Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 56

Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 56
Ferðamáti framtiðar? Allir hjólreiðamenn vita hversu erfitt það er oft að berjast móti veðrum og vindi. Nú hefur Svíi að nafni Lenn- art Hoglund í Linköping sótt um einkaleyfi á uppfinningu sem ætti að auðvelda hjól- reiðamönnum lífið til mikilla muna. Lennart leggur til að með- fram götum verði lagðar hjól- reiðabrautir og yfir þeim verði nokkurs konar tvöfaldar píp- ur. Einstefna verður í hvorum helmingi. Pípunum er ætlað að vernda pípfarendur fyrir veðri og raufar í veggjum pípanna hleypa inn vindi sem stendur þvert á þær. Svo hugvitssam- lega eru raufarnar skornar að eftir pípunum verður nokkur gola sem blæs í bak hjólreiða- mönnunum og reiðir þeim för. Ný lyf gegn æxlisvexti Rannsóknir á tiltekinni teg- und könnusvepps (Aspergill- us fumigatus fresnius) hefur leitt fram hóp nýrra efna- sambanda sem ef til vill eru upphaf að nýju sviði krabba- meinslyfja. Efnin nefnast fúmigillín og þau búa yfir þeim eiginleika að hindra nýmyndun æða en slík nýmyndun er forsenda þess að hörð æxli fái vaxið og dafnað. Efnin uppgötvuðust líkt og oft áður í lyfjaiðnaði fyrir hreina tilviljun er sveppurinn meng- aði rækt þar sem þekjufrum- Yitaskuldir í spendýrum slær hjartað um 1,5 milljarð sinnum á lífsleið- inni. Það felur í sér að hjarta músarinnar slær margfalt hraðar en í fíl. ★ í fuglum eru augun föst í tóttum sínum. Þeir geta því einungis breytt sjónstefnu sinni með því að snúa höfð- inu. Uglur geta snúið höfð- inu þrjá fjórðu úr hring. ★ Þegar mest reynir á hugar- starf þarf heilavefur jafn- mikla orku og vöðvar við mesta álag. Gildasta taug líkamans er settaugin sem gengur út frá neðri hluta mænu. Taugin er ámóta gild og blýantur. ★ Lengsta fruma líkamans er taugafruma sem nær frá mænu til táar. Hún er um metri á lengd. ★ Heilinn þrefaldast að um- fangi frá fæðingu til fullorð- insára en hann rýrnar síðan um það bil sem nemur 30 grömmum á skeiðinu til hálf- sjötugs. um úr manni var ætlað að vaxa. Rannsóknir á músum sýndu hins vegar að fúmigillín olli miklu þyngdartapi músa sem fengu efnið í tilraunaskyni. Því næst voru búin til ýmis af- brigði efnisins og við rann- sóknir reyndist eitt þeirra, nefnt O-fúmagilló (eða AGM — 1470), fímmtíu sinnum virkara en fúmagillín. Það reyndist stöðva ýmiss konar æxlisvöxt í músum, meðal annars vissa tegundir lungna- krabba og sortuæxla. Til- raunamýsnar héldu holdum og sýndu fá eða engin merki aukaverkana er oft fylgja slíkri lyfjagjöf. Efnið reyndist stöðva ýmiss kon- ar æxlisvöxt ímúsum; m.a. vissar tcgundir lungnakrabba og sortu- æxla. Megrun dregur úr háþrýstingi Það getur reynst jafnáhrifaríkt gegn of háum blóðþrýstingi að léttast um fimm kíló og að taka lyf gegn kvillanum. Þetta á einkum við um þá sem eru ekki hátt yfir hættumörkum. Rannsókn var gerð á þessu og tóku þátt í henni um 800 manns sem voru 10 til 60 af hundraði yfir kjörþyngd sinni. Þeir sem léttust um fimm kíló hlutu það í verðlaun að þrýstingur þeirra lækkaði um 12,4 einingar (mm kvikasilf- urs), án lyfjagjafar. Þeir sem voru jafnframt á lyfjum og grenntust jafnmikið náðu enn betri árangri. Hjá þeim lækk- aði blóðþrýstingurinn um 18,6 einingar. 56 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.