Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.04.2015, Blaðsíða 12
12 FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 „Okkar markhópur er fjölskyldufólk. Hingað kemur ungt fólk með börn.“ Viðtalkaupmaðurinn „Við leggjum áherslu á mikið magn og úrval og það getur verið þröng á þingi í verslun­ inni. Mörg vörumeki eru í eigu keðjunn ar en við seljum líka öll önnur þekkt vörumerki. Ef varan selst ekki er hún sett á tilboð og verðið lækkað, jafnvel mjög mikið, frekar en að safna birgðum,“ segir Sigurður Pálmi. Þetta eru allt aðferðir sem nýtt­ ar eru um allan heim og eru að ryðja sér til rúms á Íslandi. Sumir segja að þetta hafi slæm áhrif á fjölbreytni og eyði smátt og smátt öllum sérkennum: Allar búðir verði eins, sama hvert komið er í heimunum. Og að þetta bjóði heim hættunni á fákeppni. Sigurður Pálmi svarar á móti að breytingar í verslun séu ekki nýjar. Fyrirkomulag verslunar hafi verið að breytast á öllum tímum. Þannig sé „kaupmaðurinn á horninu“ horfinn en nýjar sérversl anir komnar í staðinn og njóti vinsælda. „Ég hef þá trú að það komi alltaf upp ný tækifæri ef viðskipti eru frjáls,“ segir Sigurður Pálmi. Óvissa tengd gjaldeyris­ höftunum Þetta leiðir talið að þeim takmörk­ unum sem eru á viðskipum á Íslandi. Gjaldeyrishöftin snerta ekki innflutning beinlínis. Þau hafi hins vegar áhrif á erlendar fjárfestingar og ekki síst viðhorf erlendra fjárfesta til Íslands. Sig­ urður Pálmi þekkir þetta og segir að breskir meðeigendur hans spyrji um höftin og um hvað gerist þegar og ef þeim verður aflétt. „Höftin valda óvissu, ekki síst vegna þess sem gæti gerst þegar þau eru úr sögunni. Það hefur áhrif á verðlag, getur leitt af sér verðbólgu um tíma og það verður einhver dýfa í kaupmætti ef gengið fellur tímabundið. Þetta er áhyggjuefni og erlendir meðeigendur vita vel af þessari stöðu,“ segir Sigurður Pálmi. „Ég sé ekkert að því að beita sköttum til að draga úr ásókn í að skipta krónum í erlendan gjaldmiðil en enginn veit hver niðurstaðan verður og það er bagalegt,“ segir hann ennfremur. Tvöfaldir tollar Það er líka ýmislegt annað í viðskiptaumhverfinu sem íþyngir versluninni. Megnið af íþrótta­ vörum í heiminum er framleitt í Austurlöndum fjær. Svo er og um vörur hjá Sports Direct, sem fær vöruna fyrst flutta með tolli inn í Evrópusambandið og svo er aftur tollur inn til Íslands. Þarna myndi aðild að ESB augljóslega einfalda málið. „Í þessu ESB­máli væri að mínu viti rétt að ljúka samningum, sjá hvað kemur út úr þeim og láta fólkið segja sitt álit. Það er gáfu­ legri leið en sú sem ríkis stjórnin hefur valið, sem er að taka ákvörðunarvaldið um eitt stærsta mál Íslandssögunnar úr höndum fólksins,“ segir Sigurður Pálmi. Það má líka hugsa sér niðurfellingu á tollum. „Tollar eru settir á til að vernda innlenda framleiðslu. Núna er nær enginn fataiðnaður eftir á Íslandi og þau föt sem hér eru framleidd eru sérvara, t.d. tískuhönnun og fatnaður úr íslenskum afurðum, sem ekki er framleidd í verulegu magni. Jafnvel lopapeysur eru prjónaðar í Kína. Tollarnir þjóna því ekki sínum upphaflega til - gangi og hækka bara vöruverð til almennings,“ segir Sigurður Pálmi. En þrátt fyrir ýmsar athuga­ semdir gengur verslunin vel og Sigurður vill ekki útiloka að hann færi út kvíarnar á Íslandi. Hvar og hvenær það verður veit þó enginn en Sigurður er sífellt að skoða hvar tækifærin leynast á markaðnum. „Afi skoðaði veltu á fermetra, veltuhraða, jafnvægið á milli sölu og fastakostnaðar og að binda ekki of mikið fjármagn í birgðum. Launakostnaður má ekki fara úr böndum og heldur ekki vera svo lágur að mikilvæg verk í fyrirtækinu séu ekki unnin.“ Við gerum vel við bílinn á meðan þú ferðast bilahotel.is P2 P1 P3 Kom ur Flugstöð Brottfarir Fáðu bílinn tandurhreinan og í toppstandi þegar þú kemur heim úr ferðalagi. Leggðu bílnum hvar sem er í skammtímastæði brottfararmegin (P1) og settu lykla ásamt verkbeiðni í sjálfsafgreiðslustöð Bílahótels í brottfararsal. Auk þrifa og geymslu er hægt að láta skoða bílinn og inna nauðsynlegar viðgerðir af hendi. Hagstæðast er að panta þjónustuna fyrirfram á bilahotel.is þar sem jafnframt er að finna nánari leiðbeiningar. Bókaðu bílinn núna á bilahotel.is PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 52 55 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.