Þjóðlíf - 01.06.1991, Blaðsíða 52

Þjóðlíf - 01.06.1991, Blaðsíða 52
VIÐSKIPTI Vilja helminga lánin Svo virðist sem ný skriða hafi runnið af stað í kjölfar þeirrar ákvörðunar ríkustu þjóða heims í Parísarklúbbnum að fella niður helming skulda Póllands og Egyptalands. Nú krefjast önnur þróunarríki hvert af öðru sams konar meðhöndlunar; Indverjar sem skulda um 4500 millj- arða króna vilja t.d. að helm- ingnum af afborgunum og vaxtabyrði verði sleppt. Og nú hafa Suður Ameríkuríkin einnig kvatt sér hljóðs; Ar- gentínumenn sem skulda um 3500 milljarða riðu fyrstir á vaðið. Ríku þjóðirnareigaerf- itt með að vísa þessum kröf- um á bug en Þjóðverjar vör- uðu kollega sína við þegar samþykkt var að strika út ríf- lega 1000 milljarða af skuld- um Pólverja... Werdin-verslun í Hamborg. Meiri hagnaður í fataverslun llmefna og sælgætisfram- leiðslufyrirtækið Douglas í Þýskalandi hefur notað hagnað sinn að undan- förnu til að fjárfesta í fata- verslunum. Douglas keypti upp 42 verslanir með 4.2 milljarða kr. veltu af Werd- inverslanakeðjunni. Og dæmið litur þannig út núna að Douglas veltir um 17 milljörðum kr. í fatabrans- anum sem er um 16% af heildinni í þeirri grein. Árið 1985 lét forstjóri Douglas hafa eftir sér að fataversl- un væri of áhættusöm fyrir hans fyrirtæki en ári síðar keypti fyrirtækið fjórar stór- ar tískuverslanir í Rínlandi. Og nú er svo komið að fataverslunin færir Douglaskeðjunni meiri hagnað en aðrar greinar sem keðjan hefur starfað í (Spiegel/óg) Skemmt iðjuver í Iran. i ** íranir kaupa frá Vesturlöndum Eins og vænta mátti hefur ír- an gjörbreytt um stefnu í efnahagsmálum. Nú er aftur farið að óska eftir fjárfesting- um erlendra aðila í landinu. Á næstu fjórum árum hyggst stjórnin veita um 100 milljörð- um dollara til að reisa við landsvæði og byggingar eftir afleiðingar stríðsins við írak. ítölsk stórfyrirtæki hafa þegar tekið að sér verkefni með fimm milljóna dollara samn- ingum og Renault verksmiðj- urnar hyggjast framleiða bif- reiðar í íran. Og þýsk fyrirtæki missa heldur ekki spón úr sín- um aski; Siemens og SEL hafa fengið samninga um símlagningu og kerfi, Krupp á að reisa risastórt olíuiðjuver en Þjóðverjareru stærstavið- skiptaþjóð írana á Vestur- löndum. í fyrra jókst innflutn- ingurfrá Þýskalandi um 66%. Og talið er víst að sambandið milli þessara þjóða eigi enn eftir að aukast í kjölfar vænt- anlegrar heimsóknar Kohls kanslara til íran... (Spiegel/óg) Olía í Kína Samkvæmt nýlegum rann- sóknum er hugsanlegt að nýfundnar olíuæðar í norð- vesturhluta Xinjiang héraðs séu álíka gjöfular og olíulind- irnar í Austurlöndum nær og gætu um miðja næstu öld full- nægt orkuþörf Kínverja. Hins vegar munu leiðslur frá olíu- svæðunum kosta milljarða- tugi. Olíulindirnar eru á mjög afskekktum svæðum í Tak- lawakaneyðimörkinni og talið mjög erfitt að tengja þangað. Fljótlega á að leggja veg um hluta þessa svæðis eða 300 km. spotta. Áætlað er að hver km. kosti um 23 milljónir króna... (Spiegel/óg) 1000 km SOWJETUNION ' *»* ===== • =» , MONGOLEi V Taklamakan eyðimörkin í Kína. 52 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.