Frjáls verslun - 01.04.2015, Blaðsíða 97
FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 97
fólk
S
tarf mitt felst í heildar
markaðssetningu
Öskju og vörumerkja
fyrirtækisins. Einnig
stundum við innri markaðssetn
ingu, sem er að sjálfsögðu
mjög mikilvæg. Ég vinn náið
með framkvæmdastjóra og
sölu stjórum nýrra og notaðra
bíla sem og þjónustusviði. Við
förum yfir stöðu deildarinnar og
ákveðum herferðir til að keyra
á og ég set upp birtingaplön í
sam vinnu við auglýsingastofur
og birtingahús. Við framleiðum
ekki mikið efni sjálf en þurfum að
staðfæra það sem við fáum frá
birgjum okkar að utan. Mark
aðs deildin skipuleggur allar
sýningar, stórar sem smáar, en
þá kem ég að allri framkvæmd
frá auglýsingum til veitinga og
starfsmanna. Á stórum sýningum
kemur deildin að hönnun bása
í samvinnu við auglýsingastofu.
Við sjáum að auki um samfé
lags miðlana, en við erum með
fimm öflugar facebooksíður fyrir
fyrirtækið. Ég er svo alltaf með
puttana í heildarútliti Öskju.“
Askja er ört stækkandi bílaum
boð. Starfsmenn eru rúmlega
níutíu og í markaðsdeildinni
eru auk Freyju Leópoldsdótt
ur markaðsfulltrúi og vefstjóri.
„Það er frábært að vinna hjá
fyrirtækinu, sem hugsar vel um
starfsfólk sitt,“ segir Freyja sem
segist alltaf hafa haft mikinn
áhuga á bílum en afi hennar og
föðurbróðir ráku báðir bílasölu
um tíma. Hún segir að áhugi á
markaðsfræði tengist m.a. því að
faðir hennar, Leópold Sveins
son, rekur í dag markaðsstofu og
hefur áður átt auglýsingastofur.
„Bílamarkaðurinn á Íslandi er
í örum vexti en bílafloti Íslend
inga er einn sá elsti í Evrópu.
Bæði vörumerki Öskju, Kia og
MercedesBenz, ganga mjög vel;
Kia er næstmest selda bíla merki
á Íslandi og MercedesBenz mest
selda lúxusmerki landsins.“
Freyja er með próf í
alþjóðaviðskipta og markaðs
fræði frá Business Academy
SouthWest í Esbjerg í Danmörku
og hefur unnið hjá Öskju frá því
hún var nýútskrifuð en hún hóf
þá störf sem markaðsfulltrúi.
Unnusti Freyju er Eiríkur Lárus
son rafvirki. Dóttir þeirra, Ísmey,
er tuttugu mánaða.
Freyja og Eiríkur eru að byggja
hús og segir hún að allur þeirra
frítími fari í það.
„Ég hef líka áhuga á mótor
hjól um og keppti í mótorkrossi í
nokkur ár en ég er með götu
hjólapróf og á mótorhjól. Ég hef
líka áhuga á almennri útivist og
ferðalögum.
Svo eigum við tjaldvagn sem
við reynum að nota,“ segir
Freyja, þannig að fjölskyldan fer
sennilega í útilegu í sumar og
notar hann.
„Ég hef líka áhuga á mótor hjól um og keppti í mótorkrossi í nokkur ár en ég er með götu hjólapróf og
á mótorhjól. Ég hef líka áhuga á almennri útivist og ferðalögum. Svo eigum við tjaldvagn sem við
reynum að nota.“
TexTi: Svava JónSdóTTir / Mynd: Geir ólafSSon
Freyja leópoldsdóttir, markaðsstjóri hjá Öskju.
Nafn: Freyja Leópoldsdóttir.
Starf: Markaðsstjóri hjá Öskju.
Fæðingarstaður: Fæðingarheim
ilið í Reykjavík, 18. febrúar 1984.
Foreldrar: Leópold Sveinsson og
Þorbjörg Albertsdóttir.
Maki: Eiríkur Lárusson.
Börn: Ísmey, tuttugu mánaða.
Menntun: Próf í alþjóðaviðskipta
og markaðsfræði.
frEyJa lEópOlDsDóttir
– markaðsstjóri hjá Öskju