Listin að lifa - 01.06.2005, Page 14
Gunnlaugur Jónasson
hefur sett svip sinn á
bæjarlífið um áratugaskeið
Bóksali, skíóa-
maður og söngvari
„Gulli Jónasar í Bókhlöðunni er einn af
félögum í skíðafélaginu. Hann er í tónlistar-
félaginu. Syngur í kirkjunni og Sunnukórnum.
Gulli er einn af sterkari persónuleikunum
við Silfurtorg," segja bsejarbúar.
aðrir í veiði, ég fer í göngu. Hér er stutt
„Þú finnur Gunnlaug uppi á þriðju hæð,“
segir afgreiðslustúlka í Bókhlöðunni.
Eldra fólkið vill búa áfram í miðkjarna
bæjarins, vílar ekki fyrir sér að hlaupa
upp stigana á 3. hæð. Grannleitur maður,
kvikur á fæti, opnar dyrnar brosandi,
býður inn, þótt gesturinn hafi ekkert
hringt á undan sér. Ég er drifinn inn í
fallega stofu með fögrum málverkum
á veggjum og píanói upp við vegg. Hér
býr maður, alinn upp í anda söngs,
bókmennta og lista, enda sonur Jónasar
Tómassonar, tónskálds, söngkennara og
kirkjuorganista, stofnanda Sunnukórsins
og Bókhlöðunnar.
Hér er gott að sitja yfir kaffi og kon-
fekti, spjalla við mann sem andar af fjall-
alofti. Söngur berst neðan frá Silfurtorgi,
væntanlegir stúdentar vöktu allan bæinn
árla dags með söng og trommuslætti. „Eitt
barnabarnið býr hjá okkur. Hún fór á fætur
kl. 4 í nótt til að undirbúa sig, koma sér í
stemmningu. Þetta er stærsti árgangur sem
útskrifast frá Menntaskólanum á Isafirði,
62 krakkar," segir Lára Gísladóttir, kona
Gunnlaugs.
Þú hefur orð fyrir að vera mikill
skíðagöngumaður, Gunnlaugur. „Ég
fer mikið í göngu, en þetta er skemmtun
hjá mér, ekki keppni. Sumir fara í golf,
að fara á gönguskíði og aðstaða mjög góð.
Skíðafélagið er núna 70 ára. Sonur minn
er formaður félagsins, svo að ég fylgist vel
með. Helsta framlag mitt í skíðamálum
var hinsvegar þegar við vorum að koma
upp lyftunum. Við ísfirðingar vorum í
fararbroddi - komum upp stóru og góðu
skíðalandi á árunum 1960-70. Nýr skíða-
búnaður kom á þessum tíma, ný gerð af
skíðum, öryggisbindingar, smelluskór og
fleira þess háttar og þá varð að hafa lyftur.
Við auglýstum: Seljalandsdalur - paradís
skíðamannsins! íþróttin blómstraði og
bæjarbúar fjölmenntu á dalinn, en því
miður þurrkaðist þetta út á einni nóttu
1994. Snjóflóðið féll skömmu eftir páska,
eyðilagði allt í einni sviphendingu. Það
var mikið áfall! Nú er búið að flytja skíða-
landið upp í Tungudal og byggja upp aftur
af miklum dugnaði lyftur og skíðabrautir
og veg upp á svæðið.
Fossavatnsgangan er á morgun, elsta
almenningsgangan sem enn er við lýði
á íslandi. Hún heitir svo af því gengið
er fyrir fjóra dali í botni Skutulsfjarðar.
Byrjað við Fossavatn, gengið fyrir alla
dalina og endað á Seljalandsdal með kaffi-
samsæti í skíðaskálanum. Þátttakendur
geta valið um 7,10 og 20 km, nú jafnvel 50
km gönguleið. Þetta er kappganga fyrir þá
sem hafa æft sig, skemmtiganga fyrir hina.
Fossavatnsgangan er röð af almennum
skíðagöngum um allt land, í Hólmavík, á
Akureyri, Olafsfirði og Mývatnssveit og
austur á Héraði. Sá sem tekur þátt í 4-5
göngum og stendur sig best, er krýndur
göngumeistari. Þú getur líka ferðast víða
um heim og tekið þátt í sambærilegum
göngum. Nokkrir hafa farið héðan í
VASA-gönguna sem er 80 km. Og hingað
koma alltaf nokkrir útlendingar til að
ganga með okkur.
Uppi í fjalli: Ég var á vappi þar um
daginn og hitti þá tvo jafnaldra mína, alla
75 ára. I skíðagöngu er ekkert spurt um
aldur. Ég rekst líka oft á frænda rninn,
Sigurð Jónsson, sem varð 85 ára í vetur.
Hann hefur alltaf gengið Fossavatns-
gönguna, 40-50 sinnum, ætlar nú enn
einu sinni. Ég hef ekki keppt á skíðum
síðan ég var unglingur, en fer eins oft og
aðstæður leyfa. Skíðagangan er afar holl
og góð íþrótt. Við röska göngu hitnar og
liðkast allur skrokkurinn. Þú styrkir fætur
jafnt sem handleggi, hugsanlegir strengir
og stirðleiki hverfa úr baki og herðum.
Svo fyllast lungun af hreinu lofti. Veðrið
skiptir ekki öllu máli, ef það er hvasst eða
dimmt er bara farið styttra. í bjartviðri
er gengið lengra og notið útsýnis ofan á
annað. Skíðin á veturna, golfkylfan þegar
fer að vora. í þessu er fólgin mikil andleg
upplyfting, ekki síðri en hin líkamlega.
Breytingin: Núna fer ég ekki niður að
vinna fyrr en um hádegið. Eitthvað verður
að koma í staðinn, þegar breytingin kemur
og vinnutími styttist. Maður spyr sjálfan
sig: Hvað á ég að gera? Sitja í stól og lesa?
14