Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 11

Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 11
Skemmtilegast í lífinu er að fá að lifa! segir Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, fulltrúi Seyðisfjarðar á Landsþinginu „Ég hef oft hugsað um, hvað er gaman að lifa. Ætlarðu aldrei að verða fullorðin, sagði maðurinn minn. Ég er svo lífsglöð að ég ræð ekki við mig, er líka óttalegur prakkari - í góðu!“ Inga Hrefna er nýorðin ekkja og fmnst félagslífið mikils virði. „Er ómöguleg ef ég kemst ekki,“ segir hún. Hún segir Seyðisfjarðarbæ koma vel á móti eldra fólkinu. „Við erum með svo til nýtt íbúðarhús. Að vísu getur orðið þröngt á þingi á neðri hæðinni, en stór salur á efri hæðinni. Enginn einn er með lyklavöldin, þetta er eins og hjá kvennalistanum forðum daga. Og karlarnir laga oftar kaffi en við konurnar!" Inga Hrefna segir marga félagsmenn orðna harðfullorðna, en ótrúlega margir taki þátt í félagslífinu. „Þó nokkuð af fólkinu er enn að vinna. Menn ganga í félagið upp úr sextugu. Á þriðjudagsmorgnum erum við með molasopa og rabb. Síð- degis stokkum við spilin, spilum manna, jóker eða annað eftir því hvað margir mæta. Á miðvikudögum er handavinna með leiðbeinanda. Á fimmtudögum er tækjasalur og önnur aðstaða í íþróttahúsinu opin okkur. Nýja íþróttahúsið okkar er á heims- mælikvarða og sundlaugin ágæt þótt hún sé komin til ára sinna. Margir nota heitu pottana á morgnana til að rífast um pólitíkina. Föstudagana erurn við með kaffifund eða spjöllum yfir kaffibolla og spilum félagsvist.11 Inga Hrefna er innfæddur Seyðfirðingur, „þótt flest sem að mér snýr sé utan Seyðisfjarðar. Ég hef alltaf átt lögheimili á Seyðisfirði, þótt ég hafi hleypt heimdraganum í nokkur ár. Mað- urinn minn, Jóhann Jóhannesson, var frá Isafirði og var kennari hérna. Hann lést árið 2001. Við áttum 6 börn. Einn son á ég heima og tvö barnabörn. Önnur stelpan er í háskóla í Reykjavík - og svo mikil heimþrá í henni að hún er komin heim strax og skóla lýkur. Mig grunar að barnabörnin setjist að heima, en þótt þau flytji, fer ég hvergi. Nú er ekki mikið um að fólk elti börnin sín til Reykjavíkur, erfitt fyrir eldra fólk að flytja í annað umhverfi, börnin öll að vinna, svo að maður yrði meira einmana í Reykjavík. I dag býr fólk við öðruvísi aðstæður, áður var flutt til að vera nær læknisþjónustu, en nú er ekki sama þörfin. Maður er betur settur í litlum bæ með sjúkrahúsið við næstu dyr.“ Inga Hrefna þekkir vel til á sjúkrahúsinu, vann þar í 30 ár. „Ég var gangastúlka eða starfskraftur eins og það heitir nú. Var hátt í 71 árs þegar ég hætti, en þá var mér ekki stætt lengur vegna lagaákvæða um hámarksaldur þeirra sem vinna hjá ríkinu og auðvitað var ég komin með aukna skattaálögu. Líka vitleysa að geta ekki notið ellinnar. En á meðan sömu sjúklingar og sama starfsfólk er á sjúkrahúsinu, þá er þetta eins og annað heimili fyrir mig. Ég kíki alltaf inn, fer i býtibúrið og fæ mér kaffisopa. Mér þykir vænt um Seyðisfjörð, svo notalegt og gott samfélag heima. Kaffiskot í kaupfélaginu þegar þú ferð út að versla, allt svo rólegt og allir þekkja alla. Þú hefðir átt að vera þar í morgun. Spegilsléttur sjórinn, svo kom sólin upp og litaði alla dýrðina. Sérstakt umhverfi og yndislegt." O.Sv.B. Kaffi og kleinur að hætti Sigríðar í Brattholti Velkomin á hótel Gullfoss Gisting - veitingar Bjóðum upp á fyrirlestur um Sigríði í Brattholti ef þess er óskað, Gerum verðtilboð 16 tveggja manna herbergi með baði og sjónvarpi ásamt 70 manna veitingasal með fallegu útsýni. Mjög gott aðgengi fyrir fatlaða. 2 heitir nuddpottar. HótelGultfoss v/Brattholt, 801 Selfoss s.486 89 79, fax 486 86 91 netfang: infotahotelgullfoss.is www.hotelgullfoss.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.