Listin að lifa - 01.06.2005, Qupperneq 8

Listin að lifa - 01.06.2005, Qupperneq 8
Sköpum félagslega samstöóu! segir Ragnar Guðmundsson frá Brjánslæk sem er nýtekinn við forystu Félags aldraðra í Vestur- Barðastandarsýslu Ragnar er hinn dæmigerði Breiðfirðingur, sterklegur, þétt- vaxinn og dugmikill maður. Um Breiðfirðinga er sagt að þeir hafi ætíð getað sótt í matarkistu Breiðafjarðar, því hafi vaxið þar upp einn sterkasti stofninn á íslandi. Ragnar hefur alltaf búið á ferjustað og ferðaþjónusta varð honum snemma hug- leikin. Ferðamönnum hefur hann þjónað í áratugi. Hann sá því fljótt hvað best væri að gera til að þjappa félagsmönnum saman. „Ég sá strax og ég kom í félagið að fólk þekktist ekki, sat bara saman í hópum. Félagsmenn búa svo dreift, það vantaði betri kynni. Þá kom ég með þá tillögu að skipa ferðanefnd og kanna kostnaðarþátttöku, hvað myndi henta okkur. Fyrsta ferðin var farin fyrir 3 árum. Við fórum á Snæfellsnes, um Borgarnes með 30 manna hóp. Dæmið var opnað - og ég ákvað sem formaður ferðanefndar að við færum næst til Færeyja. Sú ferð var skipulögð sem hringferð um ísland með viðkomu í Færeyjum. Eftir Færeyjaferðina var Evrópuferð ákveðin. Hólm- fríður hjá Ferðaþjónustu bænda fór með okkur í 11 daga ferð og skemmti sér vel með okkur. Þetta dreifbýlisfólk hefur þá sérstöðu að hafa ferðast minna en Reykvíkingar og nýtur ferðalagsins því betur. Næsta mál á dagskrá er nýtt húsnæði fyrir félagið. Við erum með dæmið klárt og óundirritaðan samning um kaup á gamla Við tökuni að okkur að skipuleggja ferðir um Húnavatnssýslur en þar er margt að sjá og skoða s.s. Vatnsnes, Kolugljtifur, Borgar- virki og Byggðasafnið á Reykjum. Farið er á slóðir Grettis sterka og sagt frá atburðum í Grettissögu og margt, margt fleira. Bjóðum upp á gistingu, veitingar, vinveitingar, leiðsögn og getuni staðið fyrir kvöldvökum. Gerum föst verðtilboð. Gefum eldri borgurum afslátt á gistingu og veitingum. Sjá nánar á nýrri heimsiðu undir ferðir www.gauksmyri.is Verið velkomin nánari upplýsingar í síma 451 29 27 gauksmyri@gauksmyri.is kaupfélagshúsinu á Patreksfirði. Húsið sem Patreksfirðingar eru með er alltof þröngt fyrir þennan stóra hóp sem er nú að ná saman. I félaginu eru 145 manns af 200 mögulegum á þessum aldri. Félagsmönnum hefur hraðfjölgað eftir að við drifum þetta í gang. Auðvitað eru Patreksfirðingar langstærsti hópurinn. Ég á lengst að fara til að mæta á fundi, frá mér eru 57 km yfir eitt fjall, en vegurinn er orðinn mjög góður. Starfið í deildunum er afar gott, spil og pútt og bodsí. Skemmtifundir eru mánaðarlega í kvöldvökustil. Núna dreifum við líka öllu efni frá Landssam- bandinu sem skiptir sköpum í tengingu við fólkið. Strax og við komum heim í fyrra fylltist næsta ferð að ári. í haust förum við í 14 daga ferð um Þýskaland, Sviss, Austurríki og allt til Slóveníu þar sem við stoppum lengst. Þetta er ferðin okkar, skipulögð fyrir okkur og við sjáum sjálf um allar kvöld- vökur. I þessum skemmtiferðum stend ég upp á hverju kvöldi og fer yfir daginn. Segi, að þeir geti sett út á dagskrána, en ég ráði ferðinni! Þetta er viss harðstjórn, en fólkið treystir mér. Elsti farþeginn er 85 ára og hefur farið i allar ferðirnar. Við verðum líka með hjólastól með okkur, ef eitthvað skyldi koma upp. Eitt af því sem hjálpar mér er að ég þekki fólk um allt land. Annað: Ég nýt þess að vera langskólaður í félagsmálum, búinn að stunda ferðaþjónustu um áratugaskeið og bý á ferjustað. Ég á því láni að fagna að þótt yngra fólk komi inn, þá vill það njóta reynslunnar. Nú eru formenn annarra félaga farnir að hringja til mín og spyrja: Hvernig færðu svona þátttöku? Ég svara því til: Gefist ekki upp! Haldið áfram að ná fólkinu saman. Það tekst á endanum. Við getum gert svo mikið með eldra fólkinu - með því að láta það kynnast og tala saman. Ef við viljum leggja okkar lóð á vogarskálina, þá eigum við að gera það með opnum hug.“ Ragnar segist sjá allt í bundnu máli. Þetta hafði hann að segja um spjall okkar á landsfúndinum og félagsstarfið: Sestur komst ég svo í stuð, sagnir margar þuldi. Ei var þetta andlegt puð, ekkert henni duldi. Yndislegt er okkar starf, aldur síst til baga, Ferðagleði fékk í arf, frá mín greinir saga. O.Sv.B.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.