Listin að lifa - 01.06.2005, Síða 13

Listin að lifa - 01.06.2005, Síða 13
fjölbreytta félagsstarfs sem hér dafnar með miklum ágætum. Menningarlíf er með því blómlegasta sem gerist á landinu og yfir- leitt er fjöldi menningarviðburða á döfinni í viku hverri þannig að það getur verið ill- mögulegt að komast yfir nema brot af því sem í boði er hverju sinni. Sjálf fullnýti ég frítíma minn til hins ýtrasta undir ýmiss konar félagsstarf og í raun má segja að S-in þrjú ráði þar ríkjum og skarist jafn- vel stundum inn á vinnutímann minn því umfang þeirra er verulegt. Læt ég ótalda aðra tilfallandi viðburði sem ég tek þátt í og eru fjölmargir í hverjum mánuði. Sem sagnfræðingur hef ég að sjálf- sögðu mikinn áhuga á ýmsu er tengist sagnfræði og þá sérstaklega því sem við- og tær eins og hún hafi verið sett á þvotta- bretti og þvegin upp úr náttdögginni. Það er nánast sama hverjar árstíðirnar eru eða hvernig viðrar, hvergi verða litirnir sterkari og hreinni, - blátt blárra, hvítt hvítara og grátt grárra. Líkt og aðrir ísfirðingar finn ég dag- lega fyrir áhrifum stórbrotinnar náttúr- unnar og sé hvernig hún mótar lífið sem þrífst hér á milli fjallanna. Lífsbaráttan er sú sama og annars staðar en fólkið er öðruvísi, enda hefur lengi verið vitað að Vestfirðingar líta lífið og tilveruna gjarnan öðrum augum en aðrir íbúar þessa lands. Auðvitað er þetta venjulegt fólk en samt svo óvenjulegt að oftar en ekki stend ég sjálfa mig að hálfgerðum mannfræðirann- sóknum. Þannig er áhugavert að sjá þann sterka samhljóm sem er með náttúrunni og skaplyndi Vestfirðinga. Þeir eru ákveðnir og kunna að koma orðum að skoðunum sínum sem eru einatt bæði áhugaverðar og skemmtilegar. Duglegra fólk finnst varla og enn hef ég ekki séð það verkefni sem er of stórt, flókið eða erfitt til að hægt sé að hrinda því í framkvæmd. Hér eru menn vanir að standa í stórræðum og skila jafnan sínu án þess að gera úr því stórmál. Þetta er eiginleiki sem ég hef oft dáðst að í fari fólksins hér og stundum freistast ég til að bera það saman við forfeður þeirra í verstöðvum fyrri tíma því í raun eiga þessir aðilar talsvert sameiginlegt. Þannig má segja, að þrátt fyrir miklar framfarir og öra tækniþróun síðasta árhundraðið, þá er þetta harðduglegt fólk að kljást í hlöðnum vegg í eynni Vigur hefur þessi æðarkolla gert sér hreiður og horfir þaðan stolt á heiminn. Sumarstemmning á Silfurtorgi í miðbæ ísafjarðar. má tengja söng því undanfarin ár hef ég verið í Sunnukórnum sem er einn elsti blandaði kór landsins og hélt upp á 70 ára afmæli sitt á síðasta ári. Eru æfingar að jafnaði einu sinni í viku yfir veturinn og veit ég fátt skemmtilegra en að mæta þangað og hitta fólk sem hefur jafn gaman af að syngja og ég. Er óhætt að segja að Isfirðingar og nágrannar þeirra séu afar söngelskir því kórar af ýmsum stærðum og gerðum lifa hér góðu lifi. Þeir hafa lika löngum verið þekktir sem skíðamenn og þar kemur þriðja S-ið og kannski það fyrirferðarmesta, því yfir veturinn fer ég mikið á skiði, sem og fjölskyldan öll, einkum í tengslum við skíðaæfingar hjá börnunum. Nota ég jafnan tækifærið og fer á gönguskíði meðan þau eru á æfingu. Eru aðstæður hér til skíðaiðkunar með þeim bestu á landinu og verða að teljast til mikilvægra kosta bæjarfélagins, sérstak- lega þegar horft er til þess að í nútímasam- félaginu eru sífellt gerðar kröfur um bættar aðstæður til afþreyingar og heilsueflingar í kjölfar aukins frítíma hjá fólki. Stundirnar á fjallinu finnst mér oft vera bestu stundir dagsins, að renna þarna áfram á skíðunum í fullkominni þögn og sameinast náttúrunni. Hið líkamlega erf- iði gleymist og hugurinn upphefur sig frá daglegu amstri. Þegar heim er haldið er maður endurnærður og fullur orku þrátt fyrir langan og annasaman dag. Þá er lífið eins fullkomið og það getur orðið. við krefjandi aðstæður í þeim tilgangi að skapa sér og sínum lífsviðurværi, líkt og forfeðurnir. Aðgerðarleysi er hugtak sem varla þekkist hér. Þótt margir noti frítíma sinn til hvíldar eða útivistar af einhverju tagi, þá eru enn fleiri sem nýta hann í þágu hins kemur norðanverðum Vestfiörðum. Ég sit í stjórn Sögufélags ísfirðinga en eitt helsta verkefni þess er að gefa út ársrit þar sem birtar eru ýmsar greinar er tengjast sögu Vestfjarða. Hefur verið ánægjulegt að sitja í þessari stjórn og koma að þeirri vinnu sem unnin er í nafni félagsins. Annað S-ið Þannig sér Guðfinna Hreiðarsdóttir sagnfiræðingur Isafiörð. Við kunnum henni bestu þakkir fyrir frábæra lýsingu á vestfirsku mannlífi og náttúru. 13

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.