Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Side 10

Frjáls verslun - 01.04.2015, Side 10
10 FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 „Höftin valda óvissu, ekki síst vegna þess sem gæti gerst þegar þau eru úr sögunni.“ kaupmaðurinn Alþjóðlegri verslun En margt annað er ólíkt og sumt hefur breyst, einmitt vegna þess að Pálmi í Hagkaupum fór nýjar leiðir og barðist m.a. gegn höftum í versluninni. Meðal áberandi breytinga síð ustu ár er að æ fleiri verslanir á Íslandi eru annaðhvort hluti af eða í nánu samstarfi við stórar alþjóð legar verslanakeðjur. Þannig er með Sports Direct. Þetta er bresk keðja með um 600 verslanir í Evrópu. Bara ein er á Íslandi – enn sem komið er. Hér er um að ræða nafn­ leigu – franc hise – með nánu samstarfi um birgðir, skipulag og útlit. Sigurður á 60% af verslun inni á móti 40%, sem eru í eigu Sports Direct. Verslunin á Íslandi nýtur góðs af verulegum magninnkaup um allrar keðjunnar og það á stóran þátt í að verð er hagstætt og veltuhraði mikill. Fjölskyldufólk „Okkar markhópur er fjölskyldu­ fólk. Hingað kemur ungt fólk með börn. Þetta er fólk sem þarf að endurnýja fatnaðinn oft vegna slits og vegna þess að börnin eru á innan við ári vaxin upp úr því sem keypt var síðast. Við selj um því mikið af skóm til dæmis,“ segir Sigurður. Upphaflega var verslunin á Smáratorgi við hliðina á Bónus og Rúmfatalagernum en var svo flutt í Lindir 2013 handan Reykjanesbrautarinnar vegna plássleysis. Við það fór hún úr 1.320 fm í 2.000 fm. Hann segir að staðsetningin hafi mikil áhrif á veltuna. Smára­ torgið hentaði vel í upphafi því þar eru „ung“ hverfi allt í kring og aðrar verslanir sem laða að sama viðskiptahóp, verslanir eins og Rúmfatalagerinn og Bónus. Þetta, auk þess að geta boðið upp á lágt verð í krafti stórinnkaupa, heillar verslana­ „Ég á alltaf eftir síðustu önnina í hagfræðináminu. Ég fann bara að ég varð að nota þetta tækifæri og opnaði verslunina við Smáratorg 26. maí 2012,“ segir Sigurður Pálmi.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.