi og að litlu leyti yfir til Sovétríkjanna. Kúrdar, sem talið er að séu a.m.k. 12 milljónir, tala eigið mál sem er indó-germanskt en arabíska er semetískt mál. Menning þeirra er að ýmsu leyti frá- brugðin menningu nágranna þeirra. Sem dæmi má nefna að kúgun kvenna í þeim mæli sem þekkist í Austurlöndum við- gengst ekki meðal Kúrda. Þeim hefur um langan aldur verið meinað að stofna eigin skóla eða nokkrar aðrar stofnanir og gildir það jafnt um Kúrda í Irak, Iran eða Tyrk- landi. Kúrdísk börn í Tyrklandi verða t.d. Erlendur Haraldsson ásamt leiðtoga Kúrda, Mulla Mustafa Barzani, íKúrdistan árið 1964. 20 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.