Þjóðlíf - 01.06.1991, Page 52

Þjóðlíf - 01.06.1991, Page 52
VIÐSKIPTI Vilja helminga lánin Svo virðist sem ný skriða hafi runnið af stað í kjölfar þeirrar ákvörðunar ríkustu þjóða heims í Parísarklúbbnum að fella niður helming skulda Póllands og Egyptalands. Nú krefjast önnur þróunarríki hvert af öðru sams konar meðhöndlunar; Indverjar sem skulda um 4500 millj- arða króna vilja t.d. að helm- ingnum af afborgunum og vaxtabyrði verði sleppt. Og nú hafa Suður Ameríkuríkin einnig kvatt sér hljóðs; Ar- gentínumenn sem skulda um 3500 milljarða riðu fyrstir á vaðið. Ríku þjóðirnareigaerf- itt með að vísa þessum kröf- um á bug en Þjóðverjar vör- uðu kollega sína við þegar samþykkt var að strika út ríf- lega 1000 milljarða af skuld- um Pólverja... Werdin-verslun í Hamborg. Meiri hagnaður í fataverslun llmefna og sælgætisfram- leiðslufyrirtækið Douglas í Þýskalandi hefur notað hagnað sinn að undan- förnu til að fjárfesta í fata- verslunum. Douglas keypti upp 42 verslanir með 4.2 milljarða kr. veltu af Werd- inverslanakeðjunni. Og dæmið litur þannig út núna að Douglas veltir um 17 milljörðum kr. í fatabrans- anum sem er um 16% af heildinni í þeirri grein. Árið 1985 lét forstjóri Douglas hafa eftir sér að fataversl- un væri of áhættusöm fyrir hans fyrirtæki en ári síðar keypti fyrirtækið fjórar stór- ar tískuverslanir í Rínlandi. Og nú er svo komið að fataverslunin færir Douglaskeðjunni meiri hagnað en aðrar greinar sem keðjan hefur starfað í (Spiegel/óg) Skemmt iðjuver í Iran. i ** íranir kaupa frá Vesturlöndum Eins og vænta mátti hefur ír- an gjörbreytt um stefnu í efnahagsmálum. Nú er aftur farið að óska eftir fjárfesting- um erlendra aðila í landinu. Á næstu fjórum árum hyggst stjórnin veita um 100 milljörð- um dollara til að reisa við landsvæði og byggingar eftir afleiðingar stríðsins við írak. ítölsk stórfyrirtæki hafa þegar tekið að sér verkefni með fimm milljóna dollara samn- ingum og Renault verksmiðj- urnar hyggjast framleiða bif- reiðar í íran. Og þýsk fyrirtæki missa heldur ekki spón úr sín- um aski; Siemens og SEL hafa fengið samninga um símlagningu og kerfi, Krupp á að reisa risastórt olíuiðjuver en Þjóðverjareru stærstavið- skiptaþjóð írana á Vestur- löndum. í fyrra jókst innflutn- ingurfrá Þýskalandi um 66%. Og talið er víst að sambandið milli þessara þjóða eigi enn eftir að aukast í kjölfar vænt- anlegrar heimsóknar Kohls kanslara til íran... (Spiegel/óg) Olía í Kína Samkvæmt nýlegum rann- sóknum er hugsanlegt að nýfundnar olíuæðar í norð- vesturhluta Xinjiang héraðs séu álíka gjöfular og olíulind- irnar í Austurlöndum nær og gætu um miðja næstu öld full- nægt orkuþörf Kínverja. Hins vegar munu leiðslur frá olíu- svæðunum kosta milljarða- tugi. Olíulindirnar eru á mjög afskekktum svæðum í Tak- lawakaneyðimörkinni og talið mjög erfitt að tengja þangað. Fljótlega á að leggja veg um hluta þessa svæðis eða 300 km. spotta. Áætlað er að hver km. kosti um 23 milljónir króna... (Spiegel/óg) 1000 km SOWJETUNION ' *»* ===== • =» , MONGOLEi V Taklamakan eyðimörkin í Kína. 52 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.