Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2014, Page 18

Frjáls verslun - 01.08.2014, Page 18
18 FRJÁLS VERSLUN 8-9 tbl. 2014 og sjónvarpsþáttum. Þau hafa breytt því hvernig fólk hlustar á tónlist og útvarp, les bækur og blöð, fylgist með fréttum og horfir á sjónvarp. Þau hafa líka breytt samskiptum og daglegu lífi fólks. Markaðsstaða þeirra er orðin svo sterk að erfitt er fyrir önnur fyrirtæki að komast að. Netflix haslar sér völl í Evrópu Netflix starfar í 40 löndum og eru áskrifendur þess þegar orðnir 50 milljónir, þar af 37 milljónir í Bandaríkjunum. Fyrir tækið er um þessar mundir að koma sér fyrir í Evrópu. Það ætlar sér að þrefalda áskrif ­ enda hópinn á næstum árum. Það hefur nú þegar náð fótfestu á Bretlandi, í Hollandi og Norðurlöndum. Núna bætast við sex Evrópulönd: Frakkland, Þýskaland, Sviss, Austurríki, Belgía og Lúxemborg. „Evrópa hefur lengi verið á döfinni hjá okkur; þar eru stórkostleg tæki færi,“ segir Reed Hastings, stofnandi fyrirtækisins. Áskriftargjaldið í Frakklandi er 8 til 12 evrur fyrir mánuðinn, allt eftir því hvað er í boði. Með því hefur áskrifandinn aðgang að þúsundum þátta og kvikmynda sem hægt er að horfa á í sjónvarpinu, tölvunni eða farsímanum. Þannig velur hver sína dagskrá og horfir á þegar honum hentar, eins lengi og mikið og hugurinn girnist. Netflix fylgist svo grannt með smekk viðskiptavina sinna og kemur með vel valdar uppá ­ stungur að efni – í takt við það sem Amazon og aðrar veitur gera. Um 800 verk fræð ingar starfa hjá Netflix við að bæta viðmótið á síðunni og mæta kröfum og þörfum not andans. Netflix á Íslandi Áskrifendur Netflix á Íslandi eru rúmlega 20.000, sem er svipaður fjöldi og áskrif enda ­ hópur Stöðvar 2. Þetta þýðir að einn af hverjum sex Íslend ­ ingum er með aðgang að Net ­ flix. Það er athyglisvert því í rauninni er Netflix ekki í boði á Íslandi og það er umdeilt hvort þjónustan sé lögleg, þótt fólk borgi fyrir hana. Flestir notendur Netflix á Íslandi eru ungt fólk, náms ­ menn, stjórnendur og tekjuháir einstaklingar. Íslenskar sjónvarps stöðvar hafa brugðist við þessari samkeppni með því að bjóða upp á efni sitt á net ­ inu í auknum mæli. Hægt er að horfa á ýmsa framhalds þætti, alla í röð. Sterkast í stöðunni fyrir íslensku sjónvarps stöðv­ arnar væri sennilega að auka innlent efni og beinar útsend ­ ingar, sem Netflix getur trauðla keppt við. Staða og markmið Netflix Netflix hefur keypt og greitt fyrir sýningarrétt á öllum þeim kvikmyndum og þátt um sem það býður upp á. Fjárhags ­ staða fyrirtækisins virðist vera afar sterk; Netflix ætlar á næstu misserum að verja 500 milljónum dollara í mark aðs ­ starf og 400 milljónum doll ara í tækniþróun. Þá eru ótaldir allir þeir fjármunir sem verja á í kaup á nýju efni og í fram ­ leiðslu nýrra sjónvarps þátta. Netflix hefur framleitt þætti á borð við House of Cards og Orange Is The New Black sem slegið hafa í gegn og laðað að nýja viðskiptavini. Með innkomu fyrirtækisins á evrópskan markað hefur það kynnt framleiðslu á nýjum þáttum í Evrópu. Nýlega var tilkynnt um framleiðslu á nýjum frönskum þáttum í Frakk landi. Netflix ætlar sér því að verða annað og meira en bara einhver vídeóleiga á netinu sem einungis býður upp á efni frá Hollywood. Vandamál og hörð samkeppni Enn eru nokkur ljón á veginum því ekki er hægt að nálgast allt efni á Netflix. Mörg sjónvarps­ og kvikmyndafyrirtæki neita að semja við Netflix. Til að mynda bandaríska sjónvarpsfyrirtækið HBO, sem m.a. framleiðir Game of Thrones og fleiri þætti og harðneitar öllum viðskiptum við Netflix. Þessum tveimur sjónvarpsrisum hefur verið stillt upp sem höfuðandstæðingum. HBO er gömul og vinsæl áskriftar sjónvarpsstöð með ríflega 30 milljónir áskrifenda. Hún framleiðir ógrynni af þáttum og kvikmyndum sem hafa notið mikilla vinælda. Staða HBO þykir afar sterk, það er virt fyrirtæki, en hægt og sígandi hefur Netflix sótt að þeim. Oft hefur andað köldu á milli stjórnenda þessara stöðva og í þeim kristallast kannski togsteita tveggja forma og tíma – áskriftarsíðunnar og áskriftarsjónvarpsins. Síðar á eftir að koma í ljós hvað risarnir Google og Apple ætla sér á þessum markaði. Þeir gætu hæglega gleypt Netflix í einum bita, slík er staða þeirra og styrkur, og Netflix gæti því mögulega misst af eigin vagni. Saga Netflix Netflix var stofnað í Kaliforníu 1997 af Marc Randolph og Reed Hastings. Saga Netflix byrjaði á einni vídeóspólu. Þegar Hastings þurfti að greiða heila fjörutíu dollara í sekt á myndbandaleigu fyrir að skila kvikmyndinni Apollo 13 nokkrum dögum of seint fór hann í bræði sinni að upphugsa nýja stafræna myndbandaleigu. Honum fannst myndbandaleigur vera orðið úrelt, ósanngjarnt og vont fyrirkomulag sem þyrfti að breyta. Það á eftir að koma í ljós hvað risarnir Google og Apple ætla sér á þessum markaði. Þeir gætu hæglega gleypt Netflix í einum bita, slík er staða þeirra og styrkur, og Netflix gæti því mögulega misst af eigin vagni. Áskrifendur Netflix á Íslandi eru rúmlega 20.000 sem er svipaður fjöldi og áskrifendahópur Stöðvar 2. Veldu Clevertouch, markaðsleiðandi, gagnvirka snertiskjáinn frá Sahara. Stærðir: 32” - 84”. Nýjasta snertitækni er innbyggð í skjáinn og geta margir notendur unnið á hann í einu. Háskerpu upplausn og hábirtu, gljálaus skjár birtir myndir í hágæðum fyrir rými með lágt eða hátt birtustig. Hægt að fá ýmsar festingar, lyftur og standa fyrir snertiskjáina. Allar nánari upplýsingar í síma 580 0000 Þessi hugbúnaður fylgir öllum snertiskjám frá Sahara! www.a4.is / sími 580 0000 Snertu framtíðina! D 2 - A 12 38 GLÆSILEGAR OG HAGNÝTAR LAUSNIR FYRIR FUNDA- OG RÁÐSTEFNURÝMI! Netflix
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.