Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 15
Gunnlaugur með sonum sínum.Gísla og Jónasi, uppi í fjalli.
Maður sér sitthvað sem þarf að mála og
bæta, en finnur sig ekki í formi til slíkra
hluta. Afar brýnt er að leita félagsskapar,
þegar aldurinn færist yfir. Fyrir mig
skiptir miklu máli að taka þátt í söngnum.
Þar hitti ég félaga mína - og á æfingum er
bæði sungið og spjallað. Sunnukórinn er
orðinn 70 ára, var stofnaður í janúar 1934.
Stofnfundurinn var haldinn hér þar sem
við sitjum, þá var fundarsalur hér á efri
hæðinni. Ég vissi lítið af þeim stofnfundi,
þótt ég væri staddur í húsinu.
Skíðaganga, bóklestur og söngur
styrkja andlega og líkamlega vellíðan,
segir Gulli í Bókhlöðunni
Sonur Jónasar Tómassonar: „Faðir
minn kenndi söng í barnaskólanum og
stofnaði, að ég tel, fyrsta tónlistarskólann
á íslandi hér á ísafirði árið 1911 og rak
hann í nokkur ár. Kennsla féll hinsvegar
niður í frostunum miklu 1918, eins og í
öðrum skólum vegna kolaskorts, og var
ekki hleypt af stokkunum aftur fyrr en
löngu síðar.“ Jónas var kirkjuorganisti í
50 ár, alltaf með sönginn og tónlistina í
sér. Sunnukórinn stofnaði hann í fundar-
salnum íyrir ofan bókabúðina sína 1934.
Skiltið í búðarglugganum sýnir aldur Bókhlöð-
unnar.
Nú er ein besta afþreying sonar hans að
mæta á söngæfingar Sunnukórsins.
„Pabbi stofnaði Bókhlöðuna árið 1920.
Ég tek svo við búðinni nokkru eftir að ég
lýk námi í Menntaskólanum í Reykjavík
um 1952. Annar Jónas tók svo við fyrir tíu
árum síðan, þriðja kynslóðin sem rekur
Bókhlöðuna. En ég held áfram mínu starfi,
laus undan ábyrgð af rekstrinum, það eru
heilmikil forréttindi."
Bóklestur, hefúr honum hrakað?
„Menn eru alltaf að lesa bækur. Eilítillar
svartsýni gætir vegna unglinganna sem
hafa minni áhuga á bóklestri. Áður voru
spennubækur besta jólagjöfin til karl-
manna. Nú er myndbandið vinsælla og
tímafrekara. Tímaritin draga líka lesendur
meira til sin. Nú eru færri krakkar sem
flokkast undir að vera lestrarhestar eða
bókaormar. Nema þegar maður kemur í
yngri aldurshópana, þá er mikið lesið og
skoðað, enda gott úrval af bókum fyrir
fýrstu 5-6 árin. Nú eru flestir krakkar með
tölvu og geta vafrað á milli, lifa sig ekki
lengur inn í „Árna“ og „Oddu“ bækur eins
og áður.
Skemmtilegt að sjá hvað íslenskir höf-
undar eru meira áberandi, og skrifa góðar
bækur sem fólk talar um og vill fylgjast
með. Áður voru það 3-4 karlar sem háru
höfuð og herðar yfir bókamarkaðinn. Nú
er meiri gróska í rithöfundum, bækurnar
fjölbreyttari, og meira um góðar skáld-
sögur sem skilja eitthvað eftir.
Menningarlífið? Jú, það má fullyrða
að mikil fjölbreytni er í menningarlífi
ísafjarðar. Öflugur tónlistarskóli með nær
300 nemendum hér og á fjórum stöðum
í nágrannabyggðum. I Listaskóla Rögn-
valdar Olafssonar er boðið upp á tilsögn
í ýmsum listgreinum, tónlist, myndlist,
leiklist o.fl. Leikklúbbur starfar hér og
atvinnuleikhús. Kómedíuleikhúsið er ekki
stórt í sniðum, en er núna með skemmti-
lega sýningu um Gísla Súrsson, hrein-
ræktað, vestfirskt leikverk sem hefur verið
sýnt víða. Að ógleymdu Safnahúsinu sem
nýlega er búið að endurnýja. Þar er rekin
öflug starfsemi bóka-, skjala- og listasafns
í fallegu umhverfi.
Hvort ég taki sjálfur þátt í menn-
ingarlífmu? Ég held nú það. Tel mig hafa
tekið drjúgan þátt í því, hef verið hér í
miðbænum að selja bæjarbúum góðar og
fróðlegar bækur síðustu 50 árin og rúm-
lega það! Það er nú líkast til.“
O.Sv.B
Frá Eftirlaunadeild símamanna
Eins og undanfarin ár efnir Eftirlauna-
deild símamanna til nokkurra daga
ferðar um landið okkar.
í ár verður farið í 7 daga ferð til Austur-
lands, ekið um Suðurströndina, um
Suðurfirðina og steinasafn Petru m.a.
skoðað, farið til Mjóafjarðar og út á
Dalatanga, til Borgarfjarðar eystri, að
virkjunarsvæðinu við Hafrahvamma- og
Dimmugljúfur og víðar. Frá Akureyri verður
ekið suður um Kjalveg.
Lagt verður af stað kl. 9 að morgni 21. júlí frá
Umferðarmiðstöðinni.
Gist veröur á Hótel Eddu í Nesjaskóla,
Norðfirði, Eiðum og Akureyri.
Hafi einhverjir símamenn, sem komnir eru á
eftirlaun, ekki fengið bréf frá ferðanefndinni
eru þeir beðnir um að hafa samband við
Ragnhitdi Guðmundsdóttur, fyrrv. formann
FIS, í síma 551-1137 eða 898-4437, hafi þeir
áhugaáaðkoma meðíferðina.
Ferðanefnd Eftirlaunadeildar símamanna.
15