Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 28

Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 28
Fræösluhorniö Ágætu lesendur! Bestu þakkir fyrir góðar undirtektir við þáttunum mínum. Hvert á aö leita - hvaö er til ráöa? Leiðbeiningastöð heimilanna heíur veitt alhliða neytenda- firæðslu i 42 ár. „Við veitum upplýsingar um allt mögulegt sem tengist því að halda heimili," segir Hjördís Edda Broddadóttir íramkvæmdastjóri. „Kvenfélagasamband Islands hefur starífækt leiðbeiningastöðina, sem er ein sinnar tegundar, allt frá árinu 1963.“ Þarna eru veittar upplýsingar um matreiðslu, bakstur, geymsluþol matvæla, mataræði, þrif og þvotta, blettahreinsun og fleira. Einnig er hægt að fá upplýsingar um evrópskar gæðakannanir á heimilistækjum. Nóg er að gera á Leiðbeiningastöð heimilanna allt árið, en fyrirspurnir eru nokkuð árstíðabundnar. Algengustu fyrir- spurnir í kringum stórhátíðir eru t.d. hvernig best sé að skipu- leggja veislu og matarborð, hvaða veitingar henti best og eins hversu mikið þarf að áætla af veitingum. Ekki má gleyma smákökubakstrinum, matreiðsluaðferðinni á jólasteikinni og fleira. A haustin er mikið spurt um geymsluþol grænmetis, frystingu og súrsun, sultu- og sláturgerð. Fyrirspurnir, eins og hvernig sé auðveldast að ná blettum úr fötum, teppum og húsgögnum, ráðleggingar vegna kaupa á heimilistækjum, geymsluþol og meðferð matvæla, svo og spurningar varðandi ofnæmi og óþol berast jafnt yfir árið. Aukning hefur orðið á alls kyns ofnæmi og óþoli. Fólk þolir ekki ákveðnar fæðuteg- undir, algengast er óþol vegna eggja, mjólkur og hveitis. Fólk með sykursýki leitar upplýsinga varðandi sitt fæðuval. Aðrir Fljótlegur ábætisréttur frá Ernu Helgu 1 pk makkarónukökur 200 g Toblerone súkkulaði, saxað 3 eggjarauður 3- 4 msk flórsykur 1 peli rjómi, þeyttur Myljið makkarónukökurnar í grunna skál og bleytið með dálitlum safa ef vill. Súkkulaði stráð yfir. Þeytið eggjarauðurnar með flórsykrinum í þétta froðu, blandið þeytta rjómanum varlega saman við og hellið yfir kökumylsnuna. Kælið. Stráið t.d. bláberjum, jarðarberjabátum, hálfum vínberjum og melónukúlum yfir ábætinn áður en hann er borinn fram. vilja draga úr fitunni. Fólk þarf sérhæfðar uppskriftir og reynt er að koma til móts við það. Við höfum fundið fyrir aukinni þörf á fræðsluefni um heimil- ishald og heilbrigðara líferni. Markmið okkar er að ná til sem flestra neytenda. Því hefur sú leið verið valin að auka útgáfu á fræðsluefni sem nýtist öllum, óháð vinnu og búsetu,“ segir Hjördís. Hún vill sérstaklega benda á nýjasta fræðsluefni leið- beiningastöðvarinnar. Um er að ræða litskrúðug spjöld með skýrum leiðbeiningum sem um leið eru auðveld í notkun. • Mælieiningar • Þvottaleiðbeiningar • Geymsluþol matvæla í kæli Fræðsluefnið er fáanlegt á skrifstofunni Túngötu 14, einnig má panta það og senda í tölvupósti, leidbeiningar@kvenfelag.is Annað fræðsluefni eins og rit um blettahreinsun, gerbakstur, frystingu matvæla og fleira er einnig fáanlegt á skrifstofunni. Þjónusta Leiðbeiningastöðvar heimilanna er öllum opin frá kl. 9:00-12:30, mánudaga til fimmtudaga. Ath. breyttan síma- tíma í desember. Sími: 908-2882. Leitið nánari upplýsinga á heimasíðu Kvenfélagasambands Islands www.kvenfelag.is Sumarsalat frá Daníel 1 poki klettasalat blandað (eða annað blaðsalat) 2-3 tómatar (smátt skornir) 1/3 gúrka í litlum bitum paprika t.d. gul í litlum bitum 100 g vínber skorin í tvennt 1/3 krukka fetaostur 1/3 krukka sólþurrkaðir tómatar 1/3 poki furuhnetur, ristaðar á þurri pönnu Blandið öllu varlega saman og berið fram með fisk- eða kjötréttum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.