Listin að lifa - 01.06.2005, Síða 16
Gamla kaupfélagið á Flateyri
í nýjum búningi sem Félagsbær
Félagsbær sem nú er félagsheimili
eldri borgara, var opnað formlega
14. júli 2004. Félagi eldri borgara
voru J)á færðar góðar gjafir í tilefni opn-
unar. I húsinu er lika handverkshús fyrir
alla aldurshópa sem Sigríður Magnús-
dóttir rekur og sér um. Einnig er þar
verslunin Purka og alþjóðlegt brúðusafn,
táknmynd um hin mörgu þjóðarbrot
Vestfjarða.
Húsið stendur við aðalgötu Flat-
eyrar og togar marga ferðamenn til sín.
Frábært þegar stór hús sem hafa tapað
upprunalegu hlutverki sínu, öðlast aftur
nýtt líf. Sigríður greinir frá þessu merki-
lega framtaki.
Fallegt og fjölbreytilegt handverk er til sölu í
versluninni Purku.
Handverkshús hefur verið rekið á
Flateyri frá 1996. Það var opnað í kjölfar
snjóflóðsins 1995, hugsað fyrst og fremst
sem sálrænn stuðningur í samfélaginu.
Að til væri hús þar sem fólk gæti hist til
að fara á námskeið og skapa falleg lista-
verk og muni, eða bara til að tala og vera
saman. Rauði krossinn, sveitarfélagið
og sjóðurinn Samhugur í verki stóðu að
opnuninni. Þetta þótti takast vel og eftir
því sem árin liðu fóru íbúar í byggðunum
í kring að venja komur sinar í handverks-
húsið sem fyrst var í litlu húsnæði sem
varð fljótlega alltof lítið, en þar var einnig
rekið félagsstarf eldri borgara í Önundar-
firði.
Félag eldri borgara í Önundarfirði,
ásamt öðrum félagasamtökum og ísafjarð-
arbæ ákváðu því að kaupa og gera upp
gamla kaupfélagið sem þá hafði staðið
autt í nokkur ár. Sumarið 1996 var svo
þetta glæsilega hús opnað.
Félagsstarf eldri borgara á vegum
bæjarins er opið tvo daga í viku, á þriðju-
dögum og fimmtudögum. Ymislegt er í
boði eins og keramikmálun, leirvinna,
glerbrennsla, mósaík, körfugerð, þæfing
eða allt sem handverkshúsið býður upp
á. Helgar- og kvöldnámskeiðin eru líka
opin fyrir allan aldur. Segja má að eldri
borgarar njóti fjölbreytts félagsstarfs og
góðrar vinnuaðstöðu, en í vinnustofunni
erum við með ofna til að brenna leir, gler
og keramik. Fólk getur líka verið í aðal-
salnum að sauma, prjóna, mála o.fl. Um
kaffileytið er alltaf boðið upp á kaffi og þar
sem við erum svo miðsvæðis fáum við oft
fólk inn til að kaupa sér kaffi eða ná sér í
félagsskap. Hér er því mikill gestagangur
og líflegt alla daga.
Handverkshópurinn Purka rekur
verslunina Purku í húsinu. Við tókum
okkur saman fyrir nokkrum árum konur
hér í firðinum og stofnuðum félag til að
selja handverkið okkar. Þegar við vorum
búnar að hafa þetta fína handverkshús
opið í nokkur ár og sækja námskeið í
margskonar listformi, þá áttum við svo
margt lista- og handverksfólk að okkur
fannst tilvalið að opna verslun. I Purku
eru konur á öllum aldri. Verslunin er
aðallega opin á sumrin og þá vinnum við í
sjálfboðavinnu í henni.
Brúðusafnið er gjöf þýsku hjónanna,
dr. Pintc og dr. Sentu Siller, sem unnu að
Minnisvarði um þá sem fórust í snjóflóðinu
1995 stendur á kirkjutúninu.
þróunarverkefnum í Pakistan og víðar,
mest með konum til að finna út hvernig
þær gætu aflað tekna. Einn nemandi
Siller bað hana um að heimsækja heima-
þorpið sitt, en þar var mikil fátækt og
atvinnuleysi. Siller hafði þá nýlega farið
16