Listin að lifa - 01.06.2005, Page 8
Sköpum félagslega
samstöóu!
segir Ragnar Guðmundsson frá
Brjánslæk sem er nýtekinn við
forystu Félags aldraðra í Vestur-
Barðastandarsýslu
Ragnar er hinn dæmigerði Breiðfirðingur, sterklegur, þétt-
vaxinn og dugmikill maður. Um Breiðfirðinga er sagt að þeir
hafi ætíð getað sótt í matarkistu Breiðafjarðar, því hafi vaxið
þar upp einn sterkasti stofninn á íslandi. Ragnar hefur alltaf
búið á ferjustað og ferðaþjónusta varð honum snemma hug-
leikin. Ferðamönnum hefur hann þjónað í áratugi. Hann sá
því fljótt hvað best væri að gera til að þjappa félagsmönnum
saman.
„Ég sá strax og ég kom í félagið að fólk þekktist ekki, sat bara
saman í hópum. Félagsmenn búa svo dreift, það vantaði betri
kynni. Þá kom ég með þá tillögu að skipa ferðanefnd og kanna
kostnaðarþátttöku, hvað myndi henta okkur.
Fyrsta ferðin var farin fyrir 3 árum. Við fórum á Snæfellsnes,
um Borgarnes með 30 manna hóp. Dæmið var opnað - og ég
ákvað sem formaður ferðanefndar að við færum næst til Færeyja.
Sú ferð var skipulögð sem hringferð um ísland með viðkomu í
Færeyjum. Eftir Færeyjaferðina var Evrópuferð ákveðin. Hólm-
fríður hjá Ferðaþjónustu bænda fór með okkur í 11 daga ferð og
skemmti sér vel með okkur. Þetta dreifbýlisfólk hefur þá sérstöðu
að hafa ferðast minna en Reykvíkingar og nýtur ferðalagsins því
betur.
Næsta mál á dagskrá er nýtt húsnæði fyrir félagið. Við erum
með dæmið klárt og óundirritaðan samning um kaup á gamla
Við tökuni að okkur að skipuleggja ferðir um Húnavatnssýslur en
þar er margt að sjá og skoða s.s. Vatnsnes, Kolugljtifur, Borgar-
virki og Byggðasafnið á Reykjum. Farið er á slóðir Grettis sterka
og sagt frá atburðum í Grettissögu og margt, margt fleira.
Bjóðum upp á gistingu, veitingar, vinveitingar,
leiðsögn og getuni staðið fyrir kvöldvökum.
Gerum föst verðtilboð. Gefum eldri borgurum afslátt
á gistingu og veitingum. Sjá nánar á nýrri heimsiðu
undir ferðir www.gauksmyri.is
Verið velkomin
nánari upplýsingar í síma 451 29 27
gauksmyri@gauksmyri.is
kaupfélagshúsinu á Patreksfirði. Húsið sem Patreksfirðingar eru
með er alltof þröngt fyrir þennan stóra hóp sem er nú að ná
saman. I félaginu eru 145 manns af 200 mögulegum á þessum
aldri. Félagsmönnum hefur hraðfjölgað eftir að við drifum þetta í
gang.
Auðvitað eru Patreksfirðingar langstærsti hópurinn. Ég á
lengst að fara til að mæta á fundi, frá mér eru 57 km yfir eitt
fjall, en vegurinn er orðinn mjög góður. Starfið í deildunum er
afar gott, spil og pútt og bodsí. Skemmtifundir eru mánaðarlega
í kvöldvökustil. Núna dreifum við líka öllu efni frá Landssam-
bandinu sem skiptir sköpum í tengingu við fólkið.
Strax og við komum heim í fyrra fylltist næsta ferð að ári. í
haust förum við í 14 daga ferð um Þýskaland, Sviss, Austurríki
og allt til Slóveníu þar sem við stoppum lengst. Þetta er ferðin
okkar, skipulögð fyrir okkur og við sjáum sjálf um allar kvöld-
vökur. I þessum skemmtiferðum stend ég upp á hverju kvöldi
og fer yfir daginn. Segi, að þeir geti sett út á dagskrána, en ég
ráði ferðinni! Þetta er viss harðstjórn, en fólkið treystir mér. Elsti
farþeginn er 85 ára og hefur farið i allar ferðirnar. Við verðum
líka með hjólastól með okkur, ef eitthvað skyldi koma upp.
Eitt af því sem hjálpar mér er að ég þekki fólk um allt land.
Annað: Ég nýt þess að vera langskólaður í félagsmálum, búinn
að stunda ferðaþjónustu um áratugaskeið og bý á ferjustað. Ég á
því láni að fagna að þótt yngra fólk komi inn, þá vill það njóta
reynslunnar. Nú eru formenn annarra félaga farnir að hringja til
mín og spyrja: Hvernig færðu svona þátttöku? Ég svara því til:
Gefist ekki upp! Haldið áfram að ná fólkinu saman. Það tekst á
endanum.
Við getum gert svo mikið með eldra fólkinu - með því að
láta það kynnast og tala saman. Ef við viljum leggja okkar lóð á
vogarskálina, þá eigum við að gera það með opnum hug.“
Ragnar segist sjá allt í bundnu máli. Þetta hafði hann að segja
um spjall okkar á landsfúndinum og félagsstarfið:
Sestur komst ég svo í stuð,
sagnir margar þuldi.
Ei var þetta andlegt puð,
ekkert henni duldi.
Yndislegt er okkar starf,
aldur síst til baga,
Ferðagleði fékk í arf,
frá mín greinir saga.
O.Sv.B.