Þjóðlíf - 01.02.1991, Síða 48

Þjóðlíf - 01.02.1991, Síða 48
BÖRN/SKÓLAMÁL tagi þjónar ekki sem skyldi hagsmunum skjólstæðinganna og oft getur slíkt fyrir- komulag gert alla stöðu erfiðari, sérstak- lega ef skilaboð fagfólks eru misvísandi. (Hitt er svo annað að hugsanlega þjónar kerfi af þessu tagi hagsmunum einstakra faghópa eða stétta, þó ekki sé farið nánar út í það hér). Það var við þær aðstæður, sem að fram- an er lýst, sem hópur einstaklinga innan skóla-, heilbrigðis- og félagsmála hittust til að ræða mál skjólstæðinga, sem þeir höfðu allir verið að vinna með hver í sínu horni og orðið lítið ágengt. Markvisst samstarf og umræður hófust milli aðila sem fljótlega skilaði betri árangri. Smám saman óx sú hugmynd og dafnaði að nauð- synlegt væri að stofna samtök til að efla og standa vörð um heill barna og mannrétt- indi. Slík samtök ættu að hafa mótandi áhrif á heildarþróun í samfélaginu börn- unum til góða. ó svo að undanfari stofnunar Barna- heilla sé með þeim hætti sem að und- an er lýst, þá er sú þjóðfélagsþróun er hér hefur átt sér stað undanfarna áratugi, við- brögð stjórnvalda og skortur á markvissari ráðstöfunum til að efla uppvaxtar- og upp- eldisskilyrði barna, höfuðástæðan fyrir stofnun Barnaheilla. Á undanförnum misserum hafa allmargir þeirra sem vinna að málefnum barna varað við því, að hin öra samfélagsþróun undanfarna áratugi hafi ekki verið öllum börnum hagstæð. Launaþróun þar sem láglaunahópar eiga æ erfiðara uppdráttar, langur vinnu- dagur fjölmargra foreldra, erfiðleikar við að koma sér þaki yfir höfuðið, stóraukin streita og tíðir hjónaskilnaðir, hafa valdið því að hópur barna hefur að nokkru leyti farið á mis við grundvallarþarfir, eins og nauðsynlega umhyggju, ástúð og öryggi. Samskipti við fullorðna eru minni en æskilegt getur talist. Enda segir Baldur Kristjánsson, sálfræðingur, m.a. í erindi er hann hélt á málþingi Barnaheilla í fyrra- vor: „Ef marka má Basun — rannsóknina er ljóst að íslensk börn njóta almennt minni leiðsagnar og verndar fullorðinna en tíðkast annars staðar á Norðurlöndun- um. Hér virðast við lýði óvenju sterkar væntingar til barna, strax frá unga aldri, um að standa á eigin fótum og bjarga sér sjálf.“ (Baldur Kristjánsson í Barnaheill 1990). Innri vanlíðan, öryggisleysi og van- máttur barna virðist í mörgum tilvikum vera fylgifiskur vaxtaþrælkunar og lífs- gæðakapphlaups foreldra í íslensku vel- ferðarsamfélagi. Vissulega tekst fjölmörgum fjölskyld- um að vinna vel úr þessum aðstæðum. Fjölskyldur sem hafa innri styrk tekst að skapa hlýlegt andrúmsloft og örugg upp- vaxtarskilyrði fyrir börn sín, þrátt fyrir langan vinnudag og fjárhagserfiðleika af ýmsu tagi. Þó svo að þessi hópur sé fjöl- mennur, sem betur fer, er hinn fjöl- skylduhópurinn þó alltof stór sem kiknar undan erfiðleikunum, getur ekki unnið úr þeim án verulegrar aðstoðar. Innri styrkur þeirra fer þverrandi, streita og álag vex og uppeldisskilyrði barnanna verða æ erfið- ari. Tilfinningalíf barnanna mótast af þeirri spennu sem er innan fjölskyldunnar og öryggisleysið mótar sjálfsmynd þeirra. Það er því augljóst að nauðsynlegt er að styrkja velferðarkerfið sérstaklega með börn í huga sem búa við erfið uppeldis- skilyrði, þar sem fjölskyldan er veik fyrir og á í erfiðleikum með hlutverk sitt. Barnaheill vill með starfi sínu leggja sitt af mörkum til þess að þrýsta á stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, svo að þau með Borgarnesi Smíðum flekahurðir úr lituðu klæðningarstáli eða trefjaplasti fyrir Verksmiðjur Verkstæði Vörugeymslur Bifreiðageymslur o.fl. með eða án glugga Öryggi — þægindi ótrúleg ending og ekki spillir útlitið. íslensk framleiðsla sem stenst samkeppni Stíll aðutan seminnan. Allar frekari upplýsingar fást BIFREIÐA- & TRÉSMIÐJA BORGARNES BORGARNESI — SÍMI 93-71975 48 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.