Þjóðlíf - 01.06.1991, Blaðsíða 43

Þjóðlíf - 01.06.1991, Blaðsíða 43
Sara Connor er leikin af Lindu Hamilton. Slapp ómeidd og ólétt frá vélmenninu. The Hard Way - **l/2 Ung kvikmyndastjarna (Michael J. Fox) ákveður eftir að hafa leikið í eintómum ævintýramyndum að leika í al- varlegri mynd og öðlast virðingu sem al- varlegur leikari. Hann fínnur sér fyrir- mynd sem hann ætlar að vinna með og læra af. Hin ólánsama fyrirmynd er harð- jaxl í New York lögreglunni, leikinn af James Woods. Og nú kemur formúlan. Samvinna þeirra gengur í fyrstu engan veginn upp. Woods er að eltast við fjölda- morðingja sem kallar sig partýbombuna (góð týpa), Fox flýtur með, heldur að þetta sé alltsaman einn leikur og lifir í draumaheimi kvikmynda. Woods hjálpar honum að kynnast veruleikanum og gerir hann að alvöru karlmanni og í staðinn kennir Fox honum hvernig hann eigi að umgangast kærustuna sína sem hann hef- ur átt í erfiðleikum með vegna þess hvað trekktur hann er og grófur gæji. Myndin, leikstýrð af John Badham (.Bláa þruman og Bird on a Wiré), gengur mikið út á gamansama ádeilu á veröld stórstjarna og er uppfull af „local“ brönd- urum um vissa aðila og kvikmyndir í Holl- ywood. Myndin er meinlaus og hálf asna- leg og þegar upp er staðið verður hún í heild sinni barnaleg. Að undanskildum nokkrum hasar-atriðum sem eru mjög vel gerð enda engin viðvaningur sem leikstýr- ir. Fox og Woods skemmta sér greinilega vel enda báðir mjög viðeigandi í þessi hlut- verk. Sýnd í Laugarásbíó. KPD. að verja John og móður hans. Þetta vél- menni er gamla góða T800 týpan og, viti menn, lítur út alveg eins og Arnold Schwarzenegger. Cameron sem bæði leikstýrir og skrifar handritið hefur séð til þess að Schwarzen- eger er góði kallinn sem þýðir að allir að- dáendur hans geta fylgst með honum drepa, tæta og sprengja, fullvissir um að hann gerir það í þágu heimsfriðar. Sýnd í Stjörnubíó. STJÖRNUR Fjör í Kringlunni (Scenes From a Mall) - ** að merkilegasta við myndina er að Woody Allen leikur í henni án þess að leikstýra einnig. Það hlutverk var í höndum Paul Mazursky sem er mjög fær í því sem hann gerir eins og sást glögglega í mynd hans Óvinir-Ástarsaga. Sú mynd hafði úr áhugaverðu handriti að moða, það og með tagl en er óöruggur í hlutverki eiginmannsins. Sum samtölin eru býsna góð en atburðarásin allt of einhæf þótt gaman hafi verið að sjá verslunarhúsið sem myndin gerist í. Þar fæst allt sem hugurinn girnist, meira að segja sátt og samlyndi. Sýnd í Bíóhöllinni. Saga úr stórborg (L.A. Story) - *** Loksins, loksins, gamanmynd frá Hollywood sem styðst ekki við klisj- ur eða formúlur heldur skapar nýjan stíl með skemmtilegu handriti, furðulegum tökum, og frábærum leik. Steve Martin leikur veðurfræðing sem heillast af enskri blaðakonu (Victoria Tennant, eiginkona Martin og lék með honum í All ofme) sem er að skrifa grein um klikkuðu borgina L.A. Veðurfræðingurinn fær ráðgjöf frá rafvæddu götuskilti um hvernig hann eigi að ná athygli og ást konunar sem hann er svo heillaður af. Inn í þetta fléttast svo Linda Hamilton gerir að sárum T800 vélmennis sem leikið er af Amold Schwarzenegger. hefur Fjör í Kringlunni ekki. Myndin fjallar um hjón sem hafa verið gift í 16 ár. Þau eru bæði auðug og lifa í þeirri trú að þau séu hamingjusöm. Annað kemur á daginn þegar þau fara saman í „Kringl- una“ til að eyða peningum. Þar játa þau bæði að hafa haldið framhjá. Við fylgj- umst svo með sáttagjörðum þeirra á milli í rúma tvo klukkutíma, geisp! Bette Mid- ler leikur eiginkonuna og tókst henni að pirra mig eins og venjulega. Woody Allen er skemmtilegur í ítölsku fötunum sínum hinar skrautlegustu persónur, svo sem fyrrverandi eiginmaður blaðakonunnar, skemmtilega leikinn af Richard E. Grant (Henry og June) og lítil kynbomba sem hoppar og skoppar í kringum Martin eins og ástsjúk kengúra. Leikstjórnin er í höndum Mick Jackson sem sýnir á skemmtilegan hátt lífið í stór- borginni sem er litríkt og furðulegt í senn. Hress, skemmtileg og óvenjuleg gaman- mynd sem fær þrjár stálslegnar stjörnur. Sýnd í Sjörnubíó. ÞJÓÐLÍF 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.