Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Blaðsíða 91

Frjáls verslun - 01.04.2015, Blaðsíða 91
FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 91 ákveðinn hlutar. Þessar deil ur voru einu nafni nefndar Borð ­ eyrardeilan og er hún ein sú hatrammasta í íslenskri verka ­ lýðs sögu. Í söguatlasinum var undir rót þessara átaka að öðrum þræði talin valdabarátta milli sósía lista og kommúnista um verka lýðsfélögin. iðnaðarmannaverkfall 1944 – Iðnaðarmenn fara í tveggja mánaða verkfall. togarasjómannaverkfall 1950 – Verkfallið hefst 1. júlí og og stendur til 6. nóvember. Dagsbrúnarverkfall 1955 – Stundum kallað verkfall aldarinn ar og stóð í sex vikur. Mikil harka var í verkfalls­ vörslu af hálfu verkfallsvarða sem lutu stjórn Guðmundar J. Guðmundssonar, vara­ formanns Dagbrúnar, og má telja þetta eldskírn Jakans sem helsta forystumanns verka lýðs hreyfingarinnar um árabil. Verkfalls aðgerðirnar snerust aðal lega um að hefta dreifingu á eldsneyti og mjólk í Reykjavík. togarasjómannaverkfallið 1962 – Lengsta verkfall síðustu fimmtíu ára er vinnustöðvun tog - ara sjómanna árið 1962 en þeir voru frá vinnu í alls hundrað og þrjátíu daga. Verkfallið hófst 10. mars og lauk 18. júlí og á meðan barst vitaskuld lítill afli á land og áhrifin í vinnsluhúsunum því gríðarleg. Júnísamkomulagið 1964 – Svokallað júnísamkomulag 1964 hefur þótt marka tímamót í sam skiptum verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og ríkisvalds, og þá aðallega vegna þess hversu stór þáttur ríkisvaldsins var við lausn deilunnar. Vinnuvikan var stytt í fjörutíu og fjórar stundir, verkamenn fengu starfsaldurs­ hækk anir í fyrsta sinn, veikinda ­ dögum var fjölgað og ríkisstjórn gaf fyrirheit um stórfellt átak í uppbyggingu félagslegra íbúða. Þannig varð Breiðholtshverfið til með stóran hluta þess sem félagslegt húsnæði. Sólstöðusamningarnir 1977 – Hinn 22. júní þetta ár gengu verkalýðshreyfingin og atvinnu - rekendur frá kjarasamningi sín í millum sem nefndur var sól stöðu ­ samningarnir, en þeir kváðu á um allt að 40% launahækk anir einstakra hópa. Fljótt varð ljóst að sólstöðusamningarnir myndu leiða af sér enn frekari erfiðleika í efnahagsmálum og því fór svo að ríkisstjórnin greip til aðgerða. Í febrúar 1978 var gengið fellt og til framkvæmda komu efna ­ hagsráðstafanir og lög þar sem meðal annars verðbætur á laun voru skertar um helming. Verka lýðshreyfingin brást illa við og greip til skyndiverkfalla og margskonar skæruhernaðar. Fór svo að stjórnvöld milduðu aðgerðir þegar komið var fram í maí en þá var skaðinn skeður. Komið var að borgarstjórnarkosn­ ingunum, sem segja má að öðru fremur hafi snúist um efna hags - mál, og Sjálfstæðisflokkurinn tap aði meirihluta sínum. BSrB-verkfallið 1977 – Fyrsta verkfall opinberra starfsmanna, BSRB, hófst 11. október og stóð yfir í sextán daga. BSrB-verkfallið 1984 – Alls ­ herjarverkfall BSRB hófst hinn 4. október 1984 og stóð í tuttugu og sjö daga. Það ein kenndist af mikilli hörku í verkfalls vörslu og hafði mikil áhrif á þjóð félagið. Skólahald lá niðri, leik skólar voru lokaðir, strætisvagnar gengu ekki og útsendingar sjón varpsins stöðvuðust svo dæmi sé tekið. Verkfallsverðir stóðu vaktina við hafnir landsins og komu í veg fyrir affermingu skipa. Fyrir vikið fór vöruskortur að gera vart við sig þegar leið á verkfallið. Sam­ komulag náðist á milli viðsemj­ enda hinn 29. október og um leið lauk verkfallinu. Þjóðarsáttarsamningarnir 1990 – Í september 1986 varð til samkomulag á samningafundi aðila vinnu markaðarins þess efnis að koma á fót sérstakri efna ­ hagsnefnd. Í nefndinni áttu sæti sérfræðingar og samninga menn sem áttu að meta efnahags legar forsendur komandi kjara samn ­ inga, með því að huga að gengis ­ mál um, vaxta stigi, sköttum, verðlagsþróun og kaup mætti. Kjara samningurinn sem gerður var í kjölfarið og oft hefur verið nefndur „þjóðar sáttarsamn ingur­ inn fyrri“ byggðist á samkomu­ lagi aðila vinnu markaðarins og ríkis valdsins um að taka hönd um saman um að sporna gegn óðaverðbólgu og tryg­ gja kaup mátt launþega. Hinn eig in legi þjóðar sáttarsamningur var svo gerður 1. febrúar 1990 eftir mikla vinnu sérfræðinga og langar og erfiðar samningalotur. Megin samn ingsmarkmiðið var áfram að komast út úr vítahring verðbólgunnar, sem iðulega rýrði kaupmátt launa og hækkaði skuldir heimila. Á árunum 1980- 1990 hækkuðu laun um 1.450% og kaupmáttur launa minnkaði um 14%. Á árunum 1990-2000 hækk- uðu laun hins vegar um 67% en kaupmáttur launa jókst um 27%. Framaldsskólakennaverkfall 2000 – Verkfall þetta stóð í átta vikur og varð til þess að allnokk­ ur fjöldi nemenda flosnaði upp eða hvarf frá námi. grunnskólakennaraverkfall 2004 – Grunnskólakennarar og skólastjórar sem störfuðu hjá sveitarfélögunum hófu verkfall 20. september 2004. Það var stöðvað með lögum 13. nóvem­ ber eða eftir átta vikur. læknaverkfall 2014 – Fyrsta verkfall Læknafélags Íslands hófst í lok október. Aðeins var sinnt bráðatilfellum. Yfir 80% af atkvæðisbærum læknum á Íslandi tóku þátt í kosningum um verkfall hjá Læknafélagi Íslands og meira en 95% samþykktu fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir. Þær voru teknar í skrefum, skipt ­ ust á milli mismunandi sviða og jafnframt höfðu margir læknar í hótunum um að segja upp stöfum sínum, einkanlega hjá Land spítalanum. Verkfallinu lauk 7. janúar 2015. Framhaldsskólakennara- verkfall 2014 – Verkfall þetta hófst 19. september og hafði staðið í þrjár vikur þegar samn­ ingar loks tókust. Flugmannaverkfall 2014 – Verkfall flugmanna hjá Icelandair hófst 9. maí en lauk rúmri viku síðar með því að Alþingi setti lög á verkfallið í ljósi almannaheilla og gerði flugmönnum og stjórn Icelandair að ná samningum fyrir 1. júní, ella færi deilan fyrir gerðardóm. Verkfallsverðir ráða ráðum sínum í verkfallinu 1997. Verkfallsverðir lögðu sem oftar áherslu á að stöðva dreifingu á mjólk og eldsneyti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.