Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Blaðsíða 75

Frjáls verslun - 01.04.2015, Blaðsíða 75
FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 75 mætti kalla á íslenzku valda­ teymi, þ.e. þegar hjón byggja upp hvort um sig tengslanet á ákveðnu sviði, hvort sem er í pólitík eða annars staðar, sem sameiginlega verða svo að eins konar valdakjarna. Þessi valdakjarni þeirra stjórn­ aði Kópavogi í tvo áratugi og mótaði þá sérstöðu, sem það bæj­ arfélag hefur notið á höfuð borg ar­ svæðinu frá þeim tíma. Þetta var bæjarfélagið, sem að þeirra sögn lagði áherzlu á börn og möguleika þeirra til menntunar. Það er ekki fráleitt að ætla að sú áherzla sé sprottin úr lífs­ reynslu beggja. Orð fór af náms­ gáfum Finnboga Rúts á unga aldri en hann þurfti á stuðningi að halda – sem hann fékk – til að menntast. Hulda stefndi á háskólanám en varð að hætta við þegar hún missti föður sinn og bróður í sjóslysi og fór að vinna til að bræð ur hennar gætu menntast. Þannig var veröldin þá. Þessi forsaga Kópavogs er gjörólík sögu annarra sveitarfé­ laga á höfuðborgarsvæðinu. Að einhverju leyti var Kópavogur í upphafi samfélag fátæka fólks ins, sem byggði hús sín að verulegu leyti með eigin hörðu höndum. Annað áherzluatriði í pólitík þessa valdateymis á Marbakka var menningin samtvinnuð við réttindabaráttu kvenna. Þess vegna beitti Hulda sér fyrir því að Gerður Helgadóttir gerði glugga í Kópavogskirkju og í framhaldi af því varð til Gerðar­ safn. Og þess vegna fékk hún einn merkasta arkitekt okkar samtíma, Högnu Sigurðardóttur, til að teikna Sundlaug Kópavogs, sem stendur á Rútstúni. Þessi áherzla á menningu fylgdi Rúti frá ritstjóratíð hans á Alþýðub­ laðinu. Ýmsir helztu menningar­ frömuðir þeirra tíma skrifuðu í Alþýðublaðið og teiknuðu í blaðið. Sú áherzla sést líka í útgáfu­ bókum Menningar­ og fræðslu­ sambands alþýðu, sem hann veitti forstöðu um skeið. Sú útgáfa er rannsóknarefni út af fyrir sig. Það er ljóst að mark­ miðið hefur verið að mennta og uppfræða alþýðuna. Loks má nefna hinn félagslega þátt í sveitarfélaginu en í þeirra tíð var Kópavogskirkja, hið mikla verk Harðar H. Bjarnasonar, húsameistara ríkisins, byggð og átti Hulda mikinn þátt í því svo og Félagsheimili Kópavogs, þar sem bæði var rekið kvikmynda­ hús og leikstarfsemi. Þetta er það andrúm, sem ríkti í kringum valdateymi þeirra hjóna, en merkilegasta arfleifð þeirra er áreiðanlega hið mikla landsvæði, sem Rútur tryggði Kópavogsbæ með pólitískri herkænsku og þýðir að það bæjarfélag hefur sennilega yfir mesta ónotuðu landrými sveitarfélaga á höfuð ­ borgarsvæðinu að ráða, sem um leið tryggir bæjarfélaginu lykilstöðu í þróun höfuðborgar­ svæðisins í framtíðinni. Einveldi vinstrimanna í Kópa­ vogi er liðin tíð alveg eins og yfirráð Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavík heyra sögunni til. Gunnar I. Birgisson er áreiðanlega sá forystumaður Kópavogs sem markað hefur dýpst spor í sögu bæjarfélagsins á síðari áratugum. Fyrir áratug, í aðdraganda 50 ára afmælis Kópavogs sem kaupstaðar, fór ég með honum í bíltúr um bæinn til að undirbúa umfjöllun Morgun­ blaðsins um það afmæli. Á því ferðalagi hugsaði Gunnar upphátt um það hvenær breyta ætti Kópavogi úr bæ í borg og hvenær bæjarstjórn Kópavogs yrði borgarstjórn Kópavogs og bæjarstjóri Kópavogs borgar ­ stjóri Kópavogs. Í samtali við Ármann Kr. Ólafs­ son, núverandi bæjarstjóra Kópa vogs, hafði ég orð á þess um hugleiðingum Gunn­ ars fyrir áratug og heyrði þá á Ármanni að þessi spurning væri á dagskrá. Kannski líður senn að því að samfélag hinna fátæku og póli tískt útskúfuðu verði önnur „borgin“, sem verður til á Íslandi! vALdAteymI Hjónin Finnbogi Rútur Valdimarsson og Hulda dóra Jakobsdóttir mörkuðu sporin fyrstu tvo áratugina í kaupstaðnum Kópavogi. Þau voru það sem í nútímanum er kallað í fjölmiðlamáli „power couple“, sem kannski mætti kalla á íslenzku valdateymi, þ.e. þegar hjón byggja upp hvort um sig tengslanet á ákveðnu sviði, hvort sem er í pólitík eða annars staðar, sem sameiginlega verða svo að eins konar valdakjarna. Þessi valdakjarni þeirra stjórnaði Kópavogi í tvo áratugi og mótaði þá sérstöðu, sem það bæjarfélag hefur notið á höfuðborgarsvæðinu frá þeim tíma. Þetta var bæjarfélagið, sem að þeirra sögn lagði áherzlu á börn og möguleika þeirra til menntunar. Hlíðasmára 8 og Spönginni 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.