Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 48

Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 48
BÖRN/SKÓLAMÁL tagi þjónar ekki sem skyldi hagsmunum skjólstæðinganna og oft getur slíkt fyrir- komulag gert alla stöðu erfiðari, sérstak- lega ef skilaboð fagfólks eru misvísandi. (Hitt er svo annað að hugsanlega þjónar kerfi af þessu tagi hagsmunum einstakra faghópa eða stétta, þó ekki sé farið nánar út í það hér). Það var við þær aðstæður, sem að fram- an er lýst, sem hópur einstaklinga innan skóla-, heilbrigðis- og félagsmála hittust til að ræða mál skjólstæðinga, sem þeir höfðu allir verið að vinna með hver í sínu horni og orðið lítið ágengt. Markvisst samstarf og umræður hófust milli aðila sem fljótlega skilaði betri árangri. Smám saman óx sú hugmynd og dafnaði að nauð- synlegt væri að stofna samtök til að efla og standa vörð um heill barna og mannrétt- indi. Slík samtök ættu að hafa mótandi áhrif á heildarþróun í samfélaginu börn- unum til góða. ó svo að undanfari stofnunar Barna- heilla sé með þeim hætti sem að und- an er lýst, þá er sú þjóðfélagsþróun er hér hefur átt sér stað undanfarna áratugi, við- brögð stjórnvalda og skortur á markvissari ráðstöfunum til að efla uppvaxtar- og upp- eldisskilyrði barna, höfuðástæðan fyrir stofnun Barnaheilla. Á undanförnum misserum hafa allmargir þeirra sem vinna að málefnum barna varað við því, að hin öra samfélagsþróun undanfarna áratugi hafi ekki verið öllum börnum hagstæð. Launaþróun þar sem láglaunahópar eiga æ erfiðara uppdráttar, langur vinnu- dagur fjölmargra foreldra, erfiðleikar við að koma sér þaki yfir höfuðið, stóraukin streita og tíðir hjónaskilnaðir, hafa valdið því að hópur barna hefur að nokkru leyti farið á mis við grundvallarþarfir, eins og nauðsynlega umhyggju, ástúð og öryggi. Samskipti við fullorðna eru minni en æskilegt getur talist. Enda segir Baldur Kristjánsson, sálfræðingur, m.a. í erindi er hann hélt á málþingi Barnaheilla í fyrra- vor: „Ef marka má Basun — rannsóknina er ljóst að íslensk börn njóta almennt minni leiðsagnar og verndar fullorðinna en tíðkast annars staðar á Norðurlöndun- um. Hér virðast við lýði óvenju sterkar væntingar til barna, strax frá unga aldri, um að standa á eigin fótum og bjarga sér sjálf.“ (Baldur Kristjánsson í Barnaheill 1990). Innri vanlíðan, öryggisleysi og van- máttur barna virðist í mörgum tilvikum vera fylgifiskur vaxtaþrælkunar og lífs- gæðakapphlaups foreldra í íslensku vel- ferðarsamfélagi. Vissulega tekst fjölmörgum fjölskyld- um að vinna vel úr þessum aðstæðum. Fjölskyldur sem hafa innri styrk tekst að skapa hlýlegt andrúmsloft og örugg upp- vaxtarskilyrði fyrir börn sín, þrátt fyrir langan vinnudag og fjárhagserfiðleika af ýmsu tagi. Þó svo að þessi hópur sé fjöl- mennur, sem betur fer, er hinn fjöl- skylduhópurinn þó alltof stór sem kiknar undan erfiðleikunum, getur ekki unnið úr þeim án verulegrar aðstoðar. Innri styrkur þeirra fer þverrandi, streita og álag vex og uppeldisskilyrði barnanna verða æ erfið- ari. Tilfinningalíf barnanna mótast af þeirri spennu sem er innan fjölskyldunnar og öryggisleysið mótar sjálfsmynd þeirra. Það er því augljóst að nauðsynlegt er að styrkja velferðarkerfið sérstaklega með börn í huga sem búa við erfið uppeldis- skilyrði, þar sem fjölskyldan er veik fyrir og á í erfiðleikum með hlutverk sitt. Barnaheill vill með starfi sínu leggja sitt af mörkum til þess að þrýsta á stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, svo að þau með Borgarnesi Smíðum flekahurðir úr lituðu klæðningarstáli eða trefjaplasti fyrir Verksmiðjur Verkstæði Vörugeymslur Bifreiðageymslur o.fl. með eða án glugga Öryggi — þægindi ótrúleg ending og ekki spillir útlitið. íslensk framleiðsla sem stenst samkeppni Stíll aðutan seminnan. Allar frekari upplýsingar fást BIFREIÐA- & TRÉSMIÐJA BORGARNES BORGARNESI — SÍMI 93-71975 48 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.