Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Síða 15

Frjáls verslun - 01.04.2015, Síða 15
FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 15 Þ að fylgja því bæði kostir og gallar að hafa mikla veltu á hluta bréfa­ mörkuðum. Mér er ekki kunnugt um neinar rann sókn ir sem hafa sýnt fram á einhvers konar full ­ komið jafnvægi á milli þess að dregið sé sem mest úr göllum tíðra viðskipta og jafnframt kost um þess að hafa virkan hluta bréfamarkað. Ég fjalla hér stuttlega um helstu kosti og galla við veltu á hlutabréfamörkuðum og síðan lít ég á þróun íslensks hlutabréfamarkaðar síðustu miss eri. Ber ég saman veltuna á Íslandi við erlenda markaði. Það má segja að gallana af tíðum viðskiptum megi orða í eintölu. Langmesti ókostur tíðra viðskipta er kostnaður sem fylgir þeim. Sé verið að kaupa og selja mikið sama verðbréfið kemur það niður á ávöxtun eigenda verð bréfa. Hinn frægi fjárfestir Warren Buffett hefur til að mynda gagn rýnt fjölda viðskipta á banda rísk um hluta bréfamarkaði. Hefur í því sambandi verið áætlað að um það bil fjórðung­ ur allrar ávöxtunar hlutabréfa í Banda ríkjunum hafi farið í mismunandi viðskiptakostn að sem tengist kaupum og sölu hluta bréfa. Slíkt kemur augljós­ lega niður á ávöxtun hlutabréfa að teknu tilliti til kostnaðar. Gamall brandari innan banda ­ rísks verðbréfamarkaðar snerist um auglýsingaherferð sem ákveðið verðbréfa fyrirtæki stóð fyrir. Í stað þess að nota upphafl egu setninguna „We make money the old fashioned way, we earn it“, (sem í lauslegri þýðingu merkir Við búum til fé á gamla mátann: Við öflum fjárins), þá var henni breytt. Notuð var setningin: „We make money the old fashioned way, we churn it“. Sem merkir: Við öflum fjár með gamaldags aðferð, við mjólkum féð með tíðum viðskiptum. Hér var augljóslega verið að vísa í við skiptahætti þar sem kaup og sala verðbréfa, sem verð bréfafyrirtækið gerði fyrir hönd viðskipta vina, hefðu fyrst og fremst haft að leiðarljósi að ná hagn aði fyrir verðbréfafyrirtækið í formi við skipta þóknana fremur en hag viðskiptavina þess. Tíðni hlutabréfaviðskipta er eitt af því fyrsta sem margir fjárfestar líta til þegar hlutabréfasjóður er valinn. Ef fjárfestar telja ólíklegt að sjóðstjórar geti veitt ávöxtun til lengri tíma, sem er umfram þá ávöxtun sem fæst með því að fjárfesta einfaldlega í svokölluð­ um vísitölusjóðum, fjárfesta þeir síður í slíkum sjóðum. Telji þeir aftur á móti að sjóð­ stjórar hafi það sem þarf til að kaupa og selja verðbréf sem veiti ávöxtun umfram markaðsávöxtun og einnig meðfylgjandi kostnað við slíkt fjárfesta þeir í slíkum sjóðum. Hérlendis hef ég ekki orð ­ ið var við óvenjulega mikla veltu hjá ís lenskum hluta bréfasjóðum en ég minnist þó skuldabréfasjóðs fyrir langalöngu, sem ég ætla ekki 1 Það má segja að gall ana af tíðum viðskipt um megi orða í eintölu. Langmesti ókostur tíðra viðskipta er kostnaður sem fylgir tíðum viðskiptum. Sé verið að kaupa og selja mikið sama verðbréfið kemur það niður á ávöxtun eigenda verðbréfa. Hinn frægi fjár- festir Warren Buffett hefur til að mynda gagnrýnt fjölda viðskipta á bandarískum hlutabréfamarkaði. 2 Hérlendis hef ég ekki orðið var við óvenju-lega mikla veltu hjá ís lenskum hlutabréfasjóðum en ég minnist þó skuldabréfa- sjóðs fyrir langalöngu, sem ég ætla ekki að nefna á nafn. Ákveðna aðila á verðbréfamarkaði grunaði að sá sjóður væri stöðugt með slakari ávöxtun en sambæri- legir sjóðir vegna mikillar veltu á skuldabréfum þess. 3 Hér á Íslandi er mis mun-ur kaup- og sölutilboða þó enn í kringum 1%. 4 Eitt af því sem skiptir miklu máli varðandi verðlagningu verð bréfa er það áhættuálag sem fjár- festar skynja við verðlagn- ingu þeirra. Því hærra sem áhættuálagið er, þeim mun verðminni verða verðbréfin. Lækki áhættuálagið aftur á móti verða bréfin verðmeiri. 5 Því má við bæta að fyrirtæki semja oft við verðbréfafyrirtæki um að hafa viðskiptavakt á hlutabréfum sínum þannig að verðbréfafyrirtækin setja alltaf inn kaup- og sölutilboð á hlutabréfum fyrirtækisins. Már Wolfgang Mixa. Hættan er sú að verðbréfafyrirtæki eigi tíð hlutabréfaviðskipti fyrir hönd viðskiptavina sinna með það að leiðarljósi að ná hagnaði fyrir verðbréfafyrirtækið í formi viðskiptaþóknana fremur en hag viðskiptavina þess.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.