Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 16

Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 16
Gamla kaupfélagið á Flateyri í nýjum búningi sem Félagsbær Félagsbær sem nú er félagsheimili eldri borgara, var opnað formlega 14. júli 2004. Félagi eldri borgara voru J)á færðar góðar gjafir í tilefni opn- unar. I húsinu er lika handverkshús fyrir alla aldurshópa sem Sigríður Magnús- dóttir rekur og sér um. Einnig er þar verslunin Purka og alþjóðlegt brúðusafn, táknmynd um hin mörgu þjóðarbrot Vestfjarða. Húsið stendur við aðalgötu Flat- eyrar og togar marga ferðamenn til sín. Frábært þegar stór hús sem hafa tapað upprunalegu hlutverki sínu, öðlast aftur nýtt líf. Sigríður greinir frá þessu merki- lega framtaki. Fallegt og fjölbreytilegt handverk er til sölu í versluninni Purku. Handverkshús hefur verið rekið á Flateyri frá 1996. Það var opnað í kjölfar snjóflóðsins 1995, hugsað fyrst og fremst sem sálrænn stuðningur í samfélaginu. Að til væri hús þar sem fólk gæti hist til að fara á námskeið og skapa falleg lista- verk og muni, eða bara til að tala og vera saman. Rauði krossinn, sveitarfélagið og sjóðurinn Samhugur í verki stóðu að opnuninni. Þetta þótti takast vel og eftir því sem árin liðu fóru íbúar í byggðunum í kring að venja komur sinar í handverks- húsið sem fyrst var í litlu húsnæði sem varð fljótlega alltof lítið, en þar var einnig rekið félagsstarf eldri borgara í Önundar- firði. Félag eldri borgara í Önundarfirði, ásamt öðrum félagasamtökum og ísafjarð- arbæ ákváðu því að kaupa og gera upp gamla kaupfélagið sem þá hafði staðið autt í nokkur ár. Sumarið 1996 var svo þetta glæsilega hús opnað. Félagsstarf eldri borgara á vegum bæjarins er opið tvo daga í viku, á þriðju- dögum og fimmtudögum. Ymislegt er í boði eins og keramikmálun, leirvinna, glerbrennsla, mósaík, körfugerð, þæfing eða allt sem handverkshúsið býður upp á. Helgar- og kvöldnámskeiðin eru líka opin fyrir allan aldur. Segja má að eldri borgarar njóti fjölbreytts félagsstarfs og góðrar vinnuaðstöðu, en í vinnustofunni erum við með ofna til að brenna leir, gler og keramik. Fólk getur líka verið í aðal- salnum að sauma, prjóna, mála o.fl. Um kaffileytið er alltaf boðið upp á kaffi og þar sem við erum svo miðsvæðis fáum við oft fólk inn til að kaupa sér kaffi eða ná sér í félagsskap. Hér er því mikill gestagangur og líflegt alla daga. Handverkshópurinn Purka rekur verslunina Purku í húsinu. Við tókum okkur saman fyrir nokkrum árum konur hér í firðinum og stofnuðum félag til að selja handverkið okkar. Þegar við vorum búnar að hafa þetta fína handverkshús opið í nokkur ár og sækja námskeið í margskonar listformi, þá áttum við svo margt lista- og handverksfólk að okkur fannst tilvalið að opna verslun. I Purku eru konur á öllum aldri. Verslunin er aðallega opin á sumrin og þá vinnum við í sjálfboðavinnu í henni. Brúðusafnið er gjöf þýsku hjónanna, dr. Pintc og dr. Sentu Siller, sem unnu að Minnisvarði um þá sem fórust í snjóflóðinu 1995 stendur á kirkjutúninu. þróunarverkefnum í Pakistan og víðar, mest með konum til að finna út hvernig þær gætu aflað tekna. Einn nemandi Siller bað hana um að heimsækja heima- þorpið sitt, en þar var mikil fátækt og atvinnuleysi. Siller hafði þá nýlega farið 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.