Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Page 18

Frjáls verslun - 01.04.2015, Page 18
18 FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 en veltan hins vegar aðeins um 10% í hérum­ bil jafnmörgum viðskiptum. Það sem aðallega er litið til er árlegur veltu ­ hraði hlutabréfa. Veltuhraðinn mælir hversu mikil viðskipti eru samanlagt í kauphöllinni til móts við meðaltal af markaðsvirði hlutabréfa. Ef markaðsvirði hlutabréfa á tilteknu ári er til dæmis að meðaltali 100 milljarðar króna og viðskipti með hlutabréf á því ári samanlagt 40 milljarðar króna er veltuhraðinn 40%. Tafla 2 sýnir að árlegur veltuhraði í kauphöll- inni Nasdaq Iceland (sem veitir þessi gögn) var í kringum 57% árið 2013 en hann var kominn niður í 48% árið 2014. Fyrstu mánuðir ársins 2015 gefa til kynna að veltuhraðinn sé að dragast örlítið saman og er hann kominn niður í 45% á ársgrundvelli. Þetta skýrist ekki af því að veltan sé að minnka heldur einfaldlega af því að veltan hefur ekki aukist í sama mæli og markaðs­ virði skráðra íslenskra verðbréfa í Kauphöl l­ inni. Það má því segja að það sé einfaldlega hlutf allslega að hægjast á veltunni; aukningin í veltu er tilkomin vegna þess að skráðum hlutabréfum fjölgar og undirliggjandi mark ­ aðs virði þeirra félaga sem fyrir eru hefur verið að aukast. Tafla 2. Viðskipti og virði hluta­ bréfa í Kauphöll inni Þessar tölur segja ef til vill lítið án þess að gera samanburð við erlenda markaði. Spurn ingin er þá hvort íslenski markaðurinn sé í einhverju samræmi við það sem eðlilegt getur talist og er þá mikilvægt að líta til bæði kosta og galla sem fylgja veltu á mörkuðum. Er ákveðið jafnvægi á milli kostnaðar og seljanleika á Íslandi? Samanburðurinn við erlenda markaði sýnir að veltuhraðinn á Íslandi er aðeins minni en annars staðar á Norðurlöndunum. Miðað við tölur á árinu 2014 var veltuhraðinn rétt undir 50% á Íslandi en að meðaltali rúmlega 60% í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Var veltu­ hraðinn svipaður hjá Norðurlandaþjóð unum árin áður. Líta verður til þess að erlendir fjárfestar eiga ekki auðvelt með að fjárfesta í skráðum hlutabréfum á Íslandi án þess að taka á sig óvissu gjaldeyrishafta. Þetta dregur úr veltuhraða og passar við almenn lögmál fjármálamarkaða um að því fleiri valkosti sem fyrirtæki hafi til að fjár magna rekstur sinn, í þessu tilviki einnig erlenda fjárfesta varðandi hlutabréf þeirra, þeim mun minni verði fjármagnskostnaður þeirra. Eins og staðan er í dag eiga flest íslensk fyrirtæki í erfiðleikum með að fjármagna rekstur sinn utan landsteinanna. Veltuhraðinn er töluvert meiri í Bretlandi og Bandaríkjunum. Samkvæmt tölum frá árinu 2012 var veltuhraðinn 84% í Bretlandi og 124% í Bandaríkjunum. Þetta þýðir að hvert skráð hlutabréf í Bandaríkjunum var til Hlutabréf reyKJavíK StoKKhólmur helSinKi Árlegur veltuhraði kauphalla 48% 66% 69% Nasdaq IcelaNd Ár Fjöldi viðskipta Árlegur veltuhraði markaðsvirði fyrirtækja í kauphöllinni Fjöldi fyrirtækja í kauphöllinni 2013 22.628 57% 536 14 2014 22.938 48% 662 14 2015/5 7.135 45% 843 16 Markaðsvirði hlutafélaga í milljörðum króna. Tafla 2. Samanburðurinn við erlenda markaði sýnir að veltuhraðinn á Íslandi er aðeins minni en ann­ ars staðar á Norðurlöndunum. Miðað við tölur á árinu 2014 var veltuhraðinn rétt undir 50% á Íslandi en að meðaltali rúmlega 60% í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Árlegur veltuhraðI ísland Svíþjóð Finnland Danmörk Bandaríkin Bretland 48% 66% 69% 55% 124% 84% Heimildir: Norðurlönd hjá NASDAQ OMX, Bandaríkin og Bretland hjá World Bank. Tafla 3.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.