Þjóðlíf - 01.06.1991, Blaðsíða 11

Þjóðlíf - 01.06.1991, Blaðsíða 11
ina. Ættarmótin eru gjarnan mót afkom- enda fólks sem fætt er á s.hl. 19.aldar og ætt komin út frá hjónum sem áttu sín börn um aldamótin 1900 getur verið orðin geysilega stór og þekkst lítið innbyrðis. Ættarmótin núna gæti ég trúað að kæmu í stað héraða og átthagamótanna sem áður voru þar sem fólk innan héraðanna hittist. Slík mót hafa að mestu lagst af núna en allir hafa ákveðna þörf fyrir að tilheyra einhverjum hópi, hvort sem það er hérað, ætt eða fjölskylda.“ Þá hefur þeirri kenningu verið varpað fram að ættarmótin og fjölskyldurækt allra síðustu ára sé að ýmsu leyti andsvar við útþynntu alþjóðlegu efni sem almenn- ingur neyti t.d. í gegnum sjónvarp. Og þetta fyrirbæri sé einnig andsvar við efnis- hyggju og „egóisma" svonefndrar uppa- kynslóðar sem ekkert sjái og skilji nema peninga og eigin velgengni en skeyti hvorki um eðli mála, anda né velferð heildarinnar, þ.e. þjóðar, fjölskyldu eða ættar. Þeir sem sækja ættarmót eru a.m.k. yfirleitt mjög ánægðir og sjá margvíslega kosti við þau. Margrét Þorkelsdóttir, húsmóðir í Garðabæ segir að sér finnist ættarmót bráðnauðsynleg.,, Ég fór á ætt- armót vestur í Dalasýslu að Laugum í fyrra ásamt fjölskyldu minni. Það var föð- urætt mín, niðjar Kristjáns Þórðarsonar og Sigurbjargar Jónsdóttur og um 300 manns sem mættu. Auk þess var gefin út bók um alla niðjana í tengslum við mótið. Mér fannst mjög gaman, gaman að hitta allt þetta fólk sem maður hefur sjaldan eða aldrei séð. Þetta er líka nauðsynlegt fyrir krakkana til að halda tengslum þegar við sem eldri erum erum farin. Nú er orðið svo algengt að fólk nenni ekkert að heim- sækja hvert annað. Þarna var dansað, sungið og það voru haldnar ræður. Það þarf gífurlegan undirbúning fyrir svona mót til að ná þessu öllu saman. En það er þess virði og ég vona bara að það verði drifið í því í móðurættinni minni líka að halda svona mót.“ Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur á Suðureyri við Súgandafjörð: „Ég hef farið á svona minni háttar ættarmót þar sem börn afa míns og ömmu hafa hist. Þar hefur ævinlega vantað einn aldurshóp, frá 15,16 ára aldri og aðeins yflr tvítugt, krakka sem ekki eru lengur fastir fylgi- fiskar pabba og mömmu en heldur ekki búin að stofna fjölskyldu. Svo er eins og þau skili sér þegar þau eru sjálf komin með börn. í haust fer ég á ættarmót í ætt mannsins míns. Ætt hans á sér langa sögu við Djúp. Því hef ég alltaf öfundað hann af, þessari ákveðnu hillu í lífinu að vera Bolvíkingur. Sjálf er ég alin upp á Sel- tjarnarnesi en þær rætur eru ólíkt grynnri en rætur innfæddra Bolvíkinga. Ég held að minningin og ræturnar séu íslending- um mikils virði, sennilega meira en öðrum þjóðum.“ Oddný Björgvinsdóttir, blaðamaður er nýbúin að vera á ættarmóti í ætt mannsins síns. Hún segir að það sé gífurlegur vandi að skipuleggja svona mót þar sem mikill fjöldi fólks kemur saman sem hefur aldrei sést áður og er á öllum aldri. „En þetta er mjög skemmtilegt, t.d. það að sjá sömu ættareinkennin hjá fólkinu þótt að það hafi kannski aldrei haft neinn samgang og þekkist ekki neitt. Ég verð að segja að mér finnst ég þekkja manninn minn betur eftir þetta og held líka að hann þekki sjálfan sig betur. Mér fmnst þetta mjög nauðsynlegt nú á tímum þegar fólk er úti um allt og tengslin miklu lausari en áður var. Þessi mót gefa fólki tækifæri til að finna hvert annað.“ Aíkomendur Bjarna Sæmundssonar og Steinunnar Sveinsdóttur ásamt mökum. ÞJÓÐLÍF 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.