Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Side 35

Frjáls verslun - 01.04.2015, Side 35
FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 35 M argir verja miklum tíma í að lesa og svara miklu magni af tölvupósti,“ segir Ingrid Kuhlman, sem er með nokkur ráð fyrir stjórnendur svo að tölvupósturinn verði ekki þeim mun meiri tímaþjófur. Í fyrsta lagi er gott að taka frá fastan tíma til að svara tölvu­ pósti, sem er mjög góð leið til að auka framleiðni. Þannig nær maður meiri einbeitingu og það tekur líka styttri tíma að svara erindun um í einu lagi. Í öðru lagi er forgangsröðun­ in alltaf jafnmikilvæg, t.d. að skipta tölvupóstinum í „verð að svara“, „ætti að svara“ og „gæti svarað“. Hugsanlega væri hægt að láta síðasta liðinn mæta afgangi. Í þriðja lagi er gott að láta starfs menn vita að stjórnandinn svari á vissum tímum dagsins þannig að þeir séu ekki að bíða eftir svari eða fari að hringja og trufla hann. Í fjórða lagi er mikilvægt að svara stutt og hnitmiðað og koma sér fljótlega að efninu því fólk nennir ekkert að lesa langlokur sem eyða dýrmætum tíma. Í fimmta lagi er gott að núm era spurningar eða fyrirspurn ir ef þær eru fleiri en ein en þá eru meiri líkur á að fá svör við þeim öllum. Í sjötta lagi er gott að nota inn boxið aðeins til að taka á móti tölvupósti. Um leið og búið er að afgreiða málið fer pósturinn í einhverja ákveðna möppu, eða þá að viðkomandi eyðir honum, þannig að í innboxinu eru bara mál sem á eftir að ljúka við. Í sjöunda lagi er lykilatriði að vera nákvæmur, skýr og kurteis í tölvupóstssamskiptum. Tölvupósturinn er frábært tæki sem auðveldar líf okkar og starf en þetta er líka einn helsti tíma­ þjófur nútímans. Tölvupósturinn sem slíkur er þó ekki vanda­ málið heldur það hvernig við stjórnum honum. Þetta er án efa nokkuð sem stjórnendur þurfa að leggja áherslu á.“ að ná tökum á tölvupóstinum HOLLRÁÐ Í STJÓRNUN ingriD Kuhlman framkvæmda stjóri Þekkingarmiðlunar „Gott er að láta starfs ­ menn vita að stjórnand­ inn svari á vissum tímum dagsins þannig að þeir séu ekki að bíða eftir svari eða fari að hringja og trufla hann.“ Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Álitsgjafar

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.