Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Page 86

Frjáls verslun - 01.04.2015, Page 86
86 FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 stríð og friður á vinnumarkaði Væringarnar á vinnumarkaðinum um þessar mundir eru hinar mestu í nærri fjörutíu ár. Þótt fremur friðsælt hafi verið á vinnumarkaði frá því upp úr aldamótum á Ísland sér mikla sögu um tíðni verkfalla alla síðustu öld og þau vatnaskil orðið að almenni vinnumarkaðurinn hefur verið nokkuð friðsæll meðan opinberi geirinn gerist stöðugt herskárri. Þar til nú. texti: Björn ViGnir siGurPálsson a lda verkfalla og verk falls ­hótana hefur skollið yfir land og þjóð á vordögum og sér ekki fyrir endann á því þegar þetta er skrifað. Þetta er mesta ókyrrð á íslenskum vinnu­ markaði frá átök unum í aðdrag­ anda sól stöðusamninganna 1977 en ann ars eru verkföll eng in nýlunda hér á landi vegna þess að mest an hluta síðustu aldar voru verkföll svo tíð að talað var um að Íslendingar ættu heimsmet í fjölda verkfalla. Orðið verkfall kemur fyrir í íslen­ sku máli seint á 19. öld án þess að samhengið sé kunn ugt. Það er ekki einrátt til að byrja með því einnig var talað um skrúfu, tökuorð beint úr dönsku (skrue), VinnuDeilur

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.