Þjóðlíf - 01.06.1991, Blaðsíða 20

Þjóðlíf - 01.06.1991, Blaðsíða 20
af öðrum þjóðflokkum en Aröbum og verður æ algengara hjá Aröbum í stór- borgum. Það er ættin sem ákveður hjónabandið og oftast ráða hjónaefnin litlu sem engu um makaval. Ást er ekki inni í myndinni og er jafnvel frekar talin spilla fyrir. Hjónabandssamningurinn er vandlega gerður svo að báðar fjölskyldurnar njóti góðs af. Mikið er lagt upp úr hreinleika kvenna, þ.e. að þær séu hreinar meyjar fyrir giftingu og sannur múslimi gætir dætra sinna samkvæmt fyrirmælum kór- ansins. Oftast er borgað brúðarverð (Mehr) til fjölskyldu konunnar þegar hjónaefni giftast og er hjónabandið venju- lega skipulagt af fjölskyldum beggja löngu fyrirfram út frá hagkvæmnisástæðum m.t.t. efnahags og virðingarstöðu. Al- gengt er að stúlkur giftist 14-19 ára en drengir nokkuð eldri. Við giftingu flyst konan venjulega inn á heimili tengdafor- eldra og fljótlega eftir að hin nýgiftu eign- ast barn stofna þau til heimilis og þá ekki fjarri ættingjum eiginmannsins. Barns- fæðingar eru gleðiefni í hverri fjölskyldu, einkum drengja. Nafngift barns er mikil- væg og á að endurspegla þrjá þætti, ætt, heimili og trú. Drengur gæti t.d fengið nafnið Muhammed ibn Ibrahim al Hamza. Muhammed (trúarlegt nafn), ibn Ibrahim (sonur Ibrahim) al Hamza (frá Hamza). Stúlkum er gefið nafn sam- kvæmt sömu reglum. Þó að fjölkvæni sé leyfilegt meðal músl- ima (hámark 4 konur) er það ekki algengt. Sunníta múslimar virða þessa reglu en meðal vissra shía-múslima er leyfilegt að taka sér eins margar konur,, tímabundið“ eins og karlmaður vill. Innan við 10% allra hjónabanda í Arabalöndum eru fjölkvæn- ishjónabönd. Ástæður þessa lága hlutfalls er m.a. hið háa brúðarverð sem greiða þarf fyrir aðra konu auk þess ákvæðis í Kóran- inum að allar eiginkonur skuli meðhöndl- aðar eins og hafl jafnan rétt. Það er því yfirleitt aðeins á færi auðugra að eiga margar konur. Ástæður þess ef maður giftist í annað sinn eru venjulega ef fyrsta konan er komin úr barneign eða getur ekki átt börn eða ef nauðsynlegt þykir að efna til tengsla við einhverja ætt af efna- hagslegum ástæðum. Einnig er önnur kona ógnun fyrir fyrstu konuna og rýrir tekjur hennar heimilis. Þess vegna reynir eiginkonan að standa sig í stykkinu sem eiginkona og móðir svo að eiginmaðurinn „neyðist" ekki til að fá sér aðra konu. Formlega er skilnaður auðveldur en er erfiður í reynd því hann þýðir venjulega aðskilnað tveggja f)ölskyldna sem báðar Grafhýsi Kohmeinis í Teheran í Iran. hafa hag af að hjónabandið gangi. Ef hjón skilja fer konan venjulega heim til foreldra sinna sem reyna allt sem í þeirra valdi stendur til að gifta hana aftur. Eiginmað- urinn hefur forræði yfir börnunum en móðirin fær að hafa þau hjá sér, sérstak- lega ef þau eru ung. í arabískum þjóðfélögum er með góðri samvisku hægt að tala um mismunandi reynsluheim karla og kvenna. Drengir og stúlkur fá frá fyrstu stundu mismunandi atlæti í uppvexti í því augnamiði að ala þau upp í hefðbundin kynhlutverk. Drengir eru hafðir lengur á brjósti en stúlkur og þeim er jafnvel fundin brjóstmóðir eftir að móðirin hættir að mjólka. Mæðurnar hampa drengjum mjög og láta allt eftir þeim. Stúlkur fá atlæti líka en er alls ekki hampað eins og drengjum. Móðirin er í uppvexti barnanna tákn hlýju og mýktar en faðirinn hins vegar tákn valds og karl- mennsku. Oft er börnum refsað harðlega af feðrum sínum, sérstaklega drengjum, til að kenna þeim hlýðni og virðingu gagn- vart sér eldri karlmönnum. Dætur hjálpa til við inniverkin en synirnir aðstoða eldri karlmenn við ýmis útiverk. Umskurður drengja sem er tíðkaður fer fram um 7 ára aldur og á að tákna inn- göngu þeirra í trúarsamfélagið. Umskurð- urinn felst í því að forhúð kynfæranna er skorin burt. Þessi siður tíðkast einnig hjá Gyðingum. Stúlkur eru líka umskornar meðal sumra hópa. Það er gert venjulega um sex, sjö ára aldur og þá er snípurinn skorinn burt. Meðal sumra múslimahópa í Afríku, t.d. Sómala eru skapabarmar kyn- færa einnig fjarlægðir og jafnvel er saumað fyrir leggangaopið og örlítil rifa skilin eftir fyrir þvag og tíðablóð. Karlmönnum er heimilt að stunda kaffihús og biðja í moskum en almennt séð fá konur ekki að biðja í moskum. Frí- stundum sínum verja konurnar venjulega í heimsóknir til ættingja. Utivist þeirra frá heimilinu er takmörkuð nema helst hjá konum í stórborgum. Þær verða yfirleitt að tilkynna útivist sína einhverjun karl- manni innan fjölskyldunnar eða eldri konu. Framkvæmd þessarar tilkynninga- skyldu er mismunandi eftir þjóðum og menningarsvæðum. Almennt er illa séð að konur hafi sig í frammi á almannafæri og sums stað- ar er það algjörlega bannað. Ef þær þurfa að fara út af heimilinu eiga þær helst að vera í fylgd með annarri konu og vera með blæju (veil) þar sem hvorki má sjást í and- lit, hár eða líkama. Þessi siður er reyndar mismunandi strangur, bæði eftir söfnuð- um og svæðum og er jafnvel ekki tíðkaður í borgum af sumum hópum kvenna. Muhameð boðaði að konur skyldu virtar og benti á að þær gætu verið mikilvægur tengiliður milli ætta, síðast en ekki síst vegna hlutverks þeirra sem eiginkvenna og mæðra. Kona skal tilheyra föðurætt sinni og hún hefur mikla ábyrgð sem felst í því að halda heiðri íjölskyldunnar. Henn- ar hlutverk er að kenna börnum sínum rétta siði og sérstaklega sjá um að dætur hennar hegði sér á engan hátt ósiðlega. Dæturnar eru vaktaðar og enginn má velkjast í vafa um hreinleika þeirra fyrir giftingu. Á því hvílir heiður fjölskyldunn- ar. Ungum ógiftum stúlkum er ekki leyfi- legt að umgangast aðra karlmenn en bræð- ur sína og föður. Þess má einnig geta að 20 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.