Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 4
Landsfundur
Landssambands eldri borgara
Níundi landsfundur Landssambandsins var haldinn í
Reykjavík dagana 9. og 10. maí sl. Fundinn sátu um eitt-
hundrað og tuttugu fulltrúar frá aðildarfélögum sambandsins
en þau eru fimmtíu og þrjú og hafa innan sinna vébanda um
sautján þúsund félagsmenn.
A fundinum fóru fram hefðbundin landsfundarstörf. Aðstöðu-,
aðbúnaðar- og hagsmunamál eldri borgara voru rædd af fjöl-
mörgum fulltrúum. Einnig voru samþykktar allmargar ályktanir
og tillögur um þessi efni sem fylgja hér á eftir. Fundarmenn
hlýddu einnig á mjög áhugaverð erindi gesta, sem einnig svöruðu
fyrirspurnum um efni sinna erinda. í upphafi fundar ávarpaði
félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, samkomuna. Vék hann
m.a. að mikið umtöluðu áhugaefni samtaka eldri borgara, um
það hvar í stjórnkerfinu, undir hvaða ráðuneyti, eitt eða fleiri,
yfirstjórn málefna aldraðra skyldi heyra.
Pá kynnti forstjóri Lýðheilsustöðvar, Anna Elísabet
Ólafsdóttir, starfsemi þeirrar nýju stofnunar, sem á margan hátt
hefur með málefni að gera er varða eldri borgara.
Forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, Karl Steinar Guðna-
son, flutti einnig ítarlegt erindi um starfsemi þeirrar stofnunar og
svaraði fjölmörgum fyrirspurnum.
Síðasti gestafyrirlesarinn var svo Berglind Magnúsdóttir
sálfræðingur, sem er verkefnisstjóri þeirrar tilraunar um sam-
þættingu heimahjúkrunar og heimaþjónustu sem samtökin
sömdu um við ríkisstjórnina í nóvember 2002 að gerð skyldi og
lofar nú góðu. Berglind svaraði einnig fjölmörgum spurningum
fundarmanna.
I lok fundar var svo kjörinn nýr formaður fyrir Landssam-
bandið til næstu tveggja ára, Ólafur Ólafsson fyrrverandi for-
maður Félags eldri borgara í Reykjavík, einnig tuttugu manna
sambandsstjórn og úr henni fjórir til þess að sitja í framkvæmda-
stjórn ásamt formanni. Það eru þau Helgi K. Hjálmsson Garðabæ
varaformaður, Kristjana H. Guðmundsdóttir Kópavogi ritari,
Trausti Björnsson Reykjanesbæ gjaldkeri og Margrét Margeirs-
dóttir Reykjavík meðstjórnandi.
Varamenn framkvæmdastjórnar voru kjörnir: Sigurður Hall-
grímsson Hafnarfirði, Bryndís Steinþórsdóttir Reykjavík og
Grétar Snær Hjartarson Mosfellsbæ.
Ríykjavtk, 17. maí2005
mmmm
Lagarfljótsorm
sigl
marlangt frá Atlavík
urinn
ir
su
vARUÐ: SKRIMSLI!
i um b°rð
---
• Utsýnisferðir Arshátíðir
• Grillferðir * Léttar veitingar/Bar
• Skemmtiferðir • Lifandi tónlist
Uppiýsingar & bókanir: 4*
Sími 471 2900 / Fax 471 2901/ Netfang: feria@ormur.is /Veffang: www.ormur.is
Orkuveita
Reykjavíkur
ÞORBJÖRN FISKANES
Orkubú Vestjjarða hf.
4