Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Side 17

Frjáls verslun - 01.04.2015, Side 17
FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 17 Markaðsvirði hlutafélaga á aðallista Nasdaq Iceland er núna um 843 milljarðar króna en var 662 milljarðar í lok síðasta árs og 536 milljarðar í lok ársins 2013. Félögum hefur fjölgað á undanförnum mánuðum. Össur er núna metinn á 221 milljarð króna í kauphöllinni. Á árinu 2014 jókst markaðsvirðið í kauphöllinni um 20% á meðan veltan með bréf jókst um 10% og fjöldi viðskipta var svipaður. texti: Már WolfGanG Mixa K auphöll Íslands birtir reglu lega upplýsingar um veltu íslenskra hlutabréfa sem skráð eru í Kauphöllinni. Á töflu 1 sést að veltan hefur verið töluverð síðustu árin. Árið 2013 var velta á aðalmarkaði rúmlega 250 milljarðar króna og jókst árið 2014 um 10%. Fyrstu fjóra mánuði ársins 2015 var veltan 104 milljarðar króna en hún var 93 milljarðar króna fyrstu fjóra mánuði ársins 2014 og jókst því á milli ára um rúmlega 10% á því ákveðna tímabili. Þessar tölur segja þó ekki alveg alla söguna. Markaðsvirði íslenskra hlutabréfa hefur jafnt og þétt verið að aukast síðustu árin. Sú þróun hefur átt sér stað vegna þess að gengi hlutabréfa hefur hækkað samhliða betri rekstrartölum hjá flestum skráðum félögum í kauphöllinni. Einnig hefur skráðum hluta ­ félögum fjölgað síðustu árin. Í árslok 2013 var samtala markaðsvirðis skráðra íslenskra hlutabréfa 536 milljarðar króna en sú tala var komin í 662 milljarða króna í árslok 2014. Jókst markaðsvirðið því um 20% á milli ára Hlutabréf Nasdaq IcelaNd Ár velta Tafla 1. Veltan er í milljörðum króna 2013 251 2014 276 2015/4 104 2014/4 93 veltuhraði hlutabréfa á Íslandi Magnús Harðarson, aðstoðarforstjóri Nasdaq Iceland. Fyrstu fjóra mánuði ársins 2015 var veltan með hlutabréf í kauphöllinni 104 milljarðar króna á móti 93 milljarða veltu sömu mánuði árið 2014.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.