Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Qupperneq 64

Frjáls verslun - 01.04.2015, Qupperneq 64
64 FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 F yrir mína tíð var Kópavogur kallaður svefnbær. Það er ekki hægt að segja það leng ur um Kópavog, sem er orðinn bæjarfélag með afar fjölbreyttu atvinnulífi – hjarta höfuðborgarsvæðisins slær í Kópavogi,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjar stjóri Kópavogs, sem varð sextíu ára 11. maí. Þegar Kópavogur fékk kaup staðar ­ réttindi 1955 voru íbúar þrjú þúsund sjö hundruð áttatíu og þrír en nú eru þeir komnir yfir þrjátíu og þrjú þúsund. Í aðal skipulagi fyrir Kópavog er gert ráð fyrir að íbúar verði fjörutíu þúsund í lok skipu lagstímabilsins 2024. Það má því ætla að eftir níu ár verði Kópavogur nær full byggður. „Ég legg mikla áherslu á að við styrkjum alltaf þá hlekki sem eru byrjaðir að gefa sig, þannig náum við að halda saman sterkri liðsheild í bæjarfélaginu okkar. Við höfum það hugfast að engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn,“ segir Ármann og segir að það sé bjart fram ­ und an í Kópavogi. „Heildarskuldir hafa lækkað og rekstur bæjarfélagsins er hag ­ kvæmur. Við munum nú einbeita okkur að því að hlúa að Kópavogi; fjörutíu þúsund íbúa sveitarfélag getur verið mjög hag ­ kvæmt í rekstri. Við höfum tekið þá ákvörðun að fara ekki í meiri uppbyggingu á Vatnsenda á meðan málin eru að skýrast hjá eigendum svæðisins. Fjölgun íbúa verður því fyrst og fremst inn á við. Það er óneitanlega hag kvæmt fyrir okkur að stækka bæinn þannig. Við nýtum þá betur alla innviði sem við höfum, eins og skóla og leikskóla, gatnakerfið og íþróttamannvirkin,“ segir Ármann, en íbúafjölgun í Kópavogi á næstu árum vezrði á þremur svæðum: Á Glaðheimasvæðinu svonefnda – fyrir ofan Bæjarlind. Þar verða fimm hundruð íbúðir og segir Ármann að nánast sé búið að ljúka úthlutun á tvö hundruð og sextíu íbúðum. Framkvæmdir eru hafnar á svæðinu. Á svæðinu fyrir ofan Smáralind til suðurs, sem verið er að hanna. Þar verða hátt í fimm hundruð íbúðir. Þá verður fjögur hundruð íbúða bryggjuhverfi á Kársnesi. Einnig er fyrirhugað að þétta byggð á Kársnesinu. Í góðuM FARVegi „Við erum ánægð með að uppbygging bæjar ins skuli vera komin í þennan far ­ veg. Við styrkjum það sem við eigum og hlú um að ýmsu sem betur má fara. Hugum að viðhaldi, að breikka göngu­ og hjólastígakerfið, sem við höfum markvisst byggt upp, og fegra enn frekar falleg úti ­ vistarsvæði. Þá þurfum við að lífga upp á margar eldri byggingar bæjarins sem hafa verið látnar sitja á hakanum síðan kreppa fór að. Við eigum núna betri möguleika á að standa okkur betur í að þjónusta íbúana. Vera með vakandi auga fyrir hvar betur má gera. Við höfum fengið spennandi tækifæri til að fegra umhverfi okkar þannig að öllum líði vel. Við viljum gera betur í því sem við erum að gera og fást við,“ sagði Ármann. SKólARniR næR FullbyggðiR Að sögn Ármanns eru skólarnir í Kópavogi nær fullbyggðir í nýjustu hverfunum. Það vantar þó íþróttahús við Vatnsendaskóla, sem er í farvatninu og er lokahnykkurinn við skólann. Það hús verður í stærri kantinum og sérstaklega hannað fyrir Fimleikafélagið Gerplu. „Þá höfum við verið að stækka Hörðu ­ valla skóla, höfum innréttað hluta Kórsins fyrir efstu stig skólans – áttunda, níunda og tíunda bekk. Þannig léttum við á skólanum. Við leggjum mikla áherslu á þjónustu við ármann kr. Ólafsson bæjarstjóri er ánægður með stöðu kópavogs á 60 ára afmælisári bæjarins Kópavogur SteFnir í 40 ÞÚsuNd ÍBÚa texti: siGMundur Ó. steinarsson / Myndir: aðsendar kópaVogur 60 Ára kópAvoGur er í mIðju hÖFuðBorGArsvæðIsIns Kópavogsbúar eru núna yfir 33 þúsund. Í aðalskipulagi Kópavogs er gert ráð fyrir að íbúar verði fjörutíu þúsund í lok skipulagstímabilsins 2024. Það má því ætla að eftir níu ár verði Kópavogur nær fullbyggður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.