Þjóðlíf - 01.06.1991, Blaðsíða 35

Þjóðlíf - 01.06.1991, Blaðsíða 35
víða er litið á kynferðisáreiti sem náttúru- legt athæfi og að það séu aðeins þröngsýn- ar og gamaldags konur sem hafi eitthvað út á það að setja að karlmenn sýni konum áhuga á áþreifanlegan hátt. Kynferðisáreiti er alþjóðlegt vanda- mál — a.m.k. í hinum vestræna heimi. í Bandaríkjunum hafa rannsóknir sömuleiðis leitt í ljós að vandamálið er stórt. Á meðan dönsk verkalýðsfélög leit- ast við að vinna að úrlausn á þeim kæru- málum sem þeim berast um kynferðis- áreiti með sem minnstri innblöndun dóm- stólanna fara flest öll kærumál vegna kynferðisáreitis í Bandaríkjunum fyrir dómsstóla. í fyrstu gekk erfiðlega að fá bandaríska dómsstóla til að samþykkja kynferðisáreiti sem kynjamismunun en samkvæmt borgararéttarlögunum frá 1964 er m.a. lagt bann við kynjamismun- un. Fyrst árið 1986 vann kona þar í landi mál sem höfðað var vegna kynferðisáreit- is. Síðan hafa margar konur fengið um- talsverðar skaðabætur vegna þess að þær hafa orðið að þola kynferðisáreiti og sem dæmi um þróunina má nefna að í upplýs- ingabæklingum fyrirtækja og háskóla um vinnustaðina er nú orðið ávalt kafli um hverskonar atferli sem telst kynferðis- áreiti. í reglugerð EB um kynferðisáreiti sem samþykkt verður innan skamms er það talið hlutverk vinnuveitandans að tryggja að jafnt konur sem karlmenn geti unnið hvað þetta varðar. Reglugerðina er ekki hægt að nota í réttarsal í líkingu við lög en hún getur ásamt t.d. jafnréttislögum ríkj- anna verið grundvöllur fyrir dómum. Samkvæmt reglugerðinni er upplýsing lykilorð í baráttunni gegn kynferðisáreiti. Halda skal sérstök námskeið fyrir yfir- menn fyrirtækja sem á að gera þeim kleift að sjá og eiga við vandann. Fyrirtækin eiga líka að upplýsa starfs- fólk betur um hvernig manni ber að koma fram við hið gagnstæða kyn á vinnustaðn- um og þeir starfsmenn — jafnt undirmenn sem yfirmenn — sem koma fram við hitt kynið af virðingarleysi skal refsað. Verkalýðsfélögunum er líka gert skylt að upplýsa meðlimi sína um vandamálið og veita þeim aðstoð verði þeir fyrir áreiti. Þar sem karlar og konur virðast oft á tíð- um hafa skiptar skoðanir á hvað telja beri kynferðisáreiti er erfitt að skilgreina ná- kvæmlega hvers konar hegðun telst kyn- ferðisáreiti. í reglugerð EB er höggvið á hnútinn og sú hegðun talin kynferðisáreiti sem fær þolandann til að finnast hann verða fyrir áreiti. 0 Daður eða kynferðisáreiti? mest er hætt við að verði fyrir áreiti eru konur í hefðbundnum karlastarfsgrein- um, óöruggar eða fráskildar konur og konur frá öðrum menningarsvæðum. Evrópubandalagið lét árið 1987 gera ít- arlega könnun á kynferðisáreiti á vinnu- stöðum í bandalagsríkjunum. Niðurstöð- ur könnunarinnar birtust í skýrslu sem var grundvöllurinn fyrir samþykkt fram- kvæmdastjórnar EB um kynferðisáreiti á vinnustöðum sem innan skamms verður fylgt eftir með reglugerð um samskipti karla og kvenna á vinnustöðum. Sam- kvæmt skýrslu EB og dönskum rannsókn- um hefur kynferðisáreiti á vinnustöðum ákaflega lítið að gera með útlit kvenkyns starfsmanna sem í svo til öllum tilfellum eru þeir aðilarnir sem verða fyrir áreitinu. Þrúgandi kynhvöt er heldur ekki talin ástæðan fyrir því að karlmenn áreita kon- ur á þennan hátt. Samkvæmt EB-skýrsl- unni og hinum dönsku rannsóknum er ástæðan talin vera þörf þeirra karlmanna sem standa í þessum ósóma fyrir að sýna vald sitt. Kynferðisáreiti getur haft alvarlegar af- leiðingar fyrir þann sem fyrir áreitinu verður og eitrað andrúmsloftið á vinnu- staðnum. Þær konur sem verða fyrir kyn- ferðisáreiti á vinnustað sínum liggja undir miklu sálfræðilegu álagi sem oft á tíðum hefur þau áhrif að áhugi þeirra á vinnunni minnkar. í mörgum tilfellum segja kon- urnar stöðum sínum upp án þess að gera grein fyrir hinni eiginlegu ástæðu upp- sagnarinnar og hverfa á braut með hið óþægilega leyndarmál sitt. Nú eftir að dómstólar í Danmörku hafa dæmt deildarstjórann í verkalýðsfélagi bókbindara sekan um kynferðisáreiti og hegnt honum með vænni sekt mætti ætla að það verði friðvænlegra fyrir konur á vinnumarkaðnum. Harðir dómar nægja þó ekki ef uppræta á allt káfið. Það þarf að breyta þeirri skoðun sem virðist vera ríkj- andi að ekkert sé athugavert við að klípa lítillega í kvenholdið á vinnustaðnum. Sú frjálslyndisstefna í kynferðismálum sem tröllriðið hefur Danmörku á undanförn- um áratugum hefur gert það að verkum að ÞJÓÐLÍF 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.