Þjóðlíf - 01.06.1991, Blaðsíða 45

Þjóðlíf - 01.06.1991, Blaðsíða 45
Yes : Uninon Sfórkarlapopp Lengi lifir í gömlum glæðum stendur einhversstaðar og það á svo sannarlega við hljóm- sveitina „ Yes“ sem nú er risin upp á afturlappirnar og er búin að gefa út nýja og langa plötu (70 mín). „Union“ eða „Sam- eining" heitir hún og eru það orð að sönnu því hér eru eigin- lega tvær hljómsveitir á ferð- inni. Og nú skal reynt að skýra málið. Chris Squire, einn af stofnendum,, Yes“ og bassa- leikari hennar gekk úr sveit- inni fyrir nokkrum árum og tók með sér nafnið og Alan White trommuleikara. Eftir sátu Jon Anderson söngvari og Steve Howe gítarleikari. Ásamt Bill Bruford (uppruna- lega trommaranum) og Rick Wakeman hljómborðsleikara stofnuðu þeir hljómsveitina „ABWH“ sem stendur fyrir „Anderson Bruford Wakeman Howe“. Þessi kjarni hefur gert eina plötu og þegar þeir voru að vinna ný lög á aðra plötu þurfti Jon Anderson að skreppa til Los Angeles til að syngja inn á lögin. Þar hitti hann Trevor Rabin gítarleikara sem ásamt hinum upprunalega hljóm- borðsleikara,, Yes“, Tony Kaye, vinnur nú með Chris Squire og Alan White. Þar heyrði Jon lög eftir Trevor og leist svo vel á að úr varð að hann söng þau inn ásamt ABWH -lögunum. í þeim lán- aði Chris fyrrum félögum sín- um rödd sína í bakraddir en á bassanum þar er Tony nokkur Levin sem mikið hefur unnið með Bruford. Tónlistinni er skipt þannig að ABWH eiga ellefu lög en Squire og félagar fjögur. Þetta er íburðarmikið stórkarla- popp, lögin gjarnan löng, út- setningar hlaðnar og fyrir kemur að þau hafi forleik sbr. „Without hope you cannot start the day“. Tónlistin er stundum tormelt og þung („Shock to the system“ og„ Si- lent talking‘), léttpoppuð („Dangerouk‘) en einnig bregður fyrir reggítöktum („Saving my heart“). Tónlist sem þessi gerir kröf- ur til hlustandans og heimtar alla athygli hans. Svo er þetta náttúrlega líka allt saman spurning um smekk. En ef þú hefur einhverntímann hlustað á „Yes“ þá geturðu hlustað á Union en hún er að mínum mati besta Yes-platan síðan „ Goingfor the one“ kom út árið 1977. að mínu mati hefur vinninginn með laginu „Kona“ sem er ferskt, grípandi og smekklega útsett. Væri skemmtilegt að heyra virkilega góða„ pródús- eringu“ á þessari hjómsveit. Sem áður kennir margra grasa á „Bandalögum 4“ en sum eru tekin að fölna pínulít- ið, önnur eru í góðri sprettu. Það verður að gæta þess við útgáfu svona platna að sömu flytjendurnir séu ekki á plötu eftir plötu. Þá er hætt við stöðnun og að yngri listamenn komist ekki að. Það er ekki til góðs fyrir tónlistina. 0 ÞJÓÐLÍF 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.