Listin að lifa - 01.06.2005, Side 17

Listin að lifa - 01.06.2005, Side 17
Guðmundur Hagalínsson, formaður FEB í Önundarfirði, sýnir með stolti vinnustofuna baka til í húsinu. á brúðugerðarnámskeið. Hún settist á strámotturnar hjá konunum í Pakistan og fór að kenna þeim að búa til brúður. Hún kenndi þeim líka að markaðssetja brúð- urnar. Þarna dvaldi hún þar til þær voru færar um að halda framleiðslunni áfram. Dr. Siller fékk seinna viðurkenningar fyrir þróunarstarf sitt. Nú er glæsilegur brúðu- gerðariðnaður í litla þorpinu sem hefur lyft því upp úr fátæktinni. I Afríku vinnur hún nú að svipuðum verkefnum, kennir konum að búa til brúður og brúðuföt sem eiga sér sögu og hefðir í samfélaginu. Svo eru þessar brúður seldar út um allan heim, m.a. hjá okkur. Ferðamálafulltrúi Vestfjarða, Dorothee Lubecki, kynntist hjónunum og þeirra frábæra starfi. Upp úr því vaknaði sú hug- mynd að setja upp alþjóðlegt brúðusafn á Vestfjörðum. Safninu er að hluta ætlað að styðja við ferðaþjónustu á Vestfjörðum, en einnig vera tákn fyrir hin mörgu þjóðarbrot sem búa á Vestfjörðum. Safnið er tvískipt. Annars vegar eru brúður frá þróunarstarfi dr. Siller, hins vegar brúður sem hjónin hafa safnað á ferðum sinum um allan heim. Brúður eru oftast hand- gerðar og sérstakt tákn fyrir landssvæðið. Skemmtileg saga fylgir hverri brúðu, en hér eru hátt á annað hundrað brúður frá um hundrað þjóðlöndum. Við Purkukonur sinnum brúðusafninu og sýnum það. Fjölnota hús og vel notað. Á helgar- og kvöldnámskeiðin hérna kemur fólk frá ísafirði, Bolungarvík, Súðavík, Þingeyri, Suðureyri auk Flateyringa. Segja má því að húsið sé miðpunktur handverksfólks á svæðinu. Þegar fólk hefur sótt námskeiðin Brúðurnar eru margar býsna skrautlegar. getur það komið í vinnustofu sem við höfum opna tvö kvöld í viku. Eins bjóðum við upp á lokuð kvöld þar sem sauma- klúbbar, félagasamtök eða vinnustaðir geta fengið sérstök námskeið eða föndur- kvöld. Það hefur því aftur færst líf í gamla Kaupfélagið og þar með litla samfélagið okkar hér á Flateyri. Sigríður Magnúsdóttir forstöðukona Félagsbæjar 17

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.