Þjóðlíf - 01.06.1991, Blaðsíða 19

Þjóðlíf - 01.06.1991, Blaðsíða 19
es þýddir á arabísku löngu áður en þeir voru þýddir á nokkurt Evrópumál. Á meðan svörtustu miðaldir hindruðu vís- indalega þekkingu í Evrópu voru Arabar að fást við Ijósfræði, efnafræði og læknis- fræði. Fyrsta læknisfræðiritið, Ibn Sína er frá Aröbum komið og var virtasta læknis- fræðiritið í Evrópu fram á sautjándu öld. Yfirgnæfandi meirihluti Araba býr í þorpum úti á landsbyggðinni en þeir sem búa í stórborgum eru hlutfallslega fáir. Þeir eru hins vegar ráðandi í stjórnmálum og efnahagslífi. Þorpsarabar stunda bú- skap og ræktun og eru yfirleitt sjálfum sér nógir. Þeir lifa einföldu lífi sem einkennist af kyrrstöðu og íhaldssemi á siði og venjur í anda Islam. íslömsk trúarbrögð eru lituð af hefðum og dyggðum sem hinn arabíski bedúíni lagði upp úr á öldum áður og end- urspeglast í menningu Araba enn þann dag í dag þrátt fyrir að mörgu leyti breytta lífshætti. Hjarðmennska í anda Bedúína og Berba er á undanhaldi og þeir hafa í auknum mæli neyðst til að breyta lífsháttum sínum í átt til nútímalegri hátta. En þar sem hjarðmennska er stunduð er hjörðin sam- sett af kindum, geitum og úlföldum. Hinn dæmigerði Araba-bedúíni ferðast á milli svæða, stundar verslun ásamt ættbálki sínum, býr í tjaldi vissa tíma ársins og stundar lítilsháttar ræktun samhliða. Mikið er lagt upp úr gestrisni, höfðings- skap og hugrekki. Langlundargeð, stolt og karlmennska eru aðalsmerki hvers Ar- aba. Arabar geta verið harðskeyttir og standa vörð um heiður fjölskyldunnar og blóðhefnd er ríkur þáttur í menningu þeirra. Segja má að hið arabíska félags- kerfi byggist á ættartengslum karla þar sem allir karlmenn eru jafningjar gagnvart guði og hver ættflokkur hefur sína yfir- stjórn. Elsti karlmaðurinn í hópnum nýt- ur mestrar virðingar og hefur mest völd. Einstaklingur er undir valdi ættarfjöl- skyldunnar og er það á ábyrgð húsbónd- ans að sjá fjölskyldunni farborða svo og að hafa stjórn á að fjölskyldumeðlimir hagi sér í samræmi við hefðir og siði Islam. Fjölskyldan er mjög mikilvæg í augum Araba og þeim mun stærri sem hún er því betra. Algengasta fjölskylduformið er ætt- arfjölskyldan þar sem hjón búa með for- eldrum eiginmannsins og börnum sínum. Hið æskilega hjónaband meðal Araba er yfirleitt bræðrabarnagifting eða systkina- barnagifting en það er talinn vera arfur af gamalli arabískri hefð fyrir daga Islams- trúar. Útvensl, þ.e. gifting út fyrir ættina eða hópinn tíðkast meðal margra múslima Pílagrímar í Mekka. heilaga stríð“ sem stundum hefur verið talin ein af skyldunum þar sem sérhver múslimi hefur þá ábyrgð að boða trúna og efla guðrækilegt líferni meðal múslima. Múhameð spámaður var arabi og opin- beranir hans endurspegla meira og minna það umhverfi sem hann kom úr. Enda er það svo að stærsti hópur múslima og mest áberandi eru Arabar. Þeir teljast vera um 120 milljónir en áhrif þeirra eru hvað mest á Arabíuskaganum og í Norður-Afríku. Arabar eru nú samt ekki allir með tölu múslimar, þó svo að áætlað sé að hlutfall þeirra sé um 95% því sumir þeirra játa kristna trú. Veldi og áhrif Araba í dag eru varla svipur hjá sjón miðað við áhrif þeirra fyrr á öldum. Konungsættin Abbasid stjórnaði hin- um íslamska heimi frá Bagdad í næstum 500 ár og fyrstu 200 árin (750- 950) voru kölluð gullöld arabískrar menn- ingar. í Bagdad voru virtar menntastofn- anir og Indverjar, Grikkir, kristnir, Gyð- ingar og fleiri sóttu þangað menntun sína. Sem dæmi má nefna að indverskur vís- indamaður kom með hugmyndina um „núllið“ til Bagdad sem Arabar bættu svo inn í talnakerfi sitt. Arabar miðluðu til Evrópu ýmsum greinum stærðfræði, svo sem algebru, flatarmálsfræði og horna- fræði. Sagnfræði varð líka virt vísinda- grein á tímum Abbasida svo og arkitektúr eins og hallir þeirra og moskur bera glöggt vitni um. Einnig voru Plató og Aristotel- ÞJÓÐLÍF 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.