Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 11

Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 11
Hefur ímynd hins farsæla þjóðarleiðtoga sem beitir valdi sínu afhógværð og reisn, innávið sem útávið. Hér á tali við Gorbatsjof Sovétleiðtoga. urinn hefur lagt mikið upp úr því að vera brjóstvörn Islendinga gegn heimskomm- únismanum. Hann hélt við kalda stríðinu á Islandi og þétti borgaralega samfylkingu gegn óvininum. Nú þegar fjandinn er far- inn, eða því sem næst, þá á flokkurinn erfiðara með að fóta sig. Sameinast gegn hverjum? Sjálfstæðisflokkurinn hefur því reynt að endurvekja tilfinningu kalda stríðsins að undanförnu eins og t.d. í Litháenmál- inu. En hann er ekki líklegur til að njóta góðs af slíkri pólitík. Þegar t.d. Þorsteinn Pálsson lýsti þeirri skoðun sinni í frétta- tíma að Gorbatsjof væri „blóðhundur" tók fólk að óttast um ábyrgðarkennd flokksins. Gæti forsætisráðherraefni látið slík orð sér um munn fara um leiðtoga annars ríkis að ókönnuðu máli? að er ljóst að viðburðir erlendis á síð- ustu fjórum árum segja mikið til sín á Islandi. En einnig hér á landi hefur margt breyst í pólitíkinni frá síðustu þingkosn- ingum, sem hafa mun áhrif á komandi kosningar. Á liðnu kjörtímabili gerði frjálslyndi armur Alþýðubandalagsins til- raun til að skipuleggja sig með stofnun Birtingar. Um svipað leyti hófust tilraunir til að sameina jafnaðarmenn í einum flokki, og gáfu formenn Alþýðuflokks og Alþýðubandalagsins tóninn með funda- herferð um land allt; „á rauðu ljósi“. I samræmi við þessa þróun freistuðu menn þess að ná saman jafnaðarmönnum og frjálslyndum í sameiginlegt framboð í Reykjavík, þannig að Sjálfstæðisflokkur- inn fengi verðugan keppinaut. Flokks- maskínur Framsóknarflokks, Kvenna- lista og þrengsta hluta Alþýðubandalag- sins í Reykjavík tregðuðust við en fólk úr Birtingu, Borgaraflokki og víðar að gengu til samstarfs með Alþýðuflokki og mynd- uðu Nýjan vettvang. Nýr vettvangur varð stærsta stjórnarandstöðuaflið í borgar- stjórnarkosningunum og leysti þar með af hólmi Alþýðubandalagið sem hafði verið í þeirri stöðu í hálfa öld. Þar með hófst ferli sem ekki sést fyrir endann á. Götuvígin milli flokka hrundu hvert af öðru og mörkin milli þeirra urðu óljósari. Þannig er t.d. um Birtingu sem er enn aðildarfé- lag að Alþýðubandalaginu, en margir í fé- laginu eru í Alþýðuflokknum eða óflokks- bundnir. Vonir stóðu til þess meðal þeirra sem vildu sameina jafnaðarmenn að tækist að sameina Alþýðuflokk og Alþýðubandalag og stofna nýjan stóran flokk. En smám saman voru allir slagbrandar settir fyrir sameiningargættir í Alþýðubandalaginu. Alþýðuflokkurinn gekk á lagið, enda áhorfsmál hvort hann hafi sjálfur viljað sameiningu, og gerði sig til fyrir stækkun; breytti m.a. nafni sínu með því að bæta heitinu „Jafnaðarmannaflokkur íslands" við hið forna heiti Alþýðuflokksins. Og tók fagnandi við nýjum félögum. Glæsi- legt kjör Birtingarfélagans Össurar Skarphéðinssonar í opnu prófkjöri hjá Alþýðuflokknum í þriðja sætið í Reykja- vík undirstrikar þessa gerjun. Hins vegar virðist talsmönnum flokksins ekki alltaf vera ljóst, að þeir þurfi einnig að höfða til vinstri frjálslyndra og er ekki gefin sú Tafla 4. „Hvaða íslenskur stjórnmálaleiðtogi vildir þú helst að yrði forsætisráðherra eftir næstu alþingiskosningar?“ Búseta svarenda R.vík R.nes Landsb. Davíð Oddsson 39.7 39.7 19.2 Jón Baldvin H. 2.9 4.5 4.7 Ólafur Ragnar G. 1.9 3.2 3.1 Steingrímur H. 32.1 36.5 49.8 Þorsteinn Pálsson 11.0 12.2 9.8 Aðrir 12.4 3.9 13.4 Fjöldi 209 156 255 620 Alls 33.7% 25.2% 41.1% 100.0% ÞJÓÐLÍF 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.