Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Page 71

Frjáls verslun - 01.04.2015, Page 71
FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 71 K ópavogskirkja er glæsi­legt tákn bæjarins. Hún var reist á árunum 1958-1962 eftir teikn- ingu frá embætti húsameistara ríkisins, sem Hörður Bjarnason veitti forstöðu á þeim tíma. Ragn­ ar Emilsson, arkitekt hjá embætt­ inu, vann ásamt húsameistara mikið að teikningu kirkjunnar. Grunnur hennar var helgaður hinn 16. ágúst árið 1958 og hornsteinn lagður af biskupi Íslands hinn 20. nóvember árið eftir. Það var svo hinn 16. desember árið 1962 sem Sigurbjörn Einars­ son, þáverandi biskup Íslands, vígði kirkjuna. Kópavogskirkja er krosskirkja og að því leyti er hún hefðbundin, en bogar hennar gera gefa henni í senn tignarlegt og mjúkt yfirbragð. Hún stendur á stað sem nefnist Borgir eða Borgarholt en umhverfi hennar er friðað. Frá kirkjunni er einstakt útsýni. Steindir gluggar listakon­ unnar Gerðar Helgadóttur, sem prýða kirkjuna, setja mikinn svip á hana. Altarismynd eftir listakon­ una Steinunni Þórarinsdóttur var sett upp árið 1990. Listakonan Barbara Árnason gerði mynd sem er í kirkjunni og sýnir Jesú blessa börn. Barbara gerði einnig fjórar myndir, unnar í messing, sem eru á predikunar­ stól kirkjunnar. Þær eru tákn­ myndir fyrir guðspjallamennina fjóra. Kópavogskirkja er glæsilegt tákn bæjarins Kópavogskirkja er glæsilegt bæjartákn Kópavogs. Hún stend­ ur á holti er nefnist Borgarholt og sést víða að. umhverfið í kringum kirkjuna er friðað. Turninn í Kópavogi, hæsta bygg ing landsins, setur núna svip sinn á Smárahverfið í Kópavogi.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.