Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 22

Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 22
ERLENT ENGIN LAUSN SÉ TIL" Saddam Hussein stríðsmarskálkur Iraka í til- beiðslu. Sendiherra Breta í írak: „Saddam Hussein er harðstjóri sem svífst einskis, en innrásin kom mér samt á óvart. Eg get ekki sagt að varanleg lausn sé í sjónmáli GUÐNI THORLACIUS JÓHANNESSON Sir Harold Walker, sendiherra Breta í ír- ak, er öllum hnútum kunnugur í Austur- löndum nær. Hooky Walker, eins og vinir hans kalla hann, dvelst nú í Lundúnum, þar sem tíðindamaður Þjóðlífs fylgdist með fyrirlestri hans: „Ég held að enginn mæli því mót að írakar búa við eina verstu harðstjórn í sögunni. Einræðið er algert, Saddam ræður öllu. Baath-flokkurinn er ekkert nema verkfæri í höndum hans, herinn hefur engin áhrif og refsilöggjöfin er með eindæmum grimmúðug. Það er ekki ein leynilögregla í landinu, eins og gengur og gerist, heldur nokkrar slíkar stofnanir, sem keppa hver við aðra. Fjölmiðlar dreifa eintómum áróðri.“ „Þetta hefur gert það að verkum að íra- kar þora ekki einu sinni að tala hispurs- laust heima hjá sér, af ótta við að börn þeirra heyri og glopri einhverju út úr sér í skólanum. Ég kom til Bagdad frá Eþíópíu og þótt stjórnmálaástandið sé slæmt þar er það paradís líkast í samanburði við ógnar- stjórn Saddams Husseins." „Það getur verið að á bak við tjöldin séu einhverjir sem reyna að hafa áhrif á Sadd- am. Sjálfur held ég að kannski tveir til þrír af hans nánustu ættingjum hafi nægan kjark til þess. Ég ætla ekki að gefa í skyn að ég skilji manninn, en ég held ég geti fullyrt að hann er ekki klikkaður (,,crazy“). Hann er slyngur, grimmur og á írakskonungi. Baathflokkurinn komst yfir félagaskrá flokks hans og nóttina sem valdaránið var framið var gengið í hús og allir sem voru á skránni myrtir á heimilum sínum. Lík Abdul Karim Kassim var síð- an sýnt sundurskotið í sjónvarpi. Mér sýnist í dag að mörg vandamál í Austurlöndum séu óleyst, ekki bara mál- efni Palestínumanna heldur einnig Kúrda sem eru reyndar mun fjölmennari þjóð. Palestínumenn hafa notið stuðnings Ar- aba en engir hafa stutt Kúrda í réttinda- baráttu þeirra. Meðferð ísraela á Palestínumönnum er hreinn barnaleikur miðað við meðferð yfirvalda í Bagdad á Kúrdum. Möguleikar Kúrda nú eru í samræmi við máttinn. Saddam Hussein hefur gengið milli bols og höfuðs á þeim og hernaðarmátturinn er enginn. Viljinn er hins vegar enn fyrir hendi og það mikill. Ef að því kemur að menn fá að fáta skoðan- ir sínar í ljós á lýðræðislegan hátt er enginn vafi á því að Kúrdar vilja fá sjálfstæði. Ég tel að fylgi Saddam Husseins í írak sé að miklu leyti hræðslufylgi. Fólkið þor- ir ekki að andmæla af ótta við gerræðið. Ritskoðun er mikil og persónudýrkunin geypileg. írakar eru því fyrirbæri ekki ókunnir og ég minnist þess að þegar Kass- im var við völd voru myndir af honum á öllum mögulegum og ómögulegum stöð- um. Hussein stjórnar eins og forverar hans í skjóli hersins en af meiri grimmd en nokkur þeirra. Kúrdar binda eðlilega miklar vonir við að honum verði steypt af stóli og þeir fái að njóta meiri réttinda, að minnsta kosti í Irak. Vandamálið er hins vegar að bæði íranir og Tyrkir eru því mótfallnir og óttast keðjuverkandi áhrif yfir landamærin.“ 0 Kúrdar, sem flúðu stríðið í írak, í tjaldbúðum í Tyrklandi nú nýverið. 22 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.