Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2014, Síða 26

Frjáls verslun - 01.08.2014, Síða 26
26 FRJÁLS VERSLUN 8-9 tbl. 2014 S taða Marels er sterk núna á haustmánuðum 2014. Við erum í farar broddi á heims ­ vísu í þróun og fram leiðslu á hátæknibúnaði og lausn um til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi. Lausnir okkar eru hannaðar til að mæta þörfum viðskiptavina og árlega fjárfestum við um sjö milljarða króna í vöruþróun. Við erum líka með öflugt sölu­ og þjónustunet um allan heim. Eftirspurnin eftir dýrapróteini er stöð ugt að aukast í takt við aukinn fólks fjölda, aukinn kaup­ mátt og breyttar neyslu venjur. Á sama tíma er nauðsynlegt að fram leiða meira með minnu, þ.e. auka nýtingu hráefnis, draga úr vatns­ og rafmagns not kun, lágmarka úrgang ásamt því að auka öryggi fæðunnar sem við borðum. Þetta felur í sér mikil tækifæri fyrir Marel. Á hvað hefur stjórn Marels lagt áherslu eftir að þú varðst stjórnarformaður? Fyrir tæpu ári töluðum við um að rekstr ­ arniðurstöður félagsins hefðu verið óvið ­ unandi um nokkurt skeið og það væru tækifæri til að gera betur. Í framhaldinu var ráðist í hagræðingarverkefni sem miða að því að sinna viðskiptavinum okkar betur, auka skilvirkni í nýsköpun og hagkvæmni í rekstri. Í verkefni af þessu tagi gegnir stjórn mikilvægu hlutverki í að veita stjórnendum bæði stuðning og aðhald og tryggja að tekið sé tillit til áhættuþátta í rekstri og breytingaaðgerðum. Markmið okkar með aðgerðunum er skýrt; að auka langtímavirði fyrir bæði viðskiptavini og hluthafa. Hver eru brýnustu verkefnin núna í rekstri Marels á alþjóðavísu? Það eru enn mikilvæg hagræðingarverkefni framundan og á sama tíma þarf að efla og auka skilvirkni í markaðssókn. Markaðir okkar hafa í auknum mæli verið að taka við sér á undanförnum mánuðum og sá meðbyr er afar mikilvægur. Aðgerðir sem fela í sér breytingar fyrir starfsfólk eru áskorun sem mikilvægt er að nálgast af vandvirkni og virðingu. Marel er þekkingarfyrirtæki og starfsmennirnir eru mikilvægasta auðlind félagsins. Það er einungis með samhentu átaki sem hægt er að ná langtímaárangri. Hverjar eru horfurnar í framleiðslu á hátæknibúnaði Marels fyrir matvælaiðnaðinn? Það eru meira en sjö milljarðar íbúa á jörðinni í dag og áætlanir gera ráð fyrir meira en níu milljörðum árið 2050. Til viðbótar við fleiri munna að fæða leiðir aukinn kaupmáttur til aukinnar neyslu og það er áætlað að eftirspurn eftir fæðu muni aukast um meira en 50% á þessu tímabili. Á sama tíma er sífellt minna af ræktanlegu landi, vatni og öðrum náttúruauðlindum sem þarf til fæðuframleiðslu. Þetta eru miklar samfélagslegar áskoranir en að sama skapi mikil tækifæri fyrir fyrirtæki eins og Marel. Í hversu mörgum löndum starfar Marel og hvar eru helstu markaðirnir? Markaðssókn er ein af meginstoðunum í stefnumörkun Marels. Við erum með öflugt sölu­ og þjónustunet, skrifstofur og dótturfélög í um 30 löndum og um 100 umboðmenn og dreifiaðila um allan heim. Norður­Ameríka og Vestur­Evrópa hafa verið stærstu markaðir félagsins. Norður­ Ameríka er að taka við sér og sala jókst þar talsvert á undanförnum mánuðum. Viðskiptavinir okkar þar hafa um nokkurt skeið haldið að sér höndum þegar kemur að fjárfestingum í stækkun og endurnýjun á verksmiðjum en nú finnum við fyrir umskiptunum sem við höfum beðið eftir. Það er meiri óvissa í Evrópu. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að aðgerðir eins og bann Rússa við innflutningi á matvælum frá Evrópu og Bandaríkjunum skapar tækifæri fyrir fæðuframleiðendur í öðrum löndum og þar af leiðandi tækifæri fyrir Marel. Á nýmörkuðum eru óþrjótandi tækifæri og á síðasta ársfjórðungi seldum við lausnir m.a. til Mexíkó, Argentínu, Gana, Nígeríu, Gambíu, Sambíu, Taílands, Kína, Taívans og Víetnams. Hversu margir starfa hjá Marel á Íslandi og hve margir í öðrum löndum? Það starfa um 4.000 manns hjá félaginu, þar af rúmlega 500 á Íslandi, 1.100 í Hollandi og 700 í Bandaríkjunum. Hvar liggja helstu sóknarfæri Marels? Sóknarfærin liggja víða. Tekjur Marels skiptast nokkuð jafnt á milli staðlaðra tækja, heildarlausna og þjónustu. Það eru tækifæri til vaxtar og virðisaukningar á öllum þessum sviðum. Það er uppsöfn uð þörf á stækkun og endurnýjun í verk ­ smiðjum viðskiptavina okkar í þró aðri löndum og mikil tækifæri til að setja upp nýjar verksmiðjur frá grunni og bylta þannig framleiðsluaðferðum á nýmörk ­ uð um. Að sama skapi eru tækifæri til að auka þjónustutekjur, bæði vegna þess að verksmiðjum sem búnar eru lausnum frá Marel fer sífjölgandi og eins leggjum við í auknum mæli áherslu á þjónustusamninga. Marel var eitt sinn sprotafyrirtæki – ættað úr háskólasamfélaginu. Hversu mikil nýsköpun er núna í fyrirtækinu og hversu stór hluti fer í rannsóknir og þróun? Nýsköpun er hin meginstoðin í stefnu ­ mörk un Marels og grundvöllurinn fyrir allri starfsemi félagsins. Fjárfestingar í rannsóknum og þróun eru um 5­7% af tekjum og námu í fyrra tæpum sjö milljörðum króna. Hlutfallið er vel yfir því sem tíðkast í okkar atvinnugrein. Það hefur verið lögð mikil áhersla á náið samstarf við viðskiptavini í vöruþróun. Ég heimsótti nýlega viðskiptavin í Hol landi sem rekur eina af fullkomnustu kjúklinga ­ verksmiðjum heims með lausnum frá Marel. Það var frábært að heyra eigandann segja frá mikilvægi samstarfsins og það mátti varla milli sjá hvort sölumaðurinn sem var með í för væri starfsmaður hans eða Marels, svo náið var sambandið. Svona viljum við hafa þetta en hins vegar teljum við að á þessu sviði sem öðrum séu tækifæri til að gera enn betur með skilvirkari stjórnun, bættri for gangs röðun verkefna og betri nýtingu mann auðs. Þannig megi auka enn frekar arð semi fjárfestinga í nýsköpun og tryggja að fé ­ lagið haldi áfram að þróa og markaðs ­ setja ný tæki og lausnir sem skapa aukið virði fyrir viðskiptavini okkar og valda straumhvörfum í matvælaframleiðslu. Hverjir eru helstu eigendur Marels og sérðu fyrir þér að það þurfi að auka hlutafé í fyrirtækinu á næstunni? Eyrir Invest er kjölfestufjárfestir með tæplega 30% eignarhlut, þar á eftir koma Grundtvig Invest og Lífeyrissjóður versl unarmanna með rúm 8% hvor. „Það er meiri óvissa í Evrópu. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að aðgerðir eins og bann Rússa við innflutningi á mat­ vælum frá Evrópu og Banda­ ríkjunum skapar tækifæri fyrir fæðuframleiðendur í öðrum löndum og þar af leiðandi tækifæri fyrir Marel.“ Ásthildur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.