Þjóðlíf - 01.06.1991, Side 38

Þjóðlíf - 01.06.1991, Side 38
MENNING Guðný Elísdóttir eiginkona listamannsins árið 1923. 1980). Honum kynntist Finnur og til stóð að hann gerðist nemandi hans en vegna kröfu um að útlendingar við skólann greiddu fyrir sig í gullmörkum varð hann frá að hverfa. Hins vegar fékk hann inni í öðrum skóla sem Emil Thoroddsen vísaði honum á, það var vinsæll skóli sem hét Der Weg eða Vegurinn. Dvöl Finns í Þýskalandi varð alls fjögur ár, 1921-25 en hugur hans stóð alltaf til að komast inn hjá framúrstefnuhópnum Der Sturm í Berlín. Sýningarsalur þeirra var miðstöð framúrstefnulista í Þýskalandi fram undir 1930 og tímarit sem gefið var út á vegum hóps- ins kom á framfæri verkum manna eins og Kandinskí, Klee, Kokoschka og fleiri. Árið 1925 fór Finnur til Berlín og tókst að hitta að máli mann er mikil áhrif hafði meðal framúrstefnumanna. Sá var pró- fessor og hét Herwarth Walden en fyrir atbeina hans fékk Finnur átta af myndum sínum teknar inn á sýningu í Sturm saln- um vorið 1925. í gegnum Walden hitti Finnur einnig Wassilí Kandinskí. Eftir þetta hélt Finnur til íslands. Um veturinn hélt hann sýningu í Pósthús- stræti á verkum í sama anda og hann hafði fengist við í Dresden, afstrakt-expressjón- ískum verkum. Þessi sýning markaði þáttaskil í íslenskri myndlistarsögu því hún var fyrsta opinbera sýningin hér á landi á óhlutbundinni myndlist. En þetta sáðkorn féll í ófrjóan jarðveg. Sýningin varð mjög umdeild, ekkert framúrstefnuverkanna seldist. Deilur urðu og blaðaskrif en myndverk Finns áttu t.d.lítt upp á pallborðið hjá Morgun- blaðinu. Þar segir í listdómi 29.nóvember, 1925: „Það er í sjálfu sér engin „konst“ að mála myndir sem eru einfaldar í upp- drætti, sterkar í litum og stórgerðar í áferð. En hitt er erfiðara, að mála myndir , þar sem litir og form er lifandi, myndirnar þrungnar af persónuleik og sál lista- mannsins, og um leið sje sköpuð heild í litum, línum og formi. En hvað um mynd- ir Finns, þegar lagður er á þau þessi mæli- kvarði? Myndir hans eru yfirleitt þyrk- ingslegar, í þeim er lítill innileikablær. Litir hans eða litasamstilling oftast nær gífurlega óþýð. Jafnvægi reikult.“ Það er Finnur árið 1925. Heimkominn vann Finnur fyrir sér með gullsmíði til að byrja með auk þess sem hann hélt áfram starfí sínu við málaralist. Hann aðlagaði viðfangsefni sín tíðarandanum hér heima, hætti við fram- úrstefnu, hóf að mála expressjónískar myndir úr þjóðlífmu og náði góðum ár- angri á því sviði. Til listaverkanna af Sturm sýningunni spurðist ekkert í ára- tugi. En vorið 1970 var efnt til sýningar á vegum Evrópuráðsins á framúrstefnulist frá 1925. Sýningin var haldin í Strassborg, Finnur átti þar tvær myndir og var kynnt- ur ásamt frumherjum á borð við Paul Klee og Kandinskí. Hann var tæplega 78 ára að aldri þegar hann öðlaðist þessa síð- Finnur níræður. ljóst að skoðanir Morgunblaðsins og þeirra Sturm manna í Berlín fara ekki saman hvað varðar listsköpun Finns. Hins vegar átti Finnur einnig ýmsa for- mælendur hér heima, t.d. Emil Thorodd- sen sem áður er nefndur og Ásgeir Bjarn- þórsson sem skrifar í Alþýðublaðið 12. desember, 1925 um ummæli Morgun- blaðsins (það var ritstjórinn Valtýr Stef- ánsson sem átti þau): „Enn segir V.St.:„En hjá Finni eru „compositionirn- ar ekki betur „componeraðar“ en aðrar myndir hans.“ Þetta er óneitanlega bros- leg setning. Hún gefur í skyn, að allar myndirnar séu jafnilla „componeraðar“. Slíkt er i meira lagi ósennilegt, þegar um margar myndir er að ræða. Og fróðlegt þætti mér að heyra, hvaða galla í „compos- ition“ eða jafnvægi V.St. finnur í mynd- unum „Blóm“ nr.l, „Við kaffiborð“ nr.13 og „Composition“ nr.32. Þessar myndir eru að mínu áliti ósvikin listaverk." búnu viðurkenningu sem framúrstefnu- maður á heimsmælikvarða. Viðurkenn- ingar og gullmedalíur helltust yfir hann auk sýningartilboða en hann notaði ekki nema eitt eða tvö. pphaf abstraktlistar á íslandi er löngum miðað við Septemberhóp- inn annars vegar og Svavar Guðnason hins vegar og sýningar þeirra eftir seinni heimsstyrjöldina. Margir dást að þeim metnaði og kjarki sem Finnur Jónsson sýndi með því að fara þær leiðir sem hann fór á árunum milli stríða. Finnur kvæntist árið 1928 Guðnýju El- ísdóttur, Jónssonar verslunarstjóra á Djúpavogi. Þau hjón lifa enn í hárri elli í Reykjavík en Finnur verður 100 ára á næsta ári. Hann er elsti núlifandi málari á íslandi. (Aðalheimild: FINNUR JÓNSSON, íslenskur brautryðjandi. Almenna bókafélagið 1983) 38 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.